Vísir greindi frá því í gær að óveðrið hefði náð styrkleika þriðja flokks fellibyljar en hann er nú skilgreindur sem annars flokks bylur. Fjölmiðlar vestanhafs vilja þó meina að enn gæti ógn stafað af Irmu og útiloka sérfræðingar ekki að hún sæki í sig veðrið á ný og nái vindhraða fellibyljarins Harveys.
Irma er í augnablikinu í um 3000 kílómetra fjarlægð frá ströndum Bandaríkjanna. Ekki er hægt að staðfesta með fullkominni vissu hvar, eða hvort, Irma kemur að landi en samkvæmt ECMF-spám kemur fellibylurinn til með að ferðast yfir Karíbahafið norðaustanvert og fikra sig svo norður meðfram austurströnd Bandaríkjanna.
Ef spár ganga eftir mun Irma skella á austurhluta Karíbahafs eftir helgi.
Please start prepping for #irma NOW. We don't know where it will hit yet and once we do, lines will be filled and supplies will be gone.
— AJ Amster (@amsteraj) September 2, 2017
#Irma is currently a category 2 hurricane with winds 110 mph. Irma is forecast to strengthen back into a major hurricane by Sunday. pic.twitter.com/wTVGQnqBXH
— NWS (@NWS) September 2, 2017