Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 12:05 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, á fundi á Bessastöðum í morgun þar sem sá síðarnefndi lagði fram tillögu um þingrof sem forsetinn féllst á. vísir/anton brink Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. Innan við ár er síðan kosið var til Alþingis síðast en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn á fimmtudaginn í síðustu viku. Forsetinn hvetur alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann. Þá segir hann þá þingmenn sem nú eiga sæti á Alþingi geti áfram reynt að mynda ríkisstjórn þó að hann hafi fallist á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið þann 28. október næstkomandi og gengið til kosninga. Þó kom fram í máli hans að nokkuð snemma hefði orðið ljóst eftir samtöl hans við formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi að ekki yrði farið í að reyna að mynda ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans á Bessastöðum nú skömmu fyrir hádegi að loknum fundi hans og forsætisráðherra þar sem ráðherrann lagði fram tillögu sína um þingrof. Guðni minnti jafnframt á mikilvægi þess að Alþingi nyti virðingar. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að þingið njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði Guðni. Guðni vildi aðspurður ekki leggja mat á það hvaða áhrif það hafi á samfélagið að hafa þingkosningar svo ört en kosningar nú í haust verða þriðju Alþingiskosningar á um fjórum árum. „En hins vegar hvet ég alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði sé kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Forsetinn tók undir það að atburðarás síðustu daga hefði verið með hreinum ólíkindum. „En við verðum þá að taka því sem að höndum ber og þær aðstæður geta alltaf komið upp að þeir flokkar sem ákveða að setjast í ríkisstjórn telja að samstarfinu verði að ljúka. Þá er svo brýnt að við getum tekið næstu skref án þess að allt fari um koll því stjórnskipun er eitt og stjórnmálin annað.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. Innan við ár er síðan kosið var til Alþingis síðast en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn á fimmtudaginn í síðustu viku. Forsetinn hvetur alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann. Þá segir hann þá þingmenn sem nú eiga sæti á Alþingi geti áfram reynt að mynda ríkisstjórn þó að hann hafi fallist á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið þann 28. október næstkomandi og gengið til kosninga. Þó kom fram í máli hans að nokkuð snemma hefði orðið ljóst eftir samtöl hans við formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi að ekki yrði farið í að reyna að mynda ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans á Bessastöðum nú skömmu fyrir hádegi að loknum fundi hans og forsætisráðherra þar sem ráðherrann lagði fram tillögu sína um þingrof. Guðni minnti jafnframt á mikilvægi þess að Alþingi nyti virðingar. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að þingið njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði Guðni. Guðni vildi aðspurður ekki leggja mat á það hvaða áhrif það hafi á samfélagið að hafa þingkosningar svo ört en kosningar nú í haust verða þriðju Alþingiskosningar á um fjórum árum. „En hins vegar hvet ég alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði sé kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Forsetinn tók undir það að atburðarás síðustu daga hefði verið með hreinum ólíkindum. „En við verðum þá að taka því sem að höndum ber og þær aðstæður geta alltaf komið upp að þeir flokkar sem ákveða að setjast í ríkisstjórn telja að samstarfinu verði að ljúka. Þá er svo brýnt að við getum tekið næstu skref án þess að allt fari um koll því stjórnskipun er eitt og stjórnmálin annað.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00
Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08