Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 09:10 Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar. vísir/getty Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. Hundruð þúsunda þeirra hafa lagt á flótta frá Mjanmar til Bangladess en Suu Kyi hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að bregðast ekki við og reyna að koma í veg fyrir ofbeldið sem Rohingjar hafa orðið fyrir. Suu Kyi mætti ekki á Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram en ávarpaði þjóð sína í beinni útsendingu. Kvaðst hún meðvituð um að augu heimsins beinist nú að ástandinu í Rakhine-héraði þó að hún hafi aldrei í ávarpinu minnsti á Rohingjanna beint heldur talað almennt um Múslima og hópa þeirra. Sagðist Suu Kyi ekki óttast að fram færi alþjóðleg rannsókn á því sem þar hefði átt sér stað en að ríkisstjórn landsins þyrfti að komast að því hvað hefði raunverulega átt sér stað í héraðinu. Sameinuðu þjóðirnar segja morðin á Rohingja-múslimum skólabókardæmi um þjóðernishreinsanir. „Það hafa verið ásakanir fram og til baka og við verðum að hlusta á þær allar. Við verðum að vera viss um að þessar ásakanir séu byggðar á sönnunargögnum áður en við förum í einhverjar aðgerðir,“ sagði Suu Kyi. „Við viljum vita hvers vegna þessi fólksflótti er. Við viljum bæði tala við þá sem hafa flúið og þá sem hafa verið áfram í héraðinu.“ Meira en 400 þúsund Rohingja-múslimar hafa fluið Rakhine-hérað síðan í ágúst. Þeir dvelja í yfirfullum flóttamannabúðum í Bangladess og hafa þaðan sagt umheiminum frá nauðgunum, morðum og pyntingum sem þeir hafa sætt af hálfum hersins í Mjanmar. Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. Hundruð þúsunda þeirra hafa lagt á flótta frá Mjanmar til Bangladess en Suu Kyi hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að bregðast ekki við og reyna að koma í veg fyrir ofbeldið sem Rohingjar hafa orðið fyrir. Suu Kyi mætti ekki á Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram en ávarpaði þjóð sína í beinni útsendingu. Kvaðst hún meðvituð um að augu heimsins beinist nú að ástandinu í Rakhine-héraði þó að hún hafi aldrei í ávarpinu minnsti á Rohingjanna beint heldur talað almennt um Múslima og hópa þeirra. Sagðist Suu Kyi ekki óttast að fram færi alþjóðleg rannsókn á því sem þar hefði átt sér stað en að ríkisstjórn landsins þyrfti að komast að því hvað hefði raunverulega átt sér stað í héraðinu. Sameinuðu þjóðirnar segja morðin á Rohingja-múslimum skólabókardæmi um þjóðernishreinsanir. „Það hafa verið ásakanir fram og til baka og við verðum að hlusta á þær allar. Við verðum að vera viss um að þessar ásakanir séu byggðar á sönnunargögnum áður en við förum í einhverjar aðgerðir,“ sagði Suu Kyi. „Við viljum vita hvers vegna þessi fólksflótti er. Við viljum bæði tala við þá sem hafa flúið og þá sem hafa verið áfram í héraðinu.“ Meira en 400 þúsund Rohingja-múslimar hafa fluið Rakhine-hérað síðan í ágúst. Þeir dvelja í yfirfullum flóttamannabúðum í Bangladess og hafa þaðan sagt umheiminum frá nauðgunum, morðum og pyntingum sem þeir hafa sætt af hálfum hersins í Mjanmar.
Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38
Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00