Í fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra er að finna heimild ríkisins til þess að selja Skagfirðingum Málmey í Skagafirði. Fyrir á Skagafjörður Drangey og vill festa kaup á Málmey einnig.
„Já, okkur þykir auðvitað nærtækast að við eignumst Málmey líka,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar. „Við höfum átt í viðræðum við hið opinbera í nokkuð langan tíma og þessi heimild hefur legið inni á fjárlögum í nokkuð mörg ár án þess að samningar hafi náðst.“
Að mati Stefáns Vagns er það aðeins verðmiðinn sem ríkissjóður setur á Málmey sem sé ásteytingarsteinninn í þessum viðræðum. „Já, við höfum alls ekki verið sammála um verðið. En við vonumst eftir því að úr rætist fyrr en seinna. Auðvitað eiga eyjarnar í Skagafirði að vera í okkar eigu en ekki ríkis.“
Heimild til að selja Málmey
Sveinn Arnarsson skrifar
