Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 17:16 Forsetahjónin eru nú komin til Houston í Texas-ríki en þau sjást hér stíga út úr flugvél sinni fyrr í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti er mættur aftur til Houston í Texas-ríki í Bandaríkjunum með það að markmiði að hitta fyrir fórnarlömb Harveys, fellibylsins sem gekk á land í Bandaríkjunum í vikunni og olli skelfilegri eyðileggingu. Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. Forsetafrúin Melania Trump er með í för en í frétt breska dagblaðsins The Guardian eru aðstoðarmenn í Hvíta húsinu sagðir binda vonir við að í þetta skiptið verði heimsókn forsetans laus við öll glappaskot.Í tístinu hér að neðan, sem birt var á Twitter-reikningi forsetans, má sjá Donald og Melaniu Trump stíga út úr flugvél sinni í Houston í dag.TEXAS: We are with you today, we are with you tomorrow, and we will be with you EVERY SINGLE DAY AFTER, to restore, recover, and REBUILD! pic.twitter.com/p1Fh8jmmFA— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 2, 2017 Trump var gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við hörmungunum í Texas fyrr í vikunni þegar hann ávarpaði hóp fólks sem glímdi við eftirköst Harveys. Þar greip hann til málflutnings, sem minnti um margt á þann sem hann beitti í kosningabaráttu sinni í fyrra, og nefndi sérstaklega mannfjöldann sem saman var kominn til að hlusta á sig. Í gær sendi Trump Bandaríkjaþingi beiðni um 14,5 milljarða Bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingarinnar í Texas og Louisiana. 7,8 milljarðar af þeirri upphæð, eða um 822 milljarðar íslenskra króna, verða leystir út til hjálparstarfs á næstu dögum en restin í lok mánaðar. Talið er að minnst 47 manns séu látnir vegna Harveys og þá dvelja 43 þúsund manns í neyðarskýlum. Einhverjir hafa fengið að snúa aftur til síns heima en enn eru mikil flóð á nokkrum svæðum. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Eyðilegging og dauði blasir við eftir Harvey Björgunarmenn fara nú um hverfi Houston, sem mörg eru enn að hluta til undir vatni, og leita að fórnarlömbum fellibylsins Harvey. 1. september 2017 15:42 Trump styrkir hjálparsamtök um eina milljón Bandaríkjadala vegna Harvey Fellibylurinn Harvey hefur valdið gríðarlegu tjóni í Texas-ríki í Bandaríkjunum síðustu vikuna. 31. ágúst 2017 23:30 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Úr pinnahælum í strigaskó Forsetafrúin Melania Trump harðlega gagnrýnd fyrir skóval sitt á dögunum 30. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er mættur aftur til Houston í Texas-ríki í Bandaríkjunum með það að markmiði að hitta fyrir fórnarlömb Harveys, fellibylsins sem gekk á land í Bandaríkjunum í vikunni og olli skelfilegri eyðileggingu. Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. Forsetafrúin Melania Trump er með í för en í frétt breska dagblaðsins The Guardian eru aðstoðarmenn í Hvíta húsinu sagðir binda vonir við að í þetta skiptið verði heimsókn forsetans laus við öll glappaskot.Í tístinu hér að neðan, sem birt var á Twitter-reikningi forsetans, má sjá Donald og Melaniu Trump stíga út úr flugvél sinni í Houston í dag.TEXAS: We are with you today, we are with you tomorrow, and we will be with you EVERY SINGLE DAY AFTER, to restore, recover, and REBUILD! pic.twitter.com/p1Fh8jmmFA— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 2, 2017 Trump var gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við hörmungunum í Texas fyrr í vikunni þegar hann ávarpaði hóp fólks sem glímdi við eftirköst Harveys. Þar greip hann til málflutnings, sem minnti um margt á þann sem hann beitti í kosningabaráttu sinni í fyrra, og nefndi sérstaklega mannfjöldann sem saman var kominn til að hlusta á sig. Í gær sendi Trump Bandaríkjaþingi beiðni um 14,5 milljarða Bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingarinnar í Texas og Louisiana. 7,8 milljarðar af þeirri upphæð, eða um 822 milljarðar íslenskra króna, verða leystir út til hjálparstarfs á næstu dögum en restin í lok mánaðar. Talið er að minnst 47 manns séu látnir vegna Harveys og þá dvelja 43 þúsund manns í neyðarskýlum. Einhverjir hafa fengið að snúa aftur til síns heima en enn eru mikil flóð á nokkrum svæðum.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Eyðilegging og dauði blasir við eftir Harvey Björgunarmenn fara nú um hverfi Houston, sem mörg eru enn að hluta til undir vatni, og leita að fórnarlömbum fellibylsins Harvey. 1. september 2017 15:42 Trump styrkir hjálparsamtök um eina milljón Bandaríkjadala vegna Harvey Fellibylurinn Harvey hefur valdið gríðarlegu tjóni í Texas-ríki í Bandaríkjunum síðustu vikuna. 31. ágúst 2017 23:30 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Úr pinnahælum í strigaskó Forsetafrúin Melania Trump harðlega gagnrýnd fyrir skóval sitt á dögunum 30. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Eyðilegging og dauði blasir við eftir Harvey Björgunarmenn fara nú um hverfi Houston, sem mörg eru enn að hluta til undir vatni, og leita að fórnarlömbum fellibylsins Harvey. 1. september 2017 15:42
Trump styrkir hjálparsamtök um eina milljón Bandaríkjadala vegna Harvey Fellibylurinn Harvey hefur valdið gríðarlegu tjóni í Texas-ríki í Bandaríkjunum síðustu vikuna. 31. ágúst 2017 23:30
Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00
Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00
7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12
Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44
Úr pinnahælum í strigaskó Forsetafrúin Melania Trump harðlega gagnrýnd fyrir skóval sitt á dögunum 30. ágúst 2017 20:00