Nordstrom opnar verslun án vara Ritstjórn skrifar 14. september 2017 23:00 Glamour/Skjáskot Ný viðskiptahugmynd Nordstrom er mjög frábrugðin öðrum Nordstrom verslunum, en þeir ætla að setja af stað keðju lítilla verslana, án vara. Nánast engar vörur verða inni í búðinni, sem er gríðarlega stórt skref fyrir Nordstrom, þar sem búðirnar þeirra eru vanalega risastórar og stútfullar af vörum. Nordstrom er amerískt fyrirtæki. Hins vegar finnst þeim þau verða að laða sig að nútímakúnnanum, sem í dag, getur að sjálfsögðu verslað allt á netinu. Nordstrom Local er nýtt samansafn lítilla verslana sem staðsetja sig ekki í miðri stórgborg, heldur meira inn í hverfum þar sem fólk á heimili. Þegar þú gengur inn í Nordstrom Local færðu þinn persónulega ráðgjafa, kampavín, naglasnyrtingu og getur slakað á í sófum og valið þínar uppáhalds flíkur. Síðan færðu allt sent heim upp að dyrum. Þægilegt? Verslanir eru í stöðugri ógn vegna mikilla vinsælda netverslana, og er persónuleg ráðgjöf og öðruvísi upplifun svarið við þeirri þróun. Eða það segir Nordstrom allavega.Verslanir Nordstrom hafa hingað til verið gríðarlega stórar.Glamour/Getty Mest lesið Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Flottar yfirhafnir fyrir næsta vetur hjá Burberry Glamour Svona gera stjörnurnar sig til fyrir Met Gala Glamour Ljómandi nýársförðun Glamour Petra Collins leikstýrir sólgleraugna auglýsingu Gucci Glamour Gerir sjónvarpsþætti um #metoo byltinguna Glamour Natalie Portman sem Jacqueline Kennedy Glamour Tilnefningar til Bresku Tískuverðlaunanna birtar Glamour Katy Perry nýtt andlit Moschino Glamour
Ný viðskiptahugmynd Nordstrom er mjög frábrugðin öðrum Nordstrom verslunum, en þeir ætla að setja af stað keðju lítilla verslana, án vara. Nánast engar vörur verða inni í búðinni, sem er gríðarlega stórt skref fyrir Nordstrom, þar sem búðirnar þeirra eru vanalega risastórar og stútfullar af vörum. Nordstrom er amerískt fyrirtæki. Hins vegar finnst þeim þau verða að laða sig að nútímakúnnanum, sem í dag, getur að sjálfsögðu verslað allt á netinu. Nordstrom Local er nýtt samansafn lítilla verslana sem staðsetja sig ekki í miðri stórgborg, heldur meira inn í hverfum þar sem fólk á heimili. Þegar þú gengur inn í Nordstrom Local færðu þinn persónulega ráðgjafa, kampavín, naglasnyrtingu og getur slakað á í sófum og valið þínar uppáhalds flíkur. Síðan færðu allt sent heim upp að dyrum. Þægilegt? Verslanir eru í stöðugri ógn vegna mikilla vinsælda netverslana, og er persónuleg ráðgjöf og öðruvísi upplifun svarið við þeirri þróun. Eða það segir Nordstrom allavega.Verslanir Nordstrom hafa hingað til verið gríðarlega stórar.Glamour/Getty
Mest lesið Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Flottar yfirhafnir fyrir næsta vetur hjá Burberry Glamour Svona gera stjörnurnar sig til fyrir Met Gala Glamour Ljómandi nýársförðun Glamour Petra Collins leikstýrir sólgleraugna auglýsingu Gucci Glamour Gerir sjónvarpsþætti um #metoo byltinguna Glamour Natalie Portman sem Jacqueline Kennedy Glamour Tilnefningar til Bresku Tískuverðlaunanna birtar Glamour Katy Perry nýtt andlit Moschino Glamour