Gubbað á ganginum og klósettpappírinn kláraðist Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2017 08:13 Um er að ræða tvær vélar frá kanadíska flugfélaginu Air Transat. Vísir/Getty Flugmálayfirvöld í Kanada hafa hafið rannsókn á tveimur „ömurlegum“ flugferðum félagsins Air Transat eftir að farþegar hringdu ítrekað í neyðarlínuna. Þeim hafi liðið eins og „farangri“ þegar flugvélarnar tvær stóðu hreyfingarlausar í um fimm klukkustundir á flugvellinum í Ottawa þann 31. júlí síðastliðinn. Klósettpappírinn hafi klárast og lyktin verið óbærileg þegar kastað var upp á gangi annarrar vélarinnar. Vélarnar tvær voru á leið frá Brussel og Róm og til stóð að fljúga þeim til Montreal og Toronto í Kanada. Vegna slæmra veðurskilyrða var þeim þess í stað beint til Ottawa ásamt 18 vélum annarra flugfélaga. Farþegum vélanna tveggja var ekki hleypt frá borði og biðu þeir því í vélinni í rúmar fimm klukkustundir, án loftræstingar, matar og drykkja, áður en ferðinni var haldið áfram. Talsmenn Air Transat segja í samtali við BBC að margir þættir hafi spilað inn í. Til að mynda hafi tekið langa tíma að fylla eldsneytistank vélarinnar. Margar aðrar vélar hafi verið á vellinum á sama tíma og því hafi ekki verið talið hægt að hleypa farþegum frá borði með öruggum hætti.No air. They are looking for who called 911 after 5 hours of suffocation @airtransat #passengerrights pic.twitter.com/7Am5kBUkBi— Brice de Schietere (@BriceBxl) August 1, 2017 Áhöfn vélarinnar hafi að sama skapi fullvissað stjórnendur félagsins um að aðstæður í vélinni hafi verið ágætar, hitastigið sæmilegt og að farþegar hefðu haft aðgang að hressingu. Farþegarnir draga þó upp allt aðra mynd af ástandinu í vélinni. Örvænting hafi gripið um sig meðal farþeganna og ekki hafi bætt úr skák að fá svör fengust frá áhöfn vélarinnar. Margir farþegar sögðust í samtali við rannsóknarnefnd flugmálayfirvalda að litið hafi verið á þá sem „farangur.“ Par sem flaug með vélinni segir að upphaflega hafi þeim verið tjáð að seinkunin yrði ekki meiri en 45 mínútur. Í fimm klukkustundir hafi þau hins vegar beðið svöng og þyrst eftir frekari upplýsingum. Klósettpappírinn hafi klárast og að lítill strákur hafi kastað upp á gangi vélarinnar. Lyktin hafi verið óbærileg. Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir. Fréttir af flugi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Flugmálayfirvöld í Kanada hafa hafið rannsókn á tveimur „ömurlegum“ flugferðum félagsins Air Transat eftir að farþegar hringdu ítrekað í neyðarlínuna. Þeim hafi liðið eins og „farangri“ þegar flugvélarnar tvær stóðu hreyfingarlausar í um fimm klukkustundir á flugvellinum í Ottawa þann 31. júlí síðastliðinn. Klósettpappírinn hafi klárast og lyktin verið óbærileg þegar kastað var upp á gangi annarrar vélarinnar. Vélarnar tvær voru á leið frá Brussel og Róm og til stóð að fljúga þeim til Montreal og Toronto í Kanada. Vegna slæmra veðurskilyrða var þeim þess í stað beint til Ottawa ásamt 18 vélum annarra flugfélaga. Farþegum vélanna tveggja var ekki hleypt frá borði og biðu þeir því í vélinni í rúmar fimm klukkustundir, án loftræstingar, matar og drykkja, áður en ferðinni var haldið áfram. Talsmenn Air Transat segja í samtali við BBC að margir þættir hafi spilað inn í. Til að mynda hafi tekið langa tíma að fylla eldsneytistank vélarinnar. Margar aðrar vélar hafi verið á vellinum á sama tíma og því hafi ekki verið talið hægt að hleypa farþegum frá borði með öruggum hætti.No air. They are looking for who called 911 after 5 hours of suffocation @airtransat #passengerrights pic.twitter.com/7Am5kBUkBi— Brice de Schietere (@BriceBxl) August 1, 2017 Áhöfn vélarinnar hafi að sama skapi fullvissað stjórnendur félagsins um að aðstæður í vélinni hafi verið ágætar, hitastigið sæmilegt og að farþegar hefðu haft aðgang að hressingu. Farþegarnir draga þó upp allt aðra mynd af ástandinu í vélinni. Örvænting hafi gripið um sig meðal farþeganna og ekki hafi bætt úr skák að fá svör fengust frá áhöfn vélarinnar. Margir farþegar sögðust í samtali við rannsóknarnefnd flugmálayfirvalda að litið hafi verið á þá sem „farangur.“ Par sem flaug með vélinni segir að upphaflega hafi þeim verið tjáð að seinkunin yrði ekki meiri en 45 mínútur. Í fimm klukkustundir hafi þau hins vegar beðið svöng og þyrst eftir frekari upplýsingum. Klósettpappírinn hafi klárast og að lítill strákur hafi kastað upp á gangi vélarinnar. Lyktin hafi verið óbærileg. Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir.
Fréttir af flugi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira