Ákærð fyrir ítrekaðar stórhættulegar líkamsárásir Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2017 06:00 Lögreglustöðin á Akureyri vísir/pjetur Kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir nokkrar afar hættulegar líkamsárásir á síðustu misserum á Akureyri. Verði hún fundin sek af þeim ákærum gæti hún átt yfir höfði sér langa fangelsisvist. Um jólahátíðina síðustu skar konan kynsystur sína í andlitið með eggvopni þannig að fórnarlambið hlaut tvö skurðsár, annað yfir vinstra kinnbein og hitt yfir höku vinstra megin. Er þetta af ákæruvaldinu talin sérstaklega hættuleg líkamsárás sem getur leitt til dauða. Gerir fórnarlambið í málinu einkaréttarkröfu upp á fimm milljónir króna vegna þess skaða og miska sem hún hefur orðið fyrir. Einnig er konunni gert að sök að hafa, á skemmtistað í miðbæ Akureyrar, ráðist að annarri konu, rifið hana niður í gólfið og sest ofan á hana. Eftir þann atgang hafi hin ákærða sparkað að minnsta kosti sex sinnum í höfuð og brjóstkassa konunnar þegar hún var að reyna að standa upp. Þriðja alvarlega líkamsárásin sem konan er ákærð fyrir varðar einnig sérstaklega hættulega líkamsárás og hótanir með því að hafa slegið til karlmanns með sprautunál. Stakkst nálin á kaf í vinstra handarbak fórnarlambsins þegar það bar hönd fyrir höfuð sér til að verja sig. Síðan á konan að hafa hlaupið á eftir manninum með sprautuna á lofti og hótað á sama tíma að drepa hann. Ákærða var á þessum tíma smituð af lifrarbólgu C. Krefst fórnarlambið í því máli rúmlega tveggja milljóna króna í skaðabætur en maðurinn þarf að fara reglulega í blóðprufur vegna árásarinnar með sýktri sprautunál. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir nokkrar afar hættulegar líkamsárásir á síðustu misserum á Akureyri. Verði hún fundin sek af þeim ákærum gæti hún átt yfir höfði sér langa fangelsisvist. Um jólahátíðina síðustu skar konan kynsystur sína í andlitið með eggvopni þannig að fórnarlambið hlaut tvö skurðsár, annað yfir vinstra kinnbein og hitt yfir höku vinstra megin. Er þetta af ákæruvaldinu talin sérstaklega hættuleg líkamsárás sem getur leitt til dauða. Gerir fórnarlambið í málinu einkaréttarkröfu upp á fimm milljónir króna vegna þess skaða og miska sem hún hefur orðið fyrir. Einnig er konunni gert að sök að hafa, á skemmtistað í miðbæ Akureyrar, ráðist að annarri konu, rifið hana niður í gólfið og sest ofan á hana. Eftir þann atgang hafi hin ákærða sparkað að minnsta kosti sex sinnum í höfuð og brjóstkassa konunnar þegar hún var að reyna að standa upp. Þriðja alvarlega líkamsárásin sem konan er ákærð fyrir varðar einnig sérstaklega hættulega líkamsárás og hótanir með því að hafa slegið til karlmanns með sprautunál. Stakkst nálin á kaf í vinstra handarbak fórnarlambsins þegar það bar hönd fyrir höfuð sér til að verja sig. Síðan á konan að hafa hlaupið á eftir manninum með sprautuna á lofti og hótað á sama tíma að drepa hann. Ákærða var á þessum tíma smituð af lifrarbólgu C. Krefst fórnarlambið í því máli rúmlega tveggja milljóna króna í skaðabætur en maðurinn þarf að fara reglulega í blóðprufur vegna árásarinnar með sýktri sprautunál.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira