Íslensk málnefnd ánægð með körfuboltastrákana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2017 14:31 Jón Arnór Stefánsson hefur staðið í ströngu á Evrópumótinu, merktur eiginnöfnum sínum. Vísir/Ernir Ármann Jakobsson, fyrir hönd íslenskrar málnefndar, hefur sent Körfuknattleikssambandi Íslands bréf þar sem nefndin hrósar KKÍ og leikmönnum körfuboltalandsliðsins fyrir það að treyjur landsliðsins séu merktar með eiginnöfnum landsliðsmanna. Í bréfinu er vitnað til umræðu sem skapaðist í kringum þáttöku íslenska karlalandsliðsins á EM í knattspyrnu á síðasta ári sem og þáttöku íslenska kvennalandsliðsins í sömu íþrótt nú fyrr í sumar. Bæði landslið ákváðu að merkja treyjur sínar með eftirnöfnum, í takt við það sem gengur og gerist inn á knattspyrnuvöllum víða um heim. Gerðu ýmsir kröfu um að eiginnöfn leikmanna yrðu aftan á treyjum landsliðsins á þessum mótum, í takt við íslenskar málvenjur, en leikmenn sjálfir völdu að hafa eftirnöfnin á treyjunum. Segir nefndin að henni sé kunnugur rökstuðningur leikmanna en að öllum sé „ljóst að það stríðir gegn aldagömlum nafnahefðum íslensku að kalla fólk kenninöfnum sínum.“ Í bréfinu segir einnig að það sé hlutverk nefndarinnar að gera athugasemdir við það sem henni þykir miður fara varðandi notkun og viðgang móðurmálsins. Það sé þó einnig hlutverk nefndarinnar að vekja athygli á því sem vel er gert.„Íslensk málnefnd vill því með bréfi þessu hróa stjórn Körfuknattleikssambands Íslands og leikmönnum landsliðsins fyrir að treyjur þeirra skyldu merktar eiginnöfnum á yfirstandandi Evrópumóti í körfubolta.“ Biður málnefndin fyrir bestu kveðjum til leikmanna og allra sem máli tengist en bréfið sjálft má lesa hér fyrir neðan.Íslensk málnefnd sendir ekki aðeins skammarbréf: pic.twitter.com/n3t7okxvOI— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) September 4, 2017 EM 2017 í Finnlandi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Stelpurnar héldu atkvæðagreiðslu og vildu allar kenninöfnin á treyjurnar sínar Svona erum við meira lið, segir Glódís Perla Viggósdóttir. 21. júlí 2017 14:28 Málnefnd vill eiginnöfn á keppnistreyjunum „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn,“ segir formaður Íslenskrar málnefndar. 19. febrúar 2016 14:40 Strákarnir eru þekktir á eftirnöfnunum og velja sjálfir að bera þau á bakinu Málnefnd og 1.000 Íslendingar vilja eiginnöfnin á landsliðstreyjurnar en strákarnir okkar vilja eftirnöfnin. 24. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Ármann Jakobsson, fyrir hönd íslenskrar málnefndar, hefur sent Körfuknattleikssambandi Íslands bréf þar sem nefndin hrósar KKÍ og leikmönnum körfuboltalandsliðsins fyrir það að treyjur landsliðsins séu merktar með eiginnöfnum landsliðsmanna. Í bréfinu er vitnað til umræðu sem skapaðist í kringum þáttöku íslenska karlalandsliðsins á EM í knattspyrnu á síðasta ári sem og þáttöku íslenska kvennalandsliðsins í sömu íþrótt nú fyrr í sumar. Bæði landslið ákváðu að merkja treyjur sínar með eftirnöfnum, í takt við það sem gengur og gerist inn á knattspyrnuvöllum víða um heim. Gerðu ýmsir kröfu um að eiginnöfn leikmanna yrðu aftan á treyjum landsliðsins á þessum mótum, í takt við íslenskar málvenjur, en leikmenn sjálfir völdu að hafa eftirnöfnin á treyjunum. Segir nefndin að henni sé kunnugur rökstuðningur leikmanna en að öllum sé „ljóst að það stríðir gegn aldagömlum nafnahefðum íslensku að kalla fólk kenninöfnum sínum.“ Í bréfinu segir einnig að það sé hlutverk nefndarinnar að gera athugasemdir við það sem henni þykir miður fara varðandi notkun og viðgang móðurmálsins. Það sé þó einnig hlutverk nefndarinnar að vekja athygli á því sem vel er gert.„Íslensk málnefnd vill því með bréfi þessu hróa stjórn Körfuknattleikssambands Íslands og leikmönnum landsliðsins fyrir að treyjur þeirra skyldu merktar eiginnöfnum á yfirstandandi Evrópumóti í körfubolta.“ Biður málnefndin fyrir bestu kveðjum til leikmanna og allra sem máli tengist en bréfið sjálft má lesa hér fyrir neðan.Íslensk málnefnd sendir ekki aðeins skammarbréf: pic.twitter.com/n3t7okxvOI— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) September 4, 2017
EM 2017 í Finnlandi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Stelpurnar héldu atkvæðagreiðslu og vildu allar kenninöfnin á treyjurnar sínar Svona erum við meira lið, segir Glódís Perla Viggósdóttir. 21. júlí 2017 14:28 Málnefnd vill eiginnöfn á keppnistreyjunum „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn,“ segir formaður Íslenskrar málnefndar. 19. febrúar 2016 14:40 Strákarnir eru þekktir á eftirnöfnunum og velja sjálfir að bera þau á bakinu Málnefnd og 1.000 Íslendingar vilja eiginnöfnin á landsliðstreyjurnar en strákarnir okkar vilja eftirnöfnin. 24. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Stelpurnar héldu atkvæðagreiðslu og vildu allar kenninöfnin á treyjurnar sínar Svona erum við meira lið, segir Glódís Perla Viggósdóttir. 21. júlí 2017 14:28
Málnefnd vill eiginnöfn á keppnistreyjunum „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn,“ segir formaður Íslenskrar málnefndar. 19. febrúar 2016 14:40
Strákarnir eru þekktir á eftirnöfnunum og velja sjálfir að bera þau á bakinu Málnefnd og 1.000 Íslendingar vilja eiginnöfnin á landsliðstreyjurnar en strákarnir okkar vilja eftirnöfnin. 24. febrúar 2016 11:15