Innlent

Ljósanótt nær hámarki í dag

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Mörg hundruð manns söfnuðust saman við Smábátahöfnina í gær til þess að gæða sér á kjötsúpu.
Mörg hundruð manns söfnuðust saman við Smábátahöfnina í gær til þess að gæða sér á kjötsúpu. Svanhildur Eiríksdóttir

Menningarhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ nær hámarki í dag en fjölbreytt dagskrá verður um allan bæ fram eftir degi.



Mörg hundruð manns söfnuðust saman við Smábátahöfnina gær til þess að gæða sér á kjötsúpu og hlusta á tónlist. Bryggjuballið er alltaf meðal vinsælustu dagskrárliða á föstudegi Ljósanæturhátíðar í Reykjanesbæ að sögn skipuleggjenda.



Hið svokallaða Bæjarstjórnarband gaf tóninn á Bryggjuballinu í gær. Ungir tónlistarmenn fá gjarnan að spreyta sig á Bryggjuballinu og slík var raunin í gær. Þá steig Eyþór Ingi einnig á svið.



Heimatónleikarnir, Heima í gamla bænum, slógu í gegn í gærkvöldi að sögn skipuleggjenda en átta tónlistarmenn komu fram á sex heimilum.



Öllu tjaldað til í kvöld

Klukkan hálf tvö í dag verður Árgangagangan niður Hafnargötu að hátíðarsvæði. Spilar lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar undir. 



Dagskráin nær hámarki með stórtónleikum á stóra sviðinu. Hefjast tónleikarnir klukkan hálf níu og er flugeldasýning að tónleikum loknum. 



Dagskrána má lesa í heild á vefnum https://www.ljosanott.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×