Ráðherra veitt níu undanþágur til útlendinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. september 2017 06:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. vísir/stefán Dómsmálaráðherra hefur veitt erlendum ríkisborgurum utan Evrópska efnahagssvæðisins undanþágu til jarða- eða fasteignakaupa í níu tilvikum á þessu ári. Ráðherra er heimilt að veita erlendum ríkisborgurum, sem ekki eru með lögheimili á Íslandi eða njóta réttar samkvæmt EES, EFTA eða Hoyvíkur-samningnum, sérstakt leyfi til jarðakaupa. Stórtæk jarðakaup erlendra ríkisborgara komust aftur í kastljós fjölmiðla á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá því að kínverskir fjárfestar hefðu áhuga á að kaupa Neðri-Dal í Biskupstungum, 1.200 hektara jörð, með það fyrir augum að byggja þar upp ferðamannatengdan iðnað og nýta heitt vatn sem finnst á jörðinni. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sérstök leyfi dómsmálaráðherra hafi veitt erlendum ríkisborgurum til jarðakaupa á kjörtímabilinu segir að ráðuneytið hafi samþykkt undanþágur í níu tilvikum á þessu ári en tveimur umsóknum hafi verið hafnað. Átta þessara ellefu umsókna voru frá Bandaríkjunum, en tveimur þeirra var hafnað. Ein kom frá Nýja-Sjálandi, ein frá Kanada og ein frá Ástralíu. Bandaríkjamönnum var hafnað um annars vegar 12,9 hektara jörð í Hvalfirði og sömuleiðis 50 prósent af 1.500 hektara jörð í Hornafirði. Bandarískt fyrirtæki fékk síðan að kaupa 25 prósent af 3,8 hekturum á Reykjanesi. Samkvæmt svari ráðuneytisins voru hinar umsóknirnar um íbúðakaup á höfuðborgarsvæðinu og ein um frístundahús í Borgarfirði. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sat í nefnd um endurskoðun laga um eignar- og afnotarétt fasteigna árið 2014 en vinna þeirrar nefndar lagði grunn að þeim viðmiðunarreglum sem ráðuneytið styðst við í dag. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Nágranni óttast kínverskan áhuga Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum. 29. ágúst 2017 08:19 Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. 28. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur veitt erlendum ríkisborgurum utan Evrópska efnahagssvæðisins undanþágu til jarða- eða fasteignakaupa í níu tilvikum á þessu ári. Ráðherra er heimilt að veita erlendum ríkisborgurum, sem ekki eru með lögheimili á Íslandi eða njóta réttar samkvæmt EES, EFTA eða Hoyvíkur-samningnum, sérstakt leyfi til jarðakaupa. Stórtæk jarðakaup erlendra ríkisborgara komust aftur í kastljós fjölmiðla á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá því að kínverskir fjárfestar hefðu áhuga á að kaupa Neðri-Dal í Biskupstungum, 1.200 hektara jörð, með það fyrir augum að byggja þar upp ferðamannatengdan iðnað og nýta heitt vatn sem finnst á jörðinni. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sérstök leyfi dómsmálaráðherra hafi veitt erlendum ríkisborgurum til jarðakaupa á kjörtímabilinu segir að ráðuneytið hafi samþykkt undanþágur í níu tilvikum á þessu ári en tveimur umsóknum hafi verið hafnað. Átta þessara ellefu umsókna voru frá Bandaríkjunum, en tveimur þeirra var hafnað. Ein kom frá Nýja-Sjálandi, ein frá Kanada og ein frá Ástralíu. Bandaríkjamönnum var hafnað um annars vegar 12,9 hektara jörð í Hvalfirði og sömuleiðis 50 prósent af 1.500 hektara jörð í Hornafirði. Bandarískt fyrirtæki fékk síðan að kaupa 25 prósent af 3,8 hekturum á Reykjanesi. Samkvæmt svari ráðuneytisins voru hinar umsóknirnar um íbúðakaup á höfuðborgarsvæðinu og ein um frístundahús í Borgarfirði. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sat í nefnd um endurskoðun laga um eignar- og afnotarétt fasteigna árið 2014 en vinna þeirrar nefndar lagði grunn að þeim viðmiðunarreglum sem ráðuneytið styðst við í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Nágranni óttast kínverskan áhuga Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum. 29. ágúst 2017 08:19 Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. 28. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Nágranni óttast kínverskan áhuga Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum. 29. ágúst 2017 08:19
Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. 28. ágúst 2017 11:45