Fjórum bjargað úr Krossá: „Á endanum verður mjög stórt slys“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 20:30 Fjórir voru í bílnum sem festist í ánni en öllum var komið á land heilu og höldnu. Skjáskot Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar illa búinn bíll með fjóra farþega innanborðs festist í Krossá í dag. Leiðsögumaður, sem staddur var við ána í dag og tók þátt í björgunaraðgerðum, segir atvikið hluta af stóru vandamáli á fjallvegum landsins sem bílaleigur þurfi að taka harðar á. Þá segir hann aðeins tímaspursmál að alvarlegt slys verði við sambærilegar aðstæður.Gísli Magnús Garðarsson leiðsögumaður.Gísli Magnús GarðarssonGerðu allt vitlaust sem hægt var að gera vitlaust Gísli Magnús Garðarsson starfar sem leiðsögumaður á svæðinu. Hann birti myndband á Facebook-síðu sinni í dag af því þegar fjórum farþegum bíls, sem keyrt hafði verið út í Krossá, var bjargað. Um var að ræða vaðið yfir ána sem leiðir að Húsadal. „Þetta var hópur af fjórum ferðamönnum sem voru á leiðinni inn í Húsadal. Þau fóru ofan í ána á kolvitlausum stað á bíl sem átti ekki að fara ofan í ána,“ segir Gísli Magnús í samtali við Vísi. „Svo gerðu þau allt vitlaust sem þau gátu gert þarna ofan í ánni, þau beygðu upp á móti straumnum og straumurinn fer inn í vél og drepur á bílnum. Svo tekur straumurinn þau niður og bíllinn sekkur.“Flaut niður ána áður en honum var bjargað Gísli Magnús notar fjallajeppa við vinnu sína og stýrir jeppaferðum um svæðið. Hann var sjálfur að fara með hóp af fólki í eina slíka ferð þegar hann kom að fólkinu sem lent hafði í ógöngum í ánni. Hann segir fólkið hafa verið fjölskyldu, að öllum líkindum frá Póllandi. „Þá er trukkur á leiðinni en við bíðum þarna með þeim. Einn úr bílnum kemst í land, hann flaut reyndar alveg vel niður áður en ég náði að bjarga honum upp úr.“ Fólkinu var að lokum öllu bjargað á land og varð ekki meint af þó því hafi vissulega verið kalt. „Þau hlógu nú eiginlega bara að þessu, en voru auðvitað aðeins skelkuð þarna fyrst,“ segir Gísli Magnús.Bílaleigur verði að axla ábyrgð Gísli Magnús segir atvikið í dag hluta af stærra vandamáli. Töluvert sé um það að ferðamenn ferðist um fjallvegi og fari yfir ár á illa búnum bílum. „Leiðin inn í Þórsmörk er full af bílaleigubílum sem æða út í allt. Það skipir ekki máli hvort það sé Yaris eða stór, breyttur bíll. Svo fara þau bara í gegn og svo sér maður þegar maður kemur til baka að það eru bílar hér og þar, annað hvort með sprungin dekk eða hreinlega ónýtir.“Bíllinn var að lokum togaður upp úr ánni og á land.SkjáskotGísli Magnús segir enn fremur að ábyrgðin liggi að stórum hluta hjá bílaleigunum. „Persónulega finnst mér að bílaleigurnar eigi að taka harðar á þessu,“ segir Gísli Magnús sem veit þó ekki hvort bíll fólksins í dag hafi verið bílaleigubíll. „Þegar fólkið æðir svona út í ána, sérstaklega á bíl eins og þessum sem er algjör drusla, þá endar þetta illa. Á endanum verður mjög stórt slys.“Hér að neðan má sjá myndband Gísla Magnúsar af björgunaraðgerðum við Krossá í dag. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar illa búinn bíll með fjóra farþega innanborðs festist í Krossá í dag. Leiðsögumaður, sem staddur var við ána í dag og tók þátt í björgunaraðgerðum, segir atvikið hluta af stóru vandamáli á fjallvegum landsins sem bílaleigur þurfi að taka harðar á. Þá segir hann aðeins tímaspursmál að alvarlegt slys verði við sambærilegar aðstæður.Gísli Magnús Garðarsson leiðsögumaður.Gísli Magnús GarðarssonGerðu allt vitlaust sem hægt var að gera vitlaust Gísli Magnús Garðarsson starfar sem leiðsögumaður á svæðinu. Hann birti myndband á Facebook-síðu sinni í dag af því þegar fjórum farþegum bíls, sem keyrt hafði verið út í Krossá, var bjargað. Um var að ræða vaðið yfir ána sem leiðir að Húsadal. „Þetta var hópur af fjórum ferðamönnum sem voru á leiðinni inn í Húsadal. Þau fóru ofan í ána á kolvitlausum stað á bíl sem átti ekki að fara ofan í ána,“ segir Gísli Magnús í samtali við Vísi. „Svo gerðu þau allt vitlaust sem þau gátu gert þarna ofan í ánni, þau beygðu upp á móti straumnum og straumurinn fer inn í vél og drepur á bílnum. Svo tekur straumurinn þau niður og bíllinn sekkur.“Flaut niður ána áður en honum var bjargað Gísli Magnús notar fjallajeppa við vinnu sína og stýrir jeppaferðum um svæðið. Hann var sjálfur að fara með hóp af fólki í eina slíka ferð þegar hann kom að fólkinu sem lent hafði í ógöngum í ánni. Hann segir fólkið hafa verið fjölskyldu, að öllum líkindum frá Póllandi. „Þá er trukkur á leiðinni en við bíðum þarna með þeim. Einn úr bílnum kemst í land, hann flaut reyndar alveg vel niður áður en ég náði að bjarga honum upp úr.“ Fólkinu var að lokum öllu bjargað á land og varð ekki meint af þó því hafi vissulega verið kalt. „Þau hlógu nú eiginlega bara að þessu, en voru auðvitað aðeins skelkuð þarna fyrst,“ segir Gísli Magnús.Bílaleigur verði að axla ábyrgð Gísli Magnús segir atvikið í dag hluta af stærra vandamáli. Töluvert sé um það að ferðamenn ferðist um fjallvegi og fari yfir ár á illa búnum bílum. „Leiðin inn í Þórsmörk er full af bílaleigubílum sem æða út í allt. Það skipir ekki máli hvort það sé Yaris eða stór, breyttur bíll. Svo fara þau bara í gegn og svo sér maður þegar maður kemur til baka að það eru bílar hér og þar, annað hvort með sprungin dekk eða hreinlega ónýtir.“Bíllinn var að lokum togaður upp úr ánni og á land.SkjáskotGísli Magnús segir enn fremur að ábyrgðin liggi að stórum hluta hjá bílaleigunum. „Persónulega finnst mér að bílaleigurnar eigi að taka harðar á þessu,“ segir Gísli Magnús sem veit þó ekki hvort bíll fólksins í dag hafi verið bílaleigubíll. „Þegar fólkið æðir svona út í ána, sérstaklega á bíl eins og þessum sem er algjör drusla, þá endar þetta illa. Á endanum verður mjög stórt slys.“Hér að neðan má sjá myndband Gísla Magnúsar af björgunaraðgerðum við Krossá í dag.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira