Fellibylsviðvaranir hafa verið gefnar út á Guadeloupe, Dominica, St. Kitts, Nevis, Monsterrat og Martinique.
Þrátt fyrir að María sé nú fyrsta flokks óveður er spáð að hún muni skella á Puerto Rico á þriðjudaginn sem þriðja flokks fellibylur. National Hurricane Center segir að meðalvindur Maríu sé um 40 m/s. Talið er að sjávarmál muni hækka um allt að tvo metra og að rigningin muni mælast allt að 50 sentímetrar.
Puerto Rico slapp tiltölulega vel frá Irmu og hefur verið mikilvægur viðkomustaður varðandi hjálparstarf á þeim eyjum sem urð hvað verst úti. Nú hefur ríkisstjórn eyjunnar sagt fólki að yfirgefa svæði sem flóð myndast á. Þá hefur sjómönnum verið ráðlagt að halda sér á landi.
Tropical storm conditions expected to reach portions of the Leeward Islands Monday. Rainfall and storm surge hazard information below #Maria pic.twitter.com/m7py3LYnXD
— NHC Atlantic Ops (@NHC_Atlantic) September 17, 2017