Faðmaði börn og hyllti neyðaraðstoð í Houston Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 22:15 Þetta er önnur heimsókn forsetahjónanna til Houston eftir að fellibylurinn gekk þar á land. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti hyllti neyðaraðstoð, sem unnið hefur verið að í kjölfar fellibylsins Harveys, í heimsókn sinni til Houston í Texas-ríki í dag. Hann, ásamt konu sinni Melaniu, heimsótti neyðarskýli og ræddi við fórnarlömb hamfaranna sem hafast þar við. BBC greinir frá. „Það er að rætast úr hlutunum,“ sagði Trump um neyðaraðstoðina er hann og eiginkona hans, Melania Trump, heimsóttu fórnarlömb Harveys og sjálfboðaliða í neyðarskýli í Houston nú í dag. Þetta er önnur heimsókn forsetahjónanna til Houston eftir að fellibylurinn gekk þar á land. Þau munu einnig koma við í Louisiana-ríki sem varð illa úti í hamförunum.Sjá einnig: Trump heimsækir hamfarasvæði á ný „Eins erfitt og þetta var þá hefur þetta verið dásamlegt,“ bætti Trump við. Trump-hjónin komu ekki við á hamfarasvæðunum sjálfum þegar þau heimsóttu Houston á þriðjudag. Forsetinn var í kjölfarið m.a. gagnrýndur fyrir að hitta engin fórnarlömb flóðanna miklu, sem valdið hafa mikilli eyðileggingu í borginni.Forsetahjónin létu vel að börnum í neyðarskýlinu í Houston í dag.Vísir/AFPÍ dag komu hjónin því við í neyðarskýli, þar sem fórnarlömb Harveys hafast við, og útdeildu þar mat og sátu fyrir á myndum með þeim sem þess óskuðu. Þá minntist forsetinn sérstaklega á hinn mikla kærleika sem ríkir meðal fólks á hamfarasvæðunum. Þá hefur Trump lýst því yfir að morgundagurinn verði „Dagur bænahalds“ í öllum ríkjum Bandaríkjanna, sérstaklega í nafni fórnarlamba Harveys. Í gær sendi Trump Bandaríkjaþingi beiðni um 14,5 milljarða Bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingarinnar í Texas og Louisiana. 7,8 milljarðar af þeirri upphæð, eða um 822 milljarðar íslenskra króna, verða leystir út til hjálparstarfs á næstu dögum en restin í lok mánaðar. Talið er að minnst 47 manns séu látnir vegna Harveys og þá dvelja 43 þúsund manns í neyðarskýlum. Einhverjir hafa fengið að snúa aftur til síns heima en enn eru mikil flóð á nokkrum svæðum. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22 Eyðilegging og dauði blasir við eftir Harvey Björgunarmenn fara nú um hverfi Houston, sem mörg eru enn að hluta til undir vatni, og leita að fórnarlömbum fellibylsins Harvey. 1. september 2017 15:42 Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12 Krókódíll hreiðraði um sig í húsi á flóðasvæðunum Talsvert hefur borið á tilkynningum um krókódíla á flóðasvæðunum í Texas. 2. september 2017 19:45 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hyllti neyðaraðstoð, sem unnið hefur verið að í kjölfar fellibylsins Harveys, í heimsókn sinni til Houston í Texas-ríki í dag. Hann, ásamt konu sinni Melaniu, heimsótti neyðarskýli og ræddi við fórnarlömb hamfaranna sem hafast þar við. BBC greinir frá. „Það er að rætast úr hlutunum,“ sagði Trump um neyðaraðstoðina er hann og eiginkona hans, Melania Trump, heimsóttu fórnarlömb Harveys og sjálfboðaliða í neyðarskýli í Houston nú í dag. Þetta er önnur heimsókn forsetahjónanna til Houston eftir að fellibylurinn gekk þar á land. Þau munu einnig koma við í Louisiana-ríki sem varð illa úti í hamförunum.Sjá einnig: Trump heimsækir hamfarasvæði á ný „Eins erfitt og þetta var þá hefur þetta verið dásamlegt,“ bætti Trump við. Trump-hjónin komu ekki við á hamfarasvæðunum sjálfum þegar þau heimsóttu Houston á þriðjudag. Forsetinn var í kjölfarið m.a. gagnrýndur fyrir að hitta engin fórnarlömb flóðanna miklu, sem valdið hafa mikilli eyðileggingu í borginni.Forsetahjónin létu vel að börnum í neyðarskýlinu í Houston í dag.Vísir/AFPÍ dag komu hjónin því við í neyðarskýli, þar sem fórnarlömb Harveys hafast við, og útdeildu þar mat og sátu fyrir á myndum með þeim sem þess óskuðu. Þá minntist forsetinn sérstaklega á hinn mikla kærleika sem ríkir meðal fólks á hamfarasvæðunum. Þá hefur Trump lýst því yfir að morgundagurinn verði „Dagur bænahalds“ í öllum ríkjum Bandaríkjanna, sérstaklega í nafni fórnarlamba Harveys. Í gær sendi Trump Bandaríkjaþingi beiðni um 14,5 milljarða Bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingarinnar í Texas og Louisiana. 7,8 milljarðar af þeirri upphæð, eða um 822 milljarðar íslenskra króna, verða leystir út til hjálparstarfs á næstu dögum en restin í lok mánaðar. Talið er að minnst 47 manns séu látnir vegna Harveys og þá dvelja 43 þúsund manns í neyðarskýlum. Einhverjir hafa fengið að snúa aftur til síns heima en enn eru mikil flóð á nokkrum svæðum.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22 Eyðilegging og dauði blasir við eftir Harvey Björgunarmenn fara nú um hverfi Houston, sem mörg eru enn að hluta til undir vatni, og leita að fórnarlömbum fellibylsins Harvey. 1. september 2017 15:42 Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12 Krókódíll hreiðraði um sig í húsi á flóðasvæðunum Talsvert hefur borið á tilkynningum um krókódíla á flóðasvæðunum í Texas. 2. september 2017 19:45 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22
Eyðilegging og dauði blasir við eftir Harvey Björgunarmenn fara nú um hverfi Houston, sem mörg eru enn að hluta til undir vatni, og leita að fórnarlömbum fellibylsins Harvey. 1. september 2017 15:42
Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16
Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00
7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12
Krókódíll hreiðraði um sig í húsi á flóðasvæðunum Talsvert hefur borið á tilkynningum um krókódíla á flóðasvæðunum í Texas. 2. september 2017 19:45