Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 11:25 Ísland enn og aftur komið á kortið vegna uppnáms á hinum pólitíska vettvangi. Heimspressan sparar sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. Birtir hún jafnan mynd af forsætisráðherranum, Bjarna Benediktssyni, með fregnum sínum af málinu. Sú staða sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum er til umfjöllunar í heimspressunni. Eins og við mátti búast. Og athygli vekur að erlendir blaðamenn spara sig hvergi í fyrirsagnagleðinni. Hinn rauði þráður í nálgun erlendra blaðamanna er sá að barnaníðingur hafi orðið ríkisstjórninni að falli. Frændur okkar í Færeyjum, nánar tiltekið KVF, segja í fyrirsögn að „Barnaníðingur [hafi leitt] til falls íslensku stjórnarinnar“. Eða, eins og það útleggst á færeysku: „Barnalokkari fekk íslendsku sjórnina at slitna“. Stórblaðið norska Verdens Gang fjallar um stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Í fyrirsögn þar segir: „Ríkisstjórnarkreppa á Íslandi: Reyndu að hylma yfir mál tengdu kynferðisafbrotamanni“. BBC lætur málið til sín taka og segir frá stjórnarslitunum. Í fyrirsögn segir að íslenska stjórnin hafi fallið vegna uppnáms í tengslum við barnaníðing. Sænska Aftonbladet birtir frétt með fyrirsögninni „Ríkisstjórn Íslands í krísu vegna hneykslismáls“. Og sænska útgáfa finnska ríkisfjölmiðilsins YLE birtir frétt með fyrirsögninni: „Stjórnarkreppa á Íslandi vegna dæmds kynferðisbrotamanns“. Norska NRK segir: „Island: Brev om seksualforbryter förte til regjergskrise“ eða: Bréf um kynferðisbrotamann leiddi til stjórnarkreppu. Og þannig má áfram telja. Ísland er enn og aftur komið á kortið vegna uppnáms á hinum pólitíska vettvangi. Alþjóðlega fréttaveitan Reuters greinir einnig frá málinu og segir að komið gæti til kosninga vegna trúnaðarbrests „eftir að flokkur forsætisráðherrans reyndi að hilma yfir skandal sem tengdist föður hans beint. Financial Times birtir frétt undir fyrirsögninni „Endurhæfing barnaníðings fellir ríkisstjórnina á Íslandi“. The Guardian segir að „deila um bréf vegna kynferðisofbeldismáls“ hafi fellt íslensku stjórnina.Politico greinir einnig frá málinu, sem og Washington Post, New York Times og fleiri. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Sú staða sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum er til umfjöllunar í heimspressunni. Eins og við mátti búast. Og athygli vekur að erlendir blaðamenn spara sig hvergi í fyrirsagnagleðinni. Hinn rauði þráður í nálgun erlendra blaðamanna er sá að barnaníðingur hafi orðið ríkisstjórninni að falli. Frændur okkar í Færeyjum, nánar tiltekið KVF, segja í fyrirsögn að „Barnaníðingur [hafi leitt] til falls íslensku stjórnarinnar“. Eða, eins og það útleggst á færeysku: „Barnalokkari fekk íslendsku sjórnina at slitna“. Stórblaðið norska Verdens Gang fjallar um stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Í fyrirsögn þar segir: „Ríkisstjórnarkreppa á Íslandi: Reyndu að hylma yfir mál tengdu kynferðisafbrotamanni“. BBC lætur málið til sín taka og segir frá stjórnarslitunum. Í fyrirsögn segir að íslenska stjórnin hafi fallið vegna uppnáms í tengslum við barnaníðing. Sænska Aftonbladet birtir frétt með fyrirsögninni „Ríkisstjórn Íslands í krísu vegna hneykslismáls“. Og sænska útgáfa finnska ríkisfjölmiðilsins YLE birtir frétt með fyrirsögninni: „Stjórnarkreppa á Íslandi vegna dæmds kynferðisbrotamanns“. Norska NRK segir: „Island: Brev om seksualforbryter förte til regjergskrise“ eða: Bréf um kynferðisbrotamann leiddi til stjórnarkreppu. Og þannig má áfram telja. Ísland er enn og aftur komið á kortið vegna uppnáms á hinum pólitíska vettvangi. Alþjóðlega fréttaveitan Reuters greinir einnig frá málinu og segir að komið gæti til kosninga vegna trúnaðarbrests „eftir að flokkur forsætisráðherrans reyndi að hilma yfir skandal sem tengdist föður hans beint. Financial Times birtir frétt undir fyrirsögninni „Endurhæfing barnaníðings fellir ríkisstjórnina á Íslandi“. The Guardian segir að „deila um bréf vegna kynferðisofbeldismáls“ hafi fellt íslensku stjórnina.Politico greinir einnig frá málinu, sem og Washington Post, New York Times og fleiri.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira