Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2017 20:17 James Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag vegna nýjustu vopnatilraunar Norður-Kóreu. Vísir/afp Allri ógn við öryggi Bandaríkjanna og bandamanna þeirra verður mætt með „umfangsmiklum hernaðaraðgerðum.“ Þetta er haft eftir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna James Mattis í kjölfar fundar Donalds Trump Bandaríkjaforseta við þjóðaröryggishóp Bandaríkjanna í dag. Fundað var vegna nýjustu vopnatilraunar Norður-Kóreu sem talin er sú öflugasta hingað til. Mattis ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína, Suður-Kóreu og Japan. Þá bætti hann við að skuldbindingar Bandaríkjanna þess efnis væru „óhagganlegar.“ „Ógn við Bandaríkin eða sjálstjórnarumdæmi þeirra, þar á meðal Guam, eða bandamenn okkar verður mætt með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum, aðgerðum sem munu bæði skila árangri og reynast yfirgnæfandi.“ Hernaðaryfirvöld Norður-Kóreu tilkynntu í byrjun þessa mánaðar að þau íhuguðu nú að skjóta eldflaugum í átt að herstöðvum Bandaríkjanna í Guam.Sjá einnig: Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt vetnissprengju í tilraunaskyni en sprengjan var sú öflugasta sem einræðisríkið hefur sprengt til þessa. Þá segja yfirvöld í Norður-Kóreu að hægt verði að festa sprengjuna á langdræga eldflaug. Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú meðal annars að skera á viðskiptasambönd Bandaríkjanna við þau lönd sem stunda viðskipti við Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32 Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58 Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Bandaríkin hætti viðskiptum við viðskiptaþjóðir Norður-Kóreu Donald Trump íhugar að meina ríkjum sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu að stunda viðskipti við Bandaríkin. 3. september 2017 17:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Allri ógn við öryggi Bandaríkjanna og bandamanna þeirra verður mætt með „umfangsmiklum hernaðaraðgerðum.“ Þetta er haft eftir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna James Mattis í kjölfar fundar Donalds Trump Bandaríkjaforseta við þjóðaröryggishóp Bandaríkjanna í dag. Fundað var vegna nýjustu vopnatilraunar Norður-Kóreu sem talin er sú öflugasta hingað til. Mattis ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína, Suður-Kóreu og Japan. Þá bætti hann við að skuldbindingar Bandaríkjanna þess efnis væru „óhagganlegar.“ „Ógn við Bandaríkin eða sjálstjórnarumdæmi þeirra, þar á meðal Guam, eða bandamenn okkar verður mætt með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum, aðgerðum sem munu bæði skila árangri og reynast yfirgnæfandi.“ Hernaðaryfirvöld Norður-Kóreu tilkynntu í byrjun þessa mánaðar að þau íhuguðu nú að skjóta eldflaugum í átt að herstöðvum Bandaríkjanna í Guam.Sjá einnig: Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt vetnissprengju í tilraunaskyni en sprengjan var sú öflugasta sem einræðisríkið hefur sprengt til þessa. Þá segja yfirvöld í Norður-Kóreu að hægt verði að festa sprengjuna á langdræga eldflaug. Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú meðal annars að skera á viðskiptasambönd Bandaríkjanna við þau lönd sem stunda viðskipti við Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32 Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58 Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Bandaríkin hætti viðskiptum við viðskiptaþjóðir Norður-Kóreu Donald Trump íhugar að meina ríkjum sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu að stunda viðskipti við Bandaríkin. 3. september 2017 17:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Mattis ósammála Trump varðandi Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði Bandaríkjamenn aldrei uppiskroppa með að leysa mál eftir diplómatískum leiðum. 31. ágúst 2017 08:32
Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19
Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58
Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12
Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14
Bandaríkin hætti viðskiptum við viðskiptaþjóðir Norður-Kóreu Donald Trump íhugar að meina ríkjum sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu að stunda viðskipti við Bandaríkin. 3. september 2017 17:15