Lewis Hamilton á ráspól á Monza Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. september 2017 15:29 Lewis Hamilton á Mercedes var lang fljótastur í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól á morgun. Hann eignaði sér metið um fjölda ráspóla á ferlinum og er nú einn með 69. Lance Stroll á Williams verður við hlið Hamilton eftir ótrúlegan endi á maraþon tímatöku sem tók næstum 4 klukkustundir að klára. Red Bull menn voru í öðru og þriðja sæti en þurfa að taka út refsingu og Stroll verður því annar og Esteban Ocon þriðji á Force India á morgun. Tímatakan fór fram á blautri Monza brautinni. Það hafði ekki rignt á brautinni síðan í júlí.Fyrsta lota Romain Grosjean á Haas féll úr leik þegar hann missti bílinn upp spól á beinum kafla. Tímatakan var stöðvuð þegar 13 mínútur og 31 sekúnda var eftir af fyrstu lotu. Grosjean hafði kvartað yfir því að tímatakan var ræst í þessum aðstæðum. Það var mikið bleyta á brautinni. Grosjean var hins vegar á um 50 km/klst meiri hraða en flestir aðrir sem fóru þarna í gegn. Grosjean mistókst að lesa aðstæður. „Ég get ekki sagt mikið þegar ég er á beinum kafla og flýt upp. Bíllinn bara varð stjórnlaus. Við hefðum aldrei átt að fara af stað út á brautina, aðstæður voru ekki boðlegar,“ sagði Grosjean eftir að hann féll úr leik í tímatökunni. Tímatökunni var frestað um tvær klukkustundir og 40 mínútur. Allir ökumenn komu út á regndekkjum. Vettel og Fernando Alosno voru fyrstir til að skipta yfir á mill-regndekk. Aðrir fylgdu svo í kjölfarið. Í fyrstu lotu féllu út: Sauber ökumennirnir, Haas ökumennirnir og Jolyon Palmer á Renault. Bottas var fljótastur en Hamilton annar. Sebastian Vettel gat ekki gefið aðdáendum Ferrari mikið til að gleðjast yfir í dag.Vísir/GettyÖnnur lota Það var mismunandi á hvaða dekkjum ökumenn hófu aðra lotuna á. Það var um það bil skipt til helminga hvort menn voru á milli-regndekkjum eða grófari regndekkjum. Þegar á leið fór brautin að þrona og ökumenn að setja hraðari tíma á hverjum hring. Almennt skiptu ökumenn yfir á milli-regndekkin. Þeir sem féllu út í annarri lotu voru: Sergio Perez á Force India, Nico Hulkenberg á Renault, Fernando Alonso á McLaren og Toro Rosso ökumenn.Þriðja lota Brautin tók að blotna aftur enda fór að rigna. Þeir sem lögðu af stað á milli-regndekkjum komu inn til að taka grófari regndekk. Aðstæður á brautinni bötnuðu hratt og hraðasti tíminn batnaði með næstum hverjum ökumanni sem lauk hring. Mikla breytingar urðu undir lokin en Hamilton stóð uppi sem hraðasti maður dagsins.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Spennan var yfirþyrmandi á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvikin í belgíska kappakstrinum sem fram fór á Spa í dag. 27. ágúst 2017 15:15 Bílskúrinn: Baráttan harðnaði í Belgíu Lewis Hamilton vann belgíska kappaksturinn um helgina. Með því saxaði hann forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður um helming. 30. ágúst 2017 10:30 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum á Monza Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Monza brautinni. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas varð annar á fyrri æfingunni og fljótastur á þeirri seinni. 1. september 2017 17:15 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól á morgun. Hann eignaði sér metið um fjölda ráspóla á ferlinum og er nú einn með 69. Lance Stroll á Williams verður við hlið Hamilton eftir ótrúlegan endi á maraþon tímatöku sem tók næstum 4 klukkustundir að klára. Red Bull menn voru í öðru og þriðja sæti en þurfa að taka út refsingu og Stroll verður því annar og Esteban Ocon þriðji á Force India á morgun. Tímatakan fór fram á blautri Monza brautinni. Það hafði ekki rignt á brautinni síðan í júlí.Fyrsta lota Romain Grosjean á Haas féll úr leik þegar hann missti bílinn upp spól á beinum kafla. Tímatakan var stöðvuð þegar 13 mínútur og 31 sekúnda var eftir af fyrstu lotu. Grosjean hafði kvartað yfir því að tímatakan var ræst í þessum aðstæðum. Það var mikið bleyta á brautinni. Grosjean var hins vegar á um 50 km/klst meiri hraða en flestir aðrir sem fóru þarna í gegn. Grosjean mistókst að lesa aðstæður. „Ég get ekki sagt mikið þegar ég er á beinum kafla og flýt upp. Bíllinn bara varð stjórnlaus. Við hefðum aldrei átt að fara af stað út á brautina, aðstæður voru ekki boðlegar,“ sagði Grosjean eftir að hann féll úr leik í tímatökunni. Tímatökunni var frestað um tvær klukkustundir og 40 mínútur. Allir ökumenn komu út á regndekkjum. Vettel og Fernando Alosno voru fyrstir til að skipta yfir á mill-regndekk. Aðrir fylgdu svo í kjölfarið. Í fyrstu lotu féllu út: Sauber ökumennirnir, Haas ökumennirnir og Jolyon Palmer á Renault. Bottas var fljótastur en Hamilton annar. Sebastian Vettel gat ekki gefið aðdáendum Ferrari mikið til að gleðjast yfir í dag.Vísir/GettyÖnnur lota Það var mismunandi á hvaða dekkjum ökumenn hófu aðra lotuna á. Það var um það bil skipt til helminga hvort menn voru á milli-regndekkjum eða grófari regndekkjum. Þegar á leið fór brautin að þrona og ökumenn að setja hraðari tíma á hverjum hring. Almennt skiptu ökumenn yfir á milli-regndekkin. Þeir sem féllu út í annarri lotu voru: Sergio Perez á Force India, Nico Hulkenberg á Renault, Fernando Alonso á McLaren og Toro Rosso ökumenn.Þriðja lota Brautin tók að blotna aftur enda fór að rigna. Þeir sem lögðu af stað á milli-regndekkjum komu inn til að taka grófari regndekk. Aðstæður á brautinni bötnuðu hratt og hraðasti tíminn batnaði með næstum hverjum ökumanni sem lauk hring. Mikla breytingar urðu undir lokin en Hamilton stóð uppi sem hraðasti maður dagsins.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Spennan var yfirþyrmandi á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvikin í belgíska kappakstrinum sem fram fór á Spa í dag. 27. ágúst 2017 15:15 Bílskúrinn: Baráttan harðnaði í Belgíu Lewis Hamilton vann belgíska kappaksturinn um helgina. Með því saxaði hann forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður um helming. 30. ágúst 2017 10:30 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum á Monza Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Monza brautinni. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas varð annar á fyrri æfingunni og fljótastur á þeirri seinni. 1. september 2017 17:15 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Spennan var yfirþyrmandi á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvikin í belgíska kappakstrinum sem fram fór á Spa í dag. 27. ágúst 2017 15:15
Bílskúrinn: Baráttan harðnaði í Belgíu Lewis Hamilton vann belgíska kappaksturinn um helgina. Með því saxaði hann forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður um helming. 30. ágúst 2017 10:30
Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum á Monza Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Monza brautinni. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas varð annar á fyrri æfingunni og fljótastur á þeirri seinni. 1. september 2017 17:15