Nífalt fleiri karlmenn heldur en konur fyrirfóru sér í fyrra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. september 2017 06:00 Sé fólk haldið vanlíðan eða sjálfsvígshugsunum er meðal annars hægt að hringja í símanúmerið 1717. vísir/valli Alls 36 karlmenn fyrirfóru sér á síðasta ári og hafa ekki verið fleiri sjálfsvíg karlmanna á einu ári, fyrir utan 2010, þegar þau voru jafn mörg, það sem af er þessari öld. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir nauðsynlegt að efla heilsugæsluna og tryggja sálfræðinga í framhaldsskólum. „Því miður fer geðheilsu ungs fólks hrakandi. Það eru nýlegar rannsóknir sem sýna fram á það,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Við verðum sérstaklega að hlúa vel að ungu fólki. Samhliða styttingu framhaldsskólanáms og aukinni pressu þá er gífurleg eftirspurn eftir ungmennum á vinnumarkaði. Ofan á þetta bætist álag frá samfélagsmiðlum.“Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. VÍSIR/GVAAnna segir nauðsynlegt að tryggja greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu frá vöggu til grafar. Heilsugæsluna verði að efla og fá sálfræðinga þangað inn sem sinna fullorðnu fólki. „Sem stendur er fyrsta þrep þjónustunnar veikt og það býr til álag á spítalana. Þeir hafa varla bolmagn til að taka á móti öllum sem leita til þeirra,“ segir Anna. Fjórar konur fyrirfóru sér á síðasta ári og hafa sjálfsvíg kvenna ekki verið færri á síðustu sautján árum. Árið 2011 fyrirfóru fimm sér en á öðrum árum áratugarins hafa sjálfsvíg þeirra verið fleiri en tíu. Sé litið á tölur yfir sjálfsvíg síðustu tuttugu árin má sjá að karlmenn eru tvöfalt til þrefalt líklegri til að stytta sér aldur. Úr tölunum um sjálfsvígin má lesa að karlmenn séu líklegri til að fyrirfara sér fyrr á lífsleiðinni meðan konur gera það frekar um miðjan aldur. „Við verðum að styðja við fólk sem lendir í mótvindi, hlúa að því og byggja upp mannvænt samfélag. Við lögðumst í átakið Út með'ða árið 2015 og höfum fundið fyrir miklum velvilja í garð þess, bæði frá hinu opinbera og einstaklingum. Nú bíðum við eftir því að starfshópur um þetta málefni, sem skipa átti samkvæmt geðheilbrigðisáætlun frá árinu 2015, verði skipaður.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Alls 36 karlmenn fyrirfóru sér á síðasta ári og hafa ekki verið fleiri sjálfsvíg karlmanna á einu ári, fyrir utan 2010, þegar þau voru jafn mörg, það sem af er þessari öld. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir nauðsynlegt að efla heilsugæsluna og tryggja sálfræðinga í framhaldsskólum. „Því miður fer geðheilsu ungs fólks hrakandi. Það eru nýlegar rannsóknir sem sýna fram á það,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Við verðum sérstaklega að hlúa vel að ungu fólki. Samhliða styttingu framhaldsskólanáms og aukinni pressu þá er gífurleg eftirspurn eftir ungmennum á vinnumarkaði. Ofan á þetta bætist álag frá samfélagsmiðlum.“Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. VÍSIR/GVAAnna segir nauðsynlegt að tryggja greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu frá vöggu til grafar. Heilsugæsluna verði að efla og fá sálfræðinga þangað inn sem sinna fullorðnu fólki. „Sem stendur er fyrsta þrep þjónustunnar veikt og það býr til álag á spítalana. Þeir hafa varla bolmagn til að taka á móti öllum sem leita til þeirra,“ segir Anna. Fjórar konur fyrirfóru sér á síðasta ári og hafa sjálfsvíg kvenna ekki verið færri á síðustu sautján árum. Árið 2011 fyrirfóru fimm sér en á öðrum árum áratugarins hafa sjálfsvíg þeirra verið fleiri en tíu. Sé litið á tölur yfir sjálfsvíg síðustu tuttugu árin má sjá að karlmenn eru tvöfalt til þrefalt líklegri til að stytta sér aldur. Úr tölunum um sjálfsvígin má lesa að karlmenn séu líklegri til að fyrirfara sér fyrr á lífsleiðinni meðan konur gera það frekar um miðjan aldur. „Við verðum að styðja við fólk sem lendir í mótvindi, hlúa að því og byggja upp mannvænt samfélag. Við lögðumst í átakið Út með'ða árið 2015 og höfum fundið fyrir miklum velvilja í garð þess, bæði frá hinu opinbera og einstaklingum. Nú bíðum við eftir því að starfshópur um þetta málefni, sem skipa átti samkvæmt geðheilbrigðisáætlun frá árinu 2015, verði skipaður.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira