Guðfinna gerir ekki ráð fyrir nýrri forystu Framsóknarflokksins Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2017 11:45 Guðfinna studdi Sigmund Davíð í hörðum kosningaslag þar sem Sigurður Ingi hafði betur. Guðfinna gerir ráð fyrir óbreyttri forystu í komandi alþingiskosningum. Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, hefur ákveðið að söðla um, hverfa úr sveitarstjórnarmálunum og bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum. Þetta kom fram í morgun. Vísir ræddi stuttlega við Guðfinnu um stöðu mála, spurði hana hvað hefði orðið til þess að hún tók þessa ákvörðun? „Ég hef alltaf haft áhuga á landsmálum. Á næsta kjörtímabili verður að bæta hag þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu og ég vil leggja mitt af mörkum til þess. Ég tel einnig að reynsla mín og þekking í húsnæðismálum geta nýst á Alþing.“Vísar meintri útlendingaandúð á bug Guðfinna segir að frá því á föstudag hafi margir haft samband og skorað á sig að fara fram. Hún tók ákvörðun um það á sunnudagskvöldið, að láta slag standa. Mjög skammur aðdragandi. „Ég hef alltaf verið mjög pólitísk, var byrjuð að rífast um pólitík 12 ára,“ segir Guðfinna. Mjög skammur aðdragandi var einnig þegar Guðfinna fór fram fyrir Framsóknarflokkinn í borginni í síðustu borgarstjórarkosningum, eða rétt rúmur mánuður. Þá stóð flokkurinn afar höllum fæti í skoðanakönnunum en ný forysta var skipuð og hún, ásamt Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, leiddu flokkinn til kosningasigurs. Margir vilja meina að það hafi þær gert með óprúttnum aðferðum, daðri við útlendingaandúð og andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík. Guðfinna hefur ætíð vísað því á bug og sagt að afstaða sín til moskubyggingu sé almenns eðlis, að hún sé mótfallin því að borgin gefi trúarhópum lóðir undir slíkar byggingar. Sama hverjir þeir hópar eru.Segir flokkinn mæta samstiga til kosninga Staða Framsóknarflokksins er forvitnileg. Ekki er gróið um heilt milli formanns og fyrrverandi formanns, þeirra Sigurðar Inga Jóhannssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem tókust á í harkalegum formannsslag. Og hafa vart ræðst við þó Sigmundur Davíð sé leiðtogi flokksins í Norðurlandi eystra. Mætir flokkurinn ekki daghaltur til kosninga? „Ég myndi ekki segja að flokkurinn sé klofinn. Flokkurinn mun mæta sterkur og samstiga til kosninga. Á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur í gær var mjög góð stemmning.“Ekki verið rætt að Lilja taki við formennsku Talandi um þann fund, þá virðist hafa verið stemmning fyrir því að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður, taki við formennsku. Guðfinna segir hins vegar að enginn hafi verið að tala um það. En, er það eitthvað sem kemur til álita í hennar huga? „Ég tel að það sé engin ástæða til þess að skipta um forystu fyrir kosningarnar.“ Guðfinna studdi Sigmund Davíð eindregið í formannsslag en telur þó ekki vert að skipta um forystu fyrir komandi kosningar. „Núna á flokkurinn að einbeita sér að kosningunum og þeim málum sem flokkurinn ætlar sér að berjast fyrir.“Ég skil þig svo að þú teljir að Sigmundur Davíð eigi að una niðurstöðu formannskosninganna? „Ég hef ekki orðið vör við neitt annað en það að flokksmenn séu sammála um að forystan verði óbreytt í kosningunum.“Áhersla lögð á kjör þeirra sem höllustum fæti standa Í nýrri könnun fréttastofu 365, sem birtist í morgun, kemur fram að Framsóknarflokkurinn nýtur rösklega 10 prósenta fylgis. Guðfinna segist hingað til ekki hafa misst svefn yfir skoðanakönnunum. En, hver verður sérstaða Framsóknarflokksins í kosningunum? „Við erum þessa dagana að undirbúa stefnumálin en áhersla verður lögð á að bæta kjör þeirra sem standa höllustum fæti í þjóðfélaginu.“ Guðfinna segir að það muni skýrast á allra næstu dögum hvort hún muni leiða lista á Reykjavík norður, en Framsóknarflokkurinn er ekki með neinn þingmann þar sem stendur. Guðfinna segir auðvitað að stefnt verði að því að breyta því.Óvissa í borginniEn, nú er flokkurinn í uppnámi í borginni, Sveinbjörg búin að segja sig úr flokknum og sveitarstjórnarkosningar á næsta leyti. Hvernig standa þau mál? Er ekki vont að hverfa af þeim vettvangi við slíkan glundroða? „Í borgarmálahópi Framsóknar er 30-40 manns sem er mjög samstæður og góður hópur. Það kemur alltaf maður í manns stað.“ Guðfinna segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hver mun leiða flokkinn í borginni. Kosningar 2017 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, hefur ákveðið að söðla um, hverfa úr sveitarstjórnarmálunum og bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum. Þetta kom fram í morgun. Vísir ræddi stuttlega við Guðfinnu um stöðu mála, spurði hana hvað hefði orðið til þess að hún tók þessa ákvörðun? „Ég hef alltaf haft áhuga á landsmálum. Á næsta kjörtímabili verður að bæta hag þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu og ég vil leggja mitt af mörkum til þess. Ég tel einnig að reynsla mín og þekking í húsnæðismálum geta nýst á Alþing.“Vísar meintri útlendingaandúð á bug Guðfinna segir að frá því á föstudag hafi margir haft samband og skorað á sig að fara fram. Hún tók ákvörðun um það á sunnudagskvöldið, að láta slag standa. Mjög skammur aðdragandi. „Ég hef alltaf verið mjög pólitísk, var byrjuð að rífast um pólitík 12 ára,“ segir Guðfinna. Mjög skammur aðdragandi var einnig þegar Guðfinna fór fram fyrir Framsóknarflokkinn í borginni í síðustu borgarstjórarkosningum, eða rétt rúmur mánuður. Þá stóð flokkurinn afar höllum fæti í skoðanakönnunum en ný forysta var skipuð og hún, ásamt Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, leiddu flokkinn til kosningasigurs. Margir vilja meina að það hafi þær gert með óprúttnum aðferðum, daðri við útlendingaandúð og andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík. Guðfinna hefur ætíð vísað því á bug og sagt að afstaða sín til moskubyggingu sé almenns eðlis, að hún sé mótfallin því að borgin gefi trúarhópum lóðir undir slíkar byggingar. Sama hverjir þeir hópar eru.Segir flokkinn mæta samstiga til kosninga Staða Framsóknarflokksins er forvitnileg. Ekki er gróið um heilt milli formanns og fyrrverandi formanns, þeirra Sigurðar Inga Jóhannssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem tókust á í harkalegum formannsslag. Og hafa vart ræðst við þó Sigmundur Davíð sé leiðtogi flokksins í Norðurlandi eystra. Mætir flokkurinn ekki daghaltur til kosninga? „Ég myndi ekki segja að flokkurinn sé klofinn. Flokkurinn mun mæta sterkur og samstiga til kosninga. Á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur í gær var mjög góð stemmning.“Ekki verið rætt að Lilja taki við formennsku Talandi um þann fund, þá virðist hafa verið stemmning fyrir því að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður, taki við formennsku. Guðfinna segir hins vegar að enginn hafi verið að tala um það. En, er það eitthvað sem kemur til álita í hennar huga? „Ég tel að það sé engin ástæða til þess að skipta um forystu fyrir kosningarnar.“ Guðfinna studdi Sigmund Davíð eindregið í formannsslag en telur þó ekki vert að skipta um forystu fyrir komandi kosningar. „Núna á flokkurinn að einbeita sér að kosningunum og þeim málum sem flokkurinn ætlar sér að berjast fyrir.“Ég skil þig svo að þú teljir að Sigmundur Davíð eigi að una niðurstöðu formannskosninganna? „Ég hef ekki orðið vör við neitt annað en það að flokksmenn séu sammála um að forystan verði óbreytt í kosningunum.“Áhersla lögð á kjör þeirra sem höllustum fæti standa Í nýrri könnun fréttastofu 365, sem birtist í morgun, kemur fram að Framsóknarflokkurinn nýtur rösklega 10 prósenta fylgis. Guðfinna segist hingað til ekki hafa misst svefn yfir skoðanakönnunum. En, hver verður sérstaða Framsóknarflokksins í kosningunum? „Við erum þessa dagana að undirbúa stefnumálin en áhersla verður lögð á að bæta kjör þeirra sem standa höllustum fæti í þjóðfélaginu.“ Guðfinna segir að það muni skýrast á allra næstu dögum hvort hún muni leiða lista á Reykjavík norður, en Framsóknarflokkurinn er ekki með neinn þingmann þar sem stendur. Guðfinna segir auðvitað að stefnt verði að því að breyta því.Óvissa í borginniEn, nú er flokkurinn í uppnámi í borginni, Sveinbjörg búin að segja sig úr flokknum og sveitarstjórnarkosningar á næsta leyti. Hvernig standa þau mál? Er ekki vont að hverfa af þeim vettvangi við slíkan glundroða? „Í borgarmálahópi Framsóknar er 30-40 manns sem er mjög samstæður og góður hópur. Það kemur alltaf maður í manns stað.“ Guðfinna segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hver mun leiða flokkinn í borginni.
Kosningar 2017 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira