Fundu óvænt 75 gráða heitt vatn í Áshildarmýri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2017 21:16 Sumarbústaðaeigendur í Áshildarmýri á Skeiðum duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir létu bora eftir heitu vatn því þar fannst 75 gráðu heitt vatn mjög óvænt. Ástæðan er sú að svæðið hefur verið skilgreint sem kalt svæði. Bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða fundu heita vatnið með því að bora á réttum stað og finna réttu heitavatnssprunguna í landi Áshildarmýrar í Skeiða og Gnúpverjahreppi. „Vatnið er að koma inn eftir 500 metra og þetta er bara yndislegt. Að vera að vinna fyrir þetta fólk hérna er bara frábært, þannig að þetta hefur lukkast vel,“ segir Steinar Már Þórisson, borstjóri við Áshildarmýri.En hefur fundist heitt vatn áður á svæðinu?„Nei, hér hefur ekki verið heitt vatn áður. Það er önnu rhola hérna aðeins ofar í sveitinni og hún gaf ekkert en er borið niður í 1000, 1100 metra,“ segir Steinar Már og lætur afar vel af verkefninu.Komin með nóg vatn til að hita sýsluna Hynur Árnason og Sigríður Jóna Friðriksdóttir eiga 100 hektara land í Áshildarmýri þar sem þau eru með sumarbústað og selja sumarbústaðalóðir. Þau létu bora eftir vatninu. „Við fórum niður í 705 metra og fengum þá á milli 75 og 80 gráðu heitt vatn, sem er sjálfrennandi upp á 1,6 sekúndulítra,“ segir Hlynur Árnason, eigandi Áshildarmýrar. Rúnar Lárusson, sumarbústaðaeigandi í Áshildarmýri, segir heitavatnsfundinn gleðilegan fyrir sumarbústaðaeigendur á svæðinu. „Undanfarin ár höfum við kynt húsin okkar með rafmagni. Þetta er ástæðan fyrir því að við fórum að bora, að losna við þessa dýru kyndingu. Nú erum við komin með nóg vatn til að hita sýsluna liggur við, þetta er náttúrulega bara happdrætti.“ Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Sumarbústaðaeigendur í Áshildarmýri á Skeiðum duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir létu bora eftir heitu vatn því þar fannst 75 gráðu heitt vatn mjög óvænt. Ástæðan er sú að svæðið hefur verið skilgreint sem kalt svæði. Bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða fundu heita vatnið með því að bora á réttum stað og finna réttu heitavatnssprunguna í landi Áshildarmýrar í Skeiða og Gnúpverjahreppi. „Vatnið er að koma inn eftir 500 metra og þetta er bara yndislegt. Að vera að vinna fyrir þetta fólk hérna er bara frábært, þannig að þetta hefur lukkast vel,“ segir Steinar Már Þórisson, borstjóri við Áshildarmýri.En hefur fundist heitt vatn áður á svæðinu?„Nei, hér hefur ekki verið heitt vatn áður. Það er önnu rhola hérna aðeins ofar í sveitinni og hún gaf ekkert en er borið niður í 1000, 1100 metra,“ segir Steinar Már og lætur afar vel af verkefninu.Komin með nóg vatn til að hita sýsluna Hynur Árnason og Sigríður Jóna Friðriksdóttir eiga 100 hektara land í Áshildarmýri þar sem þau eru með sumarbústað og selja sumarbústaðalóðir. Þau létu bora eftir vatninu. „Við fórum niður í 705 metra og fengum þá á milli 75 og 80 gráðu heitt vatn, sem er sjálfrennandi upp á 1,6 sekúndulítra,“ segir Hlynur Árnason, eigandi Áshildarmýrar. Rúnar Lárusson, sumarbústaðaeigandi í Áshildarmýri, segir heitavatnsfundinn gleðilegan fyrir sumarbústaðaeigendur á svæðinu. „Undanfarin ár höfum við kynt húsin okkar með rafmagni. Þetta er ástæðan fyrir því að við fórum að bora, að losna við þessa dýru kyndingu. Nú erum við komin með nóg vatn til að hita sýsluna liggur við, þetta er náttúrulega bara happdrætti.“
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira