Hvar er best að búa? 270 fermetra hús á 33 milljónir í Kanada Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2017 12:30 Sveinbjörn og Kristín hafa það gott í Kanada. „Við erum hamingjusamari hér en á Íslandi, allavega ég,” segir Sveinbjörn Árnason en hann flutti ásamt eiginkonu sinni Kristínu Hörpu Katrínardóttur og syni þeirra til Halifax í Kanada árið 2010. Þau stóðu þá á tímamótum, Kristínu langaði í nám og þau ákváðu að flytja úr landi. Fjölskyldan er heimsótt í þáttaröðinni Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þau hafa nú búið í Halifax í sjö ár, hafa komið sér vel fyrir og eru ekki á leiðinni heim aftur. Þegar þau voru heimsótt í byrjun árs höfðu þau þegar sótt um ríkisborgararétt og biðu eftir honum. Þau búa í 270 fermetra húsi á 3 hæðum sem þau tóku á kaupleigu og hyggjast kaupa húsið þegar þau eru orðin kanadískir ríkisborgarar en fyrr geta þau ekki tekið húsnæðislán. “Við vorum neydd til að lifa hér án þess að geta farið og fengið yfirdrátt eða lán. Sem hefur kennt okkur að eiga fyrir hlutunum,” segir Sveinbjörn. En fasteignaverð og lánskjör eru umtalsvert önnur í Halifax en í höfuðborg Íslands. Húsið sem þau búa í er metið á um 450 þúsund kanadíska dollara, sem jafngilti við vinnslu þáttarins um 33 milljónum kr. ísl. Það er hins vegar til marks um óstöðugleika krónunnar að í dag jafngildir sú upphæð tæplega 38 millj. kr. Þau reiknuðu með að geta borgað út 20% af andvirði hússins og hyggjast taka um 26 millj. kr. að láni. Af þeim væru þau að borga u.þ.b. 110.000 kr. íslenskar á mánuði. “Og þú sérð höfuðstólinn lækka í hverjum mánuði,” segir hann og bætir við: “Ég hef aldrei heyrt neinn segja neitt slæmt um bankann sinn eða bílalánið sitt, það er ekki til hérna.” Kristín Harpa og Svenni eru meðal þeirra Íslendinga sem rætt er við í þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?” Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja Íslendinga sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Sjötti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld kl. 19:45. Lokaþátturinn verður eftir viku en þá skyggnumst við inn í líf fimm manna fjölskyldu sem flutti til Kanarí. Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson. Hvar er best að búa? Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
„Við erum hamingjusamari hér en á Íslandi, allavega ég,” segir Sveinbjörn Árnason en hann flutti ásamt eiginkonu sinni Kristínu Hörpu Katrínardóttur og syni þeirra til Halifax í Kanada árið 2010. Þau stóðu þá á tímamótum, Kristínu langaði í nám og þau ákváðu að flytja úr landi. Fjölskyldan er heimsótt í þáttaröðinni Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þau hafa nú búið í Halifax í sjö ár, hafa komið sér vel fyrir og eru ekki á leiðinni heim aftur. Þegar þau voru heimsótt í byrjun árs höfðu þau þegar sótt um ríkisborgararétt og biðu eftir honum. Þau búa í 270 fermetra húsi á 3 hæðum sem þau tóku á kaupleigu og hyggjast kaupa húsið þegar þau eru orðin kanadískir ríkisborgarar en fyrr geta þau ekki tekið húsnæðislán. “Við vorum neydd til að lifa hér án þess að geta farið og fengið yfirdrátt eða lán. Sem hefur kennt okkur að eiga fyrir hlutunum,” segir Sveinbjörn. En fasteignaverð og lánskjör eru umtalsvert önnur í Halifax en í höfuðborg Íslands. Húsið sem þau búa í er metið á um 450 þúsund kanadíska dollara, sem jafngilti við vinnslu þáttarins um 33 milljónum kr. ísl. Það er hins vegar til marks um óstöðugleika krónunnar að í dag jafngildir sú upphæð tæplega 38 millj. kr. Þau reiknuðu með að geta borgað út 20% af andvirði hússins og hyggjast taka um 26 millj. kr. að láni. Af þeim væru þau að borga u.þ.b. 110.000 kr. íslenskar á mánuði. “Og þú sérð höfuðstólinn lækka í hverjum mánuði,” segir hann og bætir við: “Ég hef aldrei heyrt neinn segja neitt slæmt um bankann sinn eða bílalánið sitt, það er ekki til hérna.” Kristín Harpa og Svenni eru meðal þeirra Íslendinga sem rætt er við í þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?” Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja Íslendinga sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Sjötti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld kl. 19:45. Lokaþátturinn verður eftir viku en þá skyggnumst við inn í líf fimm manna fjölskyldu sem flutti til Kanarí. Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson.
Hvar er best að búa? Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira