Útiloka ekki notkun kjarnavopna gegn Norður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2017 06:43 Shinzo Abe og Donald Trump ræddu saman í síma í gærkvöldi. Vísir/AFP Bandaríkin útiloka ekki neitt þegar kemur að viðbrögðum við vetnissprengjutilraun Norður-Kóreu um helgina. Notkun kjarnavopna er því fyllilega ennþá inni í myndinni. Þetta er meðal þess sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ræddu í símtali í gærkvöldi. Hvíta húsið birti útprent af símtalinu en þar kemur fram að Trump hafi lýst því að Bandaríkin væru staðráðin í að vernda bandamenn sína í heimshlutanum frá hvers kyns ógn. Myndu þau gera það með öllum þeim úrræðum sem þau byggju yfir; jafnt viðskiptaþvingunum, hefðbundnari leiðum sem og með notkun kjarnavopna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, tók þó ekki jafn djúpt í árinni í nótt. Hann sagði að frekari ögrunum Norður-Kóreu yrði svarað með „umfangsmiklum hernaðaraðgerðum“ - en þó væri gjöreyðing ríkisins ekki uppi á borðum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag til að ræða nýjustu flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt tilraunirnar, þar á meðal yfirvöld í Suður-Kóreu, Kína og Bandaríkjunum. Þá var því haldið fram í suður-kóreskum miðlum nú í morgun að her landsins væri fullviss um að nágrannar þeirra í norðri undirbyggju nú annað flugskeyti. Það er talið vera langdræg flaug með fluggetu upp á þúsundir kílómetra. Suður-kóreski herinn hóf eldflaugaæfingu snemma á mánudagsmorgun að staðartíma þar sem meðal annars var sett á svið árás á stærsta kjarnaofn Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Bandaríkin útiloka ekki neitt þegar kemur að viðbrögðum við vetnissprengjutilraun Norður-Kóreu um helgina. Notkun kjarnavopna er því fyllilega ennþá inni í myndinni. Þetta er meðal þess sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, ræddu í símtali í gærkvöldi. Hvíta húsið birti útprent af símtalinu en þar kemur fram að Trump hafi lýst því að Bandaríkin væru staðráðin í að vernda bandamenn sína í heimshlutanum frá hvers kyns ógn. Myndu þau gera það með öllum þeim úrræðum sem þau byggju yfir; jafnt viðskiptaþvingunum, hefðbundnari leiðum sem og með notkun kjarnavopna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, tók þó ekki jafn djúpt í árinni í nótt. Hann sagði að frekari ögrunum Norður-Kóreu yrði svarað með „umfangsmiklum hernaðaraðgerðum“ - en þó væri gjöreyðing ríkisins ekki uppi á borðum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag til að ræða nýjustu flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt tilraunirnar, þar á meðal yfirvöld í Suður-Kóreu, Kína og Bandaríkjunum. Þá var því haldið fram í suður-kóreskum miðlum nú í morgun að her landsins væri fullviss um að nágrannar þeirra í norðri undirbyggju nú annað flugskeyti. Það er talið vera langdræg flaug með fluggetu upp á þúsundir kílómetra. Suður-kóreski herinn hóf eldflaugaæfingu snemma á mánudagsmorgun að staðartíma þar sem meðal annars var sett á svið árás á stærsta kjarnaofn Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00
Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14
Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17