Viðbúnaðarstig hækkað í Lundúnum: Óttast fleiri árásir Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 16. september 2017 09:48 Hermenn koma til með að standa vörð á götum Lundúnarborgar. Vísir/AFP Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað í Lundúnum vegna sprengjuárásar sem gerð var í borginni í gær. Theresa May tilkynnti um aðgerðirnar í sjónvarpsútsendingu í gærkvöld. May sagði í yfirlýsingu sinni að sjálfstæð stofnun sem hefur það hlutverk að greina hryðjuverkaógn hafi metið það sem svo að réttast væri að hækka viðbúnaðarstigið. „Mat þeirra [stofnunarinnar] bendir til þess að fleiri árásir gætu verið yfirvofandi,“ sagði May. Hærra viðbúnaðarstig felur meðal annars í sér að hermenn eru gerðir sýnilegir á götum borgarinnar og vopnaburður lögreglu er að sama skapi aukinn. „Almenningur kemur til með að sjá fleiri vopnaða lögregluþjóna, bæði á götum úti og nærri almenningssamgöngum,“ sagði May og bætti við að slíkt myndi fela í sér aukna vernd fyrir Lundúnarbúa meðan á rannsókninni stendur. Sjá einnig: Umfangsmikil leit að hryðjuverkamanni. 29 eru særðir eftir árásina, sem gerð var í Parsons Green lestarstöðinni í Lundúnum. Enginn er í lífshættu. Sprengingin er rannsökuð sem hryðjuverk og leitar lögregla nú árásarmannsins. Lögreglan lýsti því yfir í kjölfar árásinnar að ólíklegt teldist að árásirnar yrðu fleiri en greining fyrrnefndrar stofnunar hefur nú leitt annað í ljós. Yfirlýsingu May má sjá hér fyrir neðan. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hundruð lögregluþjóna leita að árásarmanninum Fregnir hafa borist að búið sé að bera kennsl á hann með upptökum úr öryggismyndavélum. 15. september 2017 14:45 Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Sjá meira
Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað í Lundúnum vegna sprengjuárásar sem gerð var í borginni í gær. Theresa May tilkynnti um aðgerðirnar í sjónvarpsútsendingu í gærkvöld. May sagði í yfirlýsingu sinni að sjálfstæð stofnun sem hefur það hlutverk að greina hryðjuverkaógn hafi metið það sem svo að réttast væri að hækka viðbúnaðarstigið. „Mat þeirra [stofnunarinnar] bendir til þess að fleiri árásir gætu verið yfirvofandi,“ sagði May. Hærra viðbúnaðarstig felur meðal annars í sér að hermenn eru gerðir sýnilegir á götum borgarinnar og vopnaburður lögreglu er að sama skapi aukinn. „Almenningur kemur til með að sjá fleiri vopnaða lögregluþjóna, bæði á götum úti og nærri almenningssamgöngum,“ sagði May og bætti við að slíkt myndi fela í sér aukna vernd fyrir Lundúnarbúa meðan á rannsókninni stendur. Sjá einnig: Umfangsmikil leit að hryðjuverkamanni. 29 eru særðir eftir árásina, sem gerð var í Parsons Green lestarstöðinni í Lundúnum. Enginn er í lífshættu. Sprengingin er rannsökuð sem hryðjuverk og leitar lögregla nú árásarmannsins. Lögreglan lýsti því yfir í kjölfar árásinnar að ólíklegt teldist að árásirnar yrðu fleiri en greining fyrrnefndrar stofnunar hefur nú leitt annað í ljós. Yfirlýsingu May má sjá hér fyrir neðan.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hundruð lögregluþjóna leita að árásarmanninum Fregnir hafa borist að búið sé að bera kennsl á hann með upptökum úr öryggismyndavélum. 15. september 2017 14:45 Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Sjá meira
Hundruð lögregluþjóna leita að árásarmanninum Fregnir hafa borist að búið sé að bera kennsl á hann með upptökum úr öryggismyndavélum. 15. september 2017 14:45
Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47