Segir húsbílaferðamenn eyða meiru og dvelja lengur en aðrir ferðamenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2017 10:44 Umræðu um ferðavenjur þeirra sem ferðast um á svokölluðum "campers" bílum skýtur reglulega upp kollinum. Ferðamenn sem ferðast um Ísland á húsbílum eða svokölluðum „campers“ greiða hærri skatta og skilja eftir sig meira í tekjum við kaup á mat eða þjónustu en aðrir ferðamenn að mati Steinar Lárs, forsvarsmanns Kúkú Campers. Þetta kemur fram í grein sem Steinar skrifaði í Fréttablaðið í gær sem ber yfirskriftina „Húsbílar frá helvíti?“. Þar bendir hann á að viðskiptavinir húsbílaleiga séu um fjögur prósent af heildarfjölda ferðamanna sem áætlað er að komi hingað til lands á árinu. Segir hann að meðalleigutími þeirra sem leigi bílaleigubíl sé 3,7 dagar en þeir sem taki húsbíl á leigu dvelji hér að meðaltali í 7,7 daga að meðaltali. Þá bendir Steinar á að virðisaukaskattur á húsbílaleigur sé 24 prósent, en sami skattur á önnur gistiúrræði sé ellefu prósent. Umræða um húsbílaleigur og þá ferðamenn sem nýta sér húsbílana hefur skotið upp í fjölmiðlum reglulega undanfarin ár. Hafa margir gagnrýnt markaðssetningu þessara fyrirtækja og bent á þá upplifun sína að ferðamenn sem taki húsbíla á leigu eigi það til að koma sér hjá því að gista á viðurkenndum gististöðum. Athygli vakti til að mynda á síðasta ári þegar ferðaþjónustuaðilar á Egilsstöðum létu framleiða dreifimiða ætluðum húsbílaferðamönnum þar sem sérstök athygli var vakin á því að ekki væri í lagi að stoppa hvar sem er og gista.Margir ferðamenn velja að ferðast um landið á sendiferðabílum.V'isir/VilhelmTekjurnar nægar til að reka vegakerfið Í grein sinni segir Steinar Lár að miðað umfjöllun íslenskra fjölmiðla um húsbíla á undanförnum ára mætti ætla að þessir ferðamenn valdi miklum usla í íslensku samfélagi, sú sé hins vegar ekki raunin. „Þeir ferðamenn sem ferðast og dvelja í húsbílum dreifast um landið allt og skapa því minni hættu á að viðkvæm svæði verði undir átroðningi og skemmdum. Með góðri dreifingu ferðamanna dreifast einnig mikilvægar tekjur til fáfarinna viðkomustaða sem bjóða ekki upp á aðra gistimöguleika,“ skrifar Steinar Lár. Þá bendir hann á að húsbílaleiga sé dýr ferðamáti fyrir ferðamenn, dýrari en að taka hefðbundin bíl á leigu, auk þess sem að umsagnir erlendra ferðamanna á netinu gefi til kynna að þeir séu mjög ánægðir með upplifun sína á Íslandi. „Að ofangreindu gefnu má færa fyrir því haldbær rök að ferðamenn sem ferðast á húsbílum séu verðmætir ferðamenn. Þeir dvelji hér lengur og skilji meira eftir sig í tekjum við kaup á mat og þjónustu. Þeir greiða hærri skatta, dreifast betur og eru umfram allt mjög ánægðari með dvöl sína á Íslandi,“ skrifar Steinar Lár. Segir hann að áætlað sé að heildartekjur húsbílaleigna á ársgrundvelli á Íslandi séu um fimm milljarðar króna í hreinum gjaldeyri á líðandi ári. Bendir hann á í samanburði að heildarframlag ríkisins til Vegagerðarinnar séu 5,9 milljarðar.„Gætu því þessi 4% ferðamanna sem sækja Ísland heim og nýta sér þennan ferðamáta t.a.m. rekið vegakerfið okkar nánast í heild sinni. Því er óhætt að segja að þessi starfsemi og þær tekjur sem henni fylgja séu samfélaginu okkar mikilvægar.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23 Húsbílar frá helvíti? Af umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um húsbíla undanfarin ár mætti ætla að ferðamenn þessir séu að valda miklum usla í íslensku samfélagi. Í því samhengi er vert að skoða nokkrar staðreyndir um þessa tegund ferðamennsku. Af þeim 26.000 bílaleigubifreiðum sem skráðar eru hér á landi eru um 1.200 húsbílar eða um 4,6%. 31. ágúst 2017 07:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Egilsstaðabúar geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar. 2. júní 2016 13:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Ferðamenn sem ferðast um Ísland á húsbílum eða svokölluðum „campers“ greiða hærri skatta og skilja eftir sig meira í tekjum við kaup á mat eða þjónustu en aðrir ferðamenn að mati Steinar Lárs, forsvarsmanns Kúkú Campers. Þetta kemur fram í grein sem Steinar skrifaði í Fréttablaðið í gær sem ber yfirskriftina „Húsbílar frá helvíti?“. Þar bendir hann á að viðskiptavinir húsbílaleiga séu um fjögur prósent af heildarfjölda ferðamanna sem áætlað er að komi hingað til lands á árinu. Segir hann að meðalleigutími þeirra sem leigi bílaleigubíl sé 3,7 dagar en þeir sem taki húsbíl á leigu dvelji hér að meðaltali í 7,7 daga að meðaltali. Þá bendir Steinar á að virðisaukaskattur á húsbílaleigur sé 24 prósent, en sami skattur á önnur gistiúrræði sé ellefu prósent. Umræða um húsbílaleigur og þá ferðamenn sem nýta sér húsbílana hefur skotið upp í fjölmiðlum reglulega undanfarin ár. Hafa margir gagnrýnt markaðssetningu þessara fyrirtækja og bent á þá upplifun sína að ferðamenn sem taki húsbíla á leigu eigi það til að koma sér hjá því að gista á viðurkenndum gististöðum. Athygli vakti til að mynda á síðasta ári þegar ferðaþjónustuaðilar á Egilsstöðum létu framleiða dreifimiða ætluðum húsbílaferðamönnum þar sem sérstök athygli var vakin á því að ekki væri í lagi að stoppa hvar sem er og gista.Margir ferðamenn velja að ferðast um landið á sendiferðabílum.V'isir/VilhelmTekjurnar nægar til að reka vegakerfið Í grein sinni segir Steinar Lár að miðað umfjöllun íslenskra fjölmiðla um húsbíla á undanförnum ára mætti ætla að þessir ferðamenn valdi miklum usla í íslensku samfélagi, sú sé hins vegar ekki raunin. „Þeir ferðamenn sem ferðast og dvelja í húsbílum dreifast um landið allt og skapa því minni hættu á að viðkvæm svæði verði undir átroðningi og skemmdum. Með góðri dreifingu ferðamanna dreifast einnig mikilvægar tekjur til fáfarinna viðkomustaða sem bjóða ekki upp á aðra gistimöguleika,“ skrifar Steinar Lár. Þá bendir hann á að húsbílaleiga sé dýr ferðamáti fyrir ferðamenn, dýrari en að taka hefðbundin bíl á leigu, auk þess sem að umsagnir erlendra ferðamanna á netinu gefi til kynna að þeir séu mjög ánægðir með upplifun sína á Íslandi. „Að ofangreindu gefnu má færa fyrir því haldbær rök að ferðamenn sem ferðast á húsbílum séu verðmætir ferðamenn. Þeir dvelji hér lengur og skilji meira eftir sig í tekjum við kaup á mat og þjónustu. Þeir greiða hærri skatta, dreifast betur og eru umfram allt mjög ánægðari með dvöl sína á Íslandi,“ skrifar Steinar Lár. Segir hann að áætlað sé að heildartekjur húsbílaleigna á ársgrundvelli á Íslandi séu um fimm milljarðar króna í hreinum gjaldeyri á líðandi ári. Bendir hann á í samanburði að heildarframlag ríkisins til Vegagerðarinnar séu 5,9 milljarðar.„Gætu því þessi 4% ferðamanna sem sækja Ísland heim og nýta sér þennan ferðamáta t.a.m. rekið vegakerfið okkar nánast í heild sinni. Því er óhætt að segja að þessi starfsemi og þær tekjur sem henni fylgja séu samfélaginu okkar mikilvægar.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23 Húsbílar frá helvíti? Af umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um húsbíla undanfarin ár mætti ætla að ferðamenn þessir séu að valda miklum usla í íslensku samfélagi. Í því samhengi er vert að skoða nokkrar staðreyndir um þessa tegund ferðamennsku. Af þeim 26.000 bílaleigubifreiðum sem skráðar eru hér á landi eru um 1.200 húsbílar eða um 4,6%. 31. ágúst 2017 07:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Egilsstaðabúar geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar. 2. júní 2016 13:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40
Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00
Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23
Húsbílar frá helvíti? Af umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum um húsbíla undanfarin ár mætti ætla að ferðamenn þessir séu að valda miklum usla í íslensku samfélagi. Í því samhengi er vert að skoða nokkrar staðreyndir um þessa tegund ferðamennsku. Af þeim 26.000 bílaleigubifreiðum sem skráðar eru hér á landi eru um 1.200 húsbílar eða um 4,6%. 31. ágúst 2017 07:00
Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48
Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Egilsstaðabúar geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar. 2. júní 2016 13:30