Innlent

Ekki víst að mygla sé skaðleg

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson. Vísir/Vilhelm
„Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í grein í Fréttablaðinu í dag.

Kári segir íslenska þjóð hins vegar ekki í vafa um skaðsemi myglusvepps og segir baráttuna við mygluna orðna stóran iðnað á Íslandi. Engin grein hafi vaxið meira í landinu undanfarið, nema ferðaþjónusta.

Grein Kára má nálgast með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Kólumkilli eða sveppasúpa

Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×