Bílskúrinn: Heimaskítsmát Mercedes á Monza Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. september 2017 23:30 Hamilton fagnar eftir óaðfinnanlegan akstur í keppninni á Monza. Vísir/Getty Lewis Hamilton tók forystuna í heimsmeistarakeppni ökumanna á meðan heimamenn í Ferrari voru mát á Monza. Heimaskítsmát Mercedes, staðan í heimsmeistaramótunum, meintur skilnaður McLaren og Honda, kristalkúlan verður skoðuð upp á framhaldið og ökumaður keppninar valinn. Allt þetta í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Heimaskítsmát MercedesMercedes kom, sá og sigraði á Monza, í bakgarði ítalska stórveldisins Ferrari. Sergio Marchionne, forseti Ferrari kallaði helgina og frammistöðu liðs síns í keppninni vandræðalega. Það er líklega ágætis lýsing og býsna nákvæm. Ferrari hefur náð gríðarlegum framförum í samanburði við Mercedes frá því í fyrra. Hingað til hefur baráttan verið nokkuð jöfn á tímabilinu og á köflum afar spennandi. Það er ekki nema vika síðan keppnin á Spa í Belgíu fór fram þar sem Hamilton og Vettel háðu einkar spennandi hildi. Hvað gerðist á þessari viku? Ekki mikið, þó er vert að nefna að aflmunur á milli Ferrari og Mercedes vélarinnar var sorglega augljós á Monza um helgina. Ferrari menn áttu einfaldlega ekki svar á heimavelli við ógnarsterku liði Mercedes. Það var léttur 2014 eða 2015 keimur af keppninni. Það var einvhernveginn enginn annar en Mercedes ökumaður að fara að vinna hana eftir tíamtökuna. Næsta keppni í Singapúr ætti að vera vænlegri veiðilenda fyrir Ferrari. Brautin er öllu þrengri og tæknilega flóknari en Monza og það verður spennandi að sjá hvernig staðan verður á liðunum þá.Getur Vettel raunverulega ógnað Hamilton í baráttunni um heimsmeistaratitilinn?Vísir/GettyHorfurnar í heimsmeistaramótinuHorfur Ferrari í þeim sjö keppnum sem eru eftir eru ekki góðar ef marka má úrslit þeirra á síðasta ári. Mercedes vann allar nema þá malasísku, sem Daniel Ricciardo vann á Red Bull bílnum. Það er þó nokkuð ósangjarnt gagnvart þeirri þróun sem hefur átt sér stað að áætla að keppnirnar fari eins og þær fóru í fyrra og allt getur gerst í Formúlu 1. Það er þó ljóst að Ferrari hefur á brattan að sækja og þarf að gyrða sig í brók ef titilbaráttan á að halda áfram fram til loka tímabils. Munurinn er núna þrjú stig í heimsmeistarakeppni ökumanna, Hamilton í vil gegn Vettel sem er í öðru sæti. Munurinn á Mercedes og Ferrari er hins vegar 62 stig sem er býsna mikið. Nú þegar níu ár eru að verða liðin frá síðasta titli Ferrari í Formúlu 1 er ljóst að liðið þarf að rífa sig upp úr lægð ef það ætlar ekki að eiga titillausan áratug. Liðið vann síðast titil bílasmiða árið 2008.Hvorugur McLaren-Honda manna gat kláraði keppnina um helgina.Vísir/GettyEndalok McLaren-Honda?Skilnaður McLaren og Honda virðist óhjákvæmilegur ef marka má orðróm sem er á kreiki. Fernando Alonso, annar ökumanna McLaren-Honda liðsins hefur sett liðinu afarkosti, hann heldur áfram ef það verður ekki Honda vél í bílnum. Hvorugur bíllinn komst í mark á Ítalíu. Nú er svo komið að McLaren hefur leitað á náðir Renault um vélar fyrir næsta ár. Fundir vegna þessa voru í gangi um helgina á Monza brautinni. Slík niðurstaða gæti leitt til brotthvarfs Honda úr mótaröðinni, óvíst er þó hvort japanski risinn vill hverfa brott á svo neikvæðum nótum. Ein lausnin væri að Toro Rosso, systurlið Red Bull fengi Honda vélar í staðinn fyrir Renault og McLaren tæki Renault vélarnar sem til stóð að skaffa Toro Rosso. Zak Brown, liðsstjóri McLaren segir tilkynningu væntanlega innan tveggja vikna frá liðinu. Hún mun skera úr um hvaða vélar liðið mun nota í framtíðinni. Alonso segir að hann muni ákveða framtíð sína áður en september rennur sitt skeið og hann muni tilkynna ákvörðun sína fljótlega.Verður Bottas skósveinn Hamilton það sem eftir er af tímabilinu?Vísir/GettyKíkt í kristalkúlunaFerrari mun líklega slá frá sér í Singapúr, Japan og Brasilíu, að mati blaðamanns. Það verður því spenna fram á síðustu keppni. Ástæðan er sú að tæknilegri brautir henta Ferrari bílnum betur, að því er virðist vera. Í Mónakó og Ungverjalandi átti Mercedes ekki svar við hraða Ferrari. Valtteri Bottas mun þurfa að taka að sér hluterk skósveins Hamilton líklega strax í næstu keppni í Singapúr eftir tvær vikur. Kimi Raikkonen er löngu farinn að sinna því hlutverki fyrir Vettel hjá Ferrari.Daniel Ricciardo lék á alsoddi í keppninni á Ítalíu.Vísir/GettyÖkumaður keppninnarDaniel Ricciardo er ökumaður keppninnar að þessu sinni að mati blaðamanns. Hann ræsti 16. en endaði fjórði og hefði hugsanlega geta ógnað Vettel og stolið þriðja sætinu með smá heppni í farteskinu. Ricciardo átti framúrakstur keppninnar þegar hann stakk sér fram fyrir Kimi Raikkonen á leiðinni inn í fyrstu beygju. Vel keyrt og að mati ofanritaðs einn besti framúrakstur ársins hingað til. Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Mercedes vélin er greinilega betri en Ferrari vélin Lewis Hamilton á Mercedes kom sér fram fyrir Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna í dag i fyrsta skipti á timabilinu. Hver sagði hvað eftir keppnina? 3. september 2017 15:45 Lewis Hamilton vann á Monza Lewis Hamilton á Mercedes vann aðra keppnina í röð í dag. Hann tók með því forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna. 3. september 2017 13:21 Hamilton tekur forystuna á Monza | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kistjánsson, sérfræðingar stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1. 3. september 2017 14:22 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton tók forystuna í heimsmeistarakeppni ökumanna á meðan heimamenn í Ferrari voru mát á Monza. Heimaskítsmát Mercedes, staðan í heimsmeistaramótunum, meintur skilnaður McLaren og Honda, kristalkúlan verður skoðuð upp á framhaldið og ökumaður keppninar valinn. Allt þetta í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Heimaskítsmát MercedesMercedes kom, sá og sigraði á Monza, í bakgarði ítalska stórveldisins Ferrari. Sergio Marchionne, forseti Ferrari kallaði helgina og frammistöðu liðs síns í keppninni vandræðalega. Það er líklega ágætis lýsing og býsna nákvæm. Ferrari hefur náð gríðarlegum framförum í samanburði við Mercedes frá því í fyrra. Hingað til hefur baráttan verið nokkuð jöfn á tímabilinu og á köflum afar spennandi. Það er ekki nema vika síðan keppnin á Spa í Belgíu fór fram þar sem Hamilton og Vettel háðu einkar spennandi hildi. Hvað gerðist á þessari viku? Ekki mikið, þó er vert að nefna að aflmunur á milli Ferrari og Mercedes vélarinnar var sorglega augljós á Monza um helgina. Ferrari menn áttu einfaldlega ekki svar á heimavelli við ógnarsterku liði Mercedes. Það var léttur 2014 eða 2015 keimur af keppninni. Það var einvhernveginn enginn annar en Mercedes ökumaður að fara að vinna hana eftir tíamtökuna. Næsta keppni í Singapúr ætti að vera vænlegri veiðilenda fyrir Ferrari. Brautin er öllu þrengri og tæknilega flóknari en Monza og það verður spennandi að sjá hvernig staðan verður á liðunum þá.Getur Vettel raunverulega ógnað Hamilton í baráttunni um heimsmeistaratitilinn?Vísir/GettyHorfurnar í heimsmeistaramótinuHorfur Ferrari í þeim sjö keppnum sem eru eftir eru ekki góðar ef marka má úrslit þeirra á síðasta ári. Mercedes vann allar nema þá malasísku, sem Daniel Ricciardo vann á Red Bull bílnum. Það er þó nokkuð ósangjarnt gagnvart þeirri þróun sem hefur átt sér stað að áætla að keppnirnar fari eins og þær fóru í fyrra og allt getur gerst í Formúlu 1. Það er þó ljóst að Ferrari hefur á brattan að sækja og þarf að gyrða sig í brók ef titilbaráttan á að halda áfram fram til loka tímabils. Munurinn er núna þrjú stig í heimsmeistarakeppni ökumanna, Hamilton í vil gegn Vettel sem er í öðru sæti. Munurinn á Mercedes og Ferrari er hins vegar 62 stig sem er býsna mikið. Nú þegar níu ár eru að verða liðin frá síðasta titli Ferrari í Formúlu 1 er ljóst að liðið þarf að rífa sig upp úr lægð ef það ætlar ekki að eiga titillausan áratug. Liðið vann síðast titil bílasmiða árið 2008.Hvorugur McLaren-Honda manna gat kláraði keppnina um helgina.Vísir/GettyEndalok McLaren-Honda?Skilnaður McLaren og Honda virðist óhjákvæmilegur ef marka má orðróm sem er á kreiki. Fernando Alonso, annar ökumanna McLaren-Honda liðsins hefur sett liðinu afarkosti, hann heldur áfram ef það verður ekki Honda vél í bílnum. Hvorugur bíllinn komst í mark á Ítalíu. Nú er svo komið að McLaren hefur leitað á náðir Renault um vélar fyrir næsta ár. Fundir vegna þessa voru í gangi um helgina á Monza brautinni. Slík niðurstaða gæti leitt til brotthvarfs Honda úr mótaröðinni, óvíst er þó hvort japanski risinn vill hverfa brott á svo neikvæðum nótum. Ein lausnin væri að Toro Rosso, systurlið Red Bull fengi Honda vélar í staðinn fyrir Renault og McLaren tæki Renault vélarnar sem til stóð að skaffa Toro Rosso. Zak Brown, liðsstjóri McLaren segir tilkynningu væntanlega innan tveggja vikna frá liðinu. Hún mun skera úr um hvaða vélar liðið mun nota í framtíðinni. Alonso segir að hann muni ákveða framtíð sína áður en september rennur sitt skeið og hann muni tilkynna ákvörðun sína fljótlega.Verður Bottas skósveinn Hamilton það sem eftir er af tímabilinu?Vísir/GettyKíkt í kristalkúlunaFerrari mun líklega slá frá sér í Singapúr, Japan og Brasilíu, að mati blaðamanns. Það verður því spenna fram á síðustu keppni. Ástæðan er sú að tæknilegri brautir henta Ferrari bílnum betur, að því er virðist vera. Í Mónakó og Ungverjalandi átti Mercedes ekki svar við hraða Ferrari. Valtteri Bottas mun þurfa að taka að sér hluterk skósveins Hamilton líklega strax í næstu keppni í Singapúr eftir tvær vikur. Kimi Raikkonen er löngu farinn að sinna því hlutverki fyrir Vettel hjá Ferrari.Daniel Ricciardo lék á alsoddi í keppninni á Ítalíu.Vísir/GettyÖkumaður keppninnarDaniel Ricciardo er ökumaður keppninnar að þessu sinni að mati blaðamanns. Hann ræsti 16. en endaði fjórði og hefði hugsanlega geta ógnað Vettel og stolið þriðja sætinu með smá heppni í farteskinu. Ricciardo átti framúrakstur keppninnar þegar hann stakk sér fram fyrir Kimi Raikkonen á leiðinni inn í fyrstu beygju. Vel keyrt og að mati ofanritaðs einn besti framúrakstur ársins hingað til.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Mercedes vélin er greinilega betri en Ferrari vélin Lewis Hamilton á Mercedes kom sér fram fyrir Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna í dag i fyrsta skipti á timabilinu. Hver sagði hvað eftir keppnina? 3. september 2017 15:45 Lewis Hamilton vann á Monza Lewis Hamilton á Mercedes vann aðra keppnina í röð í dag. Hann tók með því forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna. 3. september 2017 13:21 Hamilton tekur forystuna á Monza | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kistjánsson, sérfræðingar stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1. 3. september 2017 14:22 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamilton: Mercedes vélin er greinilega betri en Ferrari vélin Lewis Hamilton á Mercedes kom sér fram fyrir Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna í dag i fyrsta skipti á timabilinu. Hver sagði hvað eftir keppnina? 3. september 2017 15:45
Lewis Hamilton vann á Monza Lewis Hamilton á Mercedes vann aðra keppnina í röð í dag. Hann tók með því forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna. 3. september 2017 13:21
Hamilton tekur forystuna á Monza | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kistjánsson, sérfræðingar stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1. 3. september 2017 14:22