Lengsta eldflaugaskotið hingað til Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2017 11:00 Horft á sjónvarpsfréttir í Suður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug á loft sem flaug yfir norðurhluta Japan. Um er að ræða lengsta eldflaugaskot einræðisríkisins hingað til og lenti eldflaugin í Kyrrahafinu. Tilraunaskotið endurspeglar þær yfirlýsingar sérfræðinga um að Norður-Kórea sé lengra komin en áður hafði verið talið í þróun eldflauga. Frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“ hefur Norður-Kórea sprengt sína stærstu kjarnorkusprengju, hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, skotið tveimur langdrægum eldflaugum yfir Japan svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar flaug eldflauginn í um 3.700 kílómetra fjarlægð og í um 770 kílómetra hæð. Eyjan Gvam, þar sem Bandaríkin reka stórar herstöðvar, er í 3.400 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu. Norður-Kórea hefur nú færst nær því yfirlýsta markmiði sínu að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geti borið þau með áreiðanlegum hætti til meginlands Bandaríkjanna.Yfirlit yfir báðar tilraunirnar með langdrægar eldflaugar.Vísir/GraphicNewsTilraunaskotið hefur verið fordæmt víða um heim og þar á meðal í Kína og í Rússlandi. Talskona utanríkisráðuneytis Kína sagði eldflaugaskotið brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og að Kínverjar fordæmdu það harðlega, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Þá sagði hún að yfirvöld í Kína væru á móti tilraunum Norður-Kóreu en kallaði eftir því að þeir aðilar sem komi að málinu pössuðu sig að auka ekki spennuna á svæðinu. Ennfremur sagði hún að Kína væri ekki lykillinn í því að stöðva áætlanir Norður-Kóreu, eins og fram hefur verið haldið í Bandaríkjunum. Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sem hefur lengi talað fyrir auknum viðræðum við Norður-Kóreu sagði að tilraunir nágranna sinna geri viðræður ómögulegar.Reyndu ekki að skjóta hana niður Viðvörunarsírenur fóru í gang í Japan eftir að eldflaugin fór á loft. Einungis nokkrar klukkustundir voru síðan Norður-Kórea hafði hótað þvíl að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum, en engar tilraunir voru gerðar til að reyna að skjóta eldflaugina niður. Í stórum hátölurum á Hokkaido-eyju heyrðust raddir skipa íbúum að leita sér skjóls og sambærileg skilaboð komu einnig fram í sjónvarpi, útvarpi og jafnvel í smáskilaboðum í síma. Þetta er í annað sinn á innan við mánuði sem slík skilaboð berast til íbúa eyjunnar. Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug á loft sem flaug yfir norðurhluta Japan. Um er að ræða lengsta eldflaugaskot einræðisríkisins hingað til og lenti eldflaugin í Kyrrahafinu. Tilraunaskotið endurspeglar þær yfirlýsingar sérfræðinga um að Norður-Kórea sé lengra komin en áður hafði verið talið í þróun eldflauga. Frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“ hefur Norður-Kórea sprengt sína stærstu kjarnorkusprengju, hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, skotið tveimur langdrægum eldflaugum yfir Japan svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar flaug eldflauginn í um 3.700 kílómetra fjarlægð og í um 770 kílómetra hæð. Eyjan Gvam, þar sem Bandaríkin reka stórar herstöðvar, er í 3.400 kílómetra fjarlægð frá Norður-Kóreu. Norður-Kórea hefur nú færst nær því yfirlýsta markmiði sínu að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geti borið þau með áreiðanlegum hætti til meginlands Bandaríkjanna.Yfirlit yfir báðar tilraunirnar með langdrægar eldflaugar.Vísir/GraphicNewsTilraunaskotið hefur verið fordæmt víða um heim og þar á meðal í Kína og í Rússlandi. Talskona utanríkisráðuneytis Kína sagði eldflaugaskotið brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og að Kínverjar fordæmdu það harðlega, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Þá sagði hún að yfirvöld í Kína væru á móti tilraunum Norður-Kóreu en kallaði eftir því að þeir aðilar sem komi að málinu pössuðu sig að auka ekki spennuna á svæðinu. Ennfremur sagði hún að Kína væri ekki lykillinn í því að stöðva áætlanir Norður-Kóreu, eins og fram hefur verið haldið í Bandaríkjunum. Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sem hefur lengi talað fyrir auknum viðræðum við Norður-Kóreu sagði að tilraunir nágranna sinna geri viðræður ómögulegar.Reyndu ekki að skjóta hana niður Viðvörunarsírenur fóru í gang í Japan eftir að eldflaugin fór á loft. Einungis nokkrar klukkustundir voru síðan Norður-Kórea hafði hótað þvíl að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum, en engar tilraunir voru gerðar til að reyna að skjóta eldflaugina niður. Í stórum hátölurum á Hokkaido-eyju heyrðust raddir skipa íbúum að leita sér skjóls og sambærileg skilaboð komu einnig fram í sjónvarpi, útvarpi og jafnvel í smáskilaboðum í síma. Þetta er í annað sinn á innan við mánuði sem slík skilaboð berast til íbúa eyjunnar.
Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira