Arnór Ingvi: Höfum farið yfir hversu heppnir við vorum Anton Ingi Leifsson skrifar 1. september 2017 13:00 Arnór Ingvi er spenntur fyrir leiknum í Finnlandi. vísir/getty Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að ekkert vanmet sé í íslenska hópnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar, en Króatía og Ísland eru á toppi I-riðils bæði með 13 stig. Finnarnir eru í næst neðsta sæti riðilsins með eitt stig. „Þetta var mjög erfið síðast. Þeir eru mjög sterkir og sterkari en fólk gerir sér grein fyrir," sagði Arnór Ingvi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Fréttablaðsins og Vísis, á æfingu landsliðsins í gær. „Þeir eru mjög góðir í fótbolta og spila hjá mjög sterkum félagsliðum. Ég býst við mjög erfiðum leik gegn Finnunum." Ísland vann dramatískan sigur í fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli sem endaði með 3-2 sigri okkar manna, en þar komu tvö mörk í uppbótartíma. „Auðvitað væri maður til í að þetta yrði þægilegt, en við vitum að þetta verður ekki svo. Þeir munu setja pressu á okkur og munu taka hart á okkur. Þetta er aftast í hausnum á þeim fyrri leikurinn." „Við höfum alveg farið yfir hversu heppnir við vorum síðast, en aftur á móti þá erum við mjög sterkir í þessum föstu leikatriðum. Þeir hafa bætt við sig leikmönnum sem eru hærri í loftinu svo þetta situr í þeim." Arnór Ingvi gekk í sumar í raðir AEK Aþenu í Grikklandi, en hann kom þaðan á láni frá Rapid Wien. Keflvíkingnum líkar vel þar. „Mér líður mjög vel í Grikklandi. Lífið er mjög gott og það er gott að vera þarna, en svo er maður að kynnast fótboltanum aðeins betur." „Þetta er nýtt fyrir manni og það eru tveir til þrír í samkeppni um hverja stöðu. Þetta er stór hópur og maður er að koma meira og meira inn í þetta." „Ég er hugsaður sem alls staðar í kringum framherjann. Það er bara að leggja hart að sér og sjá hvað þjálfarinn vill nota mann í." Grikkirnir eru þekktir fyrir mikla ástríðu á pöllunum og Arnór segist strax vera búinn að taka eftir því. „Þeir er blóðheitir og það fer ekkert framhjá neinum. Maður sá það strax þegar maður mætti á flugvellinum að þeir eru blóðheitir. Þú getur verið kóngurinn einn dag og lúserinn þann næsta," sagði Arnór Ingvi að lokum í Finnlandi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00 Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að ekkert vanmet sé í íslenska hópnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar, en Króatía og Ísland eru á toppi I-riðils bæði með 13 stig. Finnarnir eru í næst neðsta sæti riðilsins með eitt stig. „Þetta var mjög erfið síðast. Þeir eru mjög sterkir og sterkari en fólk gerir sér grein fyrir," sagði Arnór Ingvi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Fréttablaðsins og Vísis, á æfingu landsliðsins í gær. „Þeir eru mjög góðir í fótbolta og spila hjá mjög sterkum félagsliðum. Ég býst við mjög erfiðum leik gegn Finnunum." Ísland vann dramatískan sigur í fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli sem endaði með 3-2 sigri okkar manna, en þar komu tvö mörk í uppbótartíma. „Auðvitað væri maður til í að þetta yrði þægilegt, en við vitum að þetta verður ekki svo. Þeir munu setja pressu á okkur og munu taka hart á okkur. Þetta er aftast í hausnum á þeim fyrri leikurinn." „Við höfum alveg farið yfir hversu heppnir við vorum síðast, en aftur á móti þá erum við mjög sterkir í þessum föstu leikatriðum. Þeir hafa bætt við sig leikmönnum sem eru hærri í loftinu svo þetta situr í þeim." Arnór Ingvi gekk í sumar í raðir AEK Aþenu í Grikklandi, en hann kom þaðan á láni frá Rapid Wien. Keflvíkingnum líkar vel þar. „Mér líður mjög vel í Grikklandi. Lífið er mjög gott og það er gott að vera þarna, en svo er maður að kynnast fótboltanum aðeins betur." „Þetta er nýtt fyrir manni og það eru tveir til þrír í samkeppni um hverja stöðu. Þetta er stór hópur og maður er að koma meira og meira inn í þetta." „Ég er hugsaður sem alls staðar í kringum framherjann. Það er bara að leggja hart að sér og sjá hvað þjálfarinn vill nota mann í." Grikkirnir eru þekktir fyrir mikla ástríðu á pöllunum og Arnór segist strax vera búinn að taka eftir því. „Þeir er blóðheitir og það fer ekkert framhjá neinum. Maður sá það strax þegar maður mætti á flugvellinum að þeir eru blóðheitir. Þú getur verið kóngurinn einn dag og lúserinn þann næsta," sagði Arnór Ingvi að lokum í Finnlandi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00 Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00
Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58
Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00