Vinsælla að horfa á einhvern borða epli á YouTube en mæta á völlinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2017 12:00 Ólafur Helgi þungt hugsi eftir enn ein slæmu úrslitin á dögunum. Þungu fargi er af honum létt eftir 4-1 sigur á AGF um helgina. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers í Superligunni í Danmörku, segist hafa verið hársbreidd frá því að missa starfið. Hann missi þó ekki svefn yfir því heldur sé það hluti af starfi þjálfara. Randers vann sinn fyrsta sigur í deildinni á laugardaginn, sannfærandi 4-1 á útivelli gegn AGF. Heldur betur kærkominn sigur en Ólafur ræddi málin í Akraborginni á X-inu í gær.Viðtalið við Ólaf í Akraborginni má heyra hér að neðan. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er á mála hjá Randers sem hafði ekki landað sigri í fyrstu sjö leikjunum. Þrátt fyrir sigurinn er liðið enn í botnsæti deildarinnar með sex stig. Ólafur segir sigurinn þó hafa lyft andanum hjá félaginu, ekki síst því sigurinn var svo sannfærandi. Eins og Vísir greindi frá í gær hafa sjónvarpsmenn Canal 9 haft aðgang að baksviðs hjá Randers undanfarið og fylgst með öllu því sem fram fer. „Þetta er umdeilt,“ segir Ólafur um ákvörðunina að hleypa sjónvarpsmönnunum inn í klefann. „Gamla skólanum finnst þetta vera komið full nærri. Búningsklefinn er heilagur.“Myndina, sem er um 23 mínútur, má sjá hér að neðan. Ólafur segir að í Danmörku séu menn að reka sig á það að áhuginn hjá yngri kynslóðinni á fótboltanum sé að minnka. Áhuginn virðist vera meiri á því að fylgjast með einhverjum borða epli á YouTube heldur en að mæta á völlinn. Sjálfur hafi hann líka gefið jákvætt svar vegna þess hve gaman honum finnist að horfa á vandaðar myndir sem fjalla um íþróttir. Nefnir hann Hard knocks og þegar farið var á bak við tjöldin hjá Liverpool með Brendan Rodgers. Hann hafi verið spurður hvort hann hefði áhuga, hann hafi ekkert að fela og vilji leggja af mörkum. „Þess vegna sagði ég já,“ segir Ólafur. Fólk hafi fengið að sjá hvernig lífið er í fótboltaklúbbunum. „Það eru margir sem eru mjög hissa á því. Bæði að tónninn sé svona hrár stundum og hvernig sé verið að vinna með leikmenn almennt, hvernig hlutirnir eru dagsdaglega,“ segir Ólafur. Fjarlæðgin í Danmörku sé meiri en heima á Íslandi, segir Ólafur. Tveir þættir af þremur hafa verið sýndir en sá næsti verður sýndur um næstu helgi. Þar fá áhorfendur meðal annars að sjá á bak við tjöldin eftir sigurinn langþráða um síðustu helgi. Stiklu má sjá að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers í Superligunni í Danmörku, segist hafa verið hársbreidd frá því að missa starfið. Hann missi þó ekki svefn yfir því heldur sé það hluti af starfi þjálfara. Randers vann sinn fyrsta sigur í deildinni á laugardaginn, sannfærandi 4-1 á útivelli gegn AGF. Heldur betur kærkominn sigur en Ólafur ræddi málin í Akraborginni á X-inu í gær.Viðtalið við Ólaf í Akraborginni má heyra hér að neðan. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er á mála hjá Randers sem hafði ekki landað sigri í fyrstu sjö leikjunum. Þrátt fyrir sigurinn er liðið enn í botnsæti deildarinnar með sex stig. Ólafur segir sigurinn þó hafa lyft andanum hjá félaginu, ekki síst því sigurinn var svo sannfærandi. Eins og Vísir greindi frá í gær hafa sjónvarpsmenn Canal 9 haft aðgang að baksviðs hjá Randers undanfarið og fylgst með öllu því sem fram fer. „Þetta er umdeilt,“ segir Ólafur um ákvörðunina að hleypa sjónvarpsmönnunum inn í klefann. „Gamla skólanum finnst þetta vera komið full nærri. Búningsklefinn er heilagur.“Myndina, sem er um 23 mínútur, má sjá hér að neðan. Ólafur segir að í Danmörku séu menn að reka sig á það að áhuginn hjá yngri kynslóðinni á fótboltanum sé að minnka. Áhuginn virðist vera meiri á því að fylgjast með einhverjum borða epli á YouTube heldur en að mæta á völlinn. Sjálfur hafi hann líka gefið jákvætt svar vegna þess hve gaman honum finnist að horfa á vandaðar myndir sem fjalla um íþróttir. Nefnir hann Hard knocks og þegar farið var á bak við tjöldin hjá Liverpool með Brendan Rodgers. Hann hafi verið spurður hvort hann hefði áhuga, hann hafi ekkert að fela og vilji leggja af mörkum. „Þess vegna sagði ég já,“ segir Ólafur. Fólk hafi fengið að sjá hvernig lífið er í fótboltaklúbbunum. „Það eru margir sem eru mjög hissa á því. Bæði að tónninn sé svona hrár stundum og hvernig sé verið að vinna með leikmenn almennt, hvernig hlutirnir eru dagsdaglega,“ segir Ólafur. Fjarlæðgin í Danmörku sé meiri en heima á Íslandi, segir Ólafur. Tveir þættir af þremur hafa verið sýndir en sá næsti verður sýndur um næstu helgi. Þar fá áhorfendur meðal annars að sjá á bak við tjöldin eftir sigurinn langþráða um síðustu helgi. Stiklu má sjá að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira