Hvar er best að búa? 270 fermetra hús á 33 milljónir í Kanada Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2017 12:30 Sveinbjörn og Kristín hafa það gott í Kanada. „Við erum hamingjusamari hér en á Íslandi, allavega ég,” segir Sveinbjörn Árnason en hann flutti ásamt eiginkonu sinni Kristínu Hörpu Katrínardóttur og syni þeirra til Halifax í Kanada árið 2010. Þau stóðu þá á tímamótum, Kristínu langaði í nám og þau ákváðu að flytja úr landi. Fjölskyldan er heimsótt í þáttaröðinni Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þau hafa nú búið í Halifax í sjö ár, hafa komið sér vel fyrir og eru ekki á leiðinni heim aftur. Þegar þau voru heimsótt í byrjun árs höfðu þau þegar sótt um ríkisborgararétt og biðu eftir honum. Þau búa í 270 fermetra húsi á 3 hæðum sem þau tóku á kaupleigu og hyggjast kaupa húsið þegar þau eru orðin kanadískir ríkisborgarar en fyrr geta þau ekki tekið húsnæðislán. “Við vorum neydd til að lifa hér án þess að geta farið og fengið yfirdrátt eða lán. Sem hefur kennt okkur að eiga fyrir hlutunum,” segir Sveinbjörn. En fasteignaverð og lánskjör eru umtalsvert önnur í Halifax en í höfuðborg Íslands. Húsið sem þau búa í er metið á um 450 þúsund kanadíska dollara, sem jafngilti við vinnslu þáttarins um 33 milljónum kr. ísl. Það er hins vegar til marks um óstöðugleika krónunnar að í dag jafngildir sú upphæð tæplega 38 millj. kr. Þau reiknuðu með að geta borgað út 20% af andvirði hússins og hyggjast taka um 26 millj. kr. að láni. Af þeim væru þau að borga u.þ.b. 110.000 kr. íslenskar á mánuði. “Og þú sérð höfuðstólinn lækka í hverjum mánuði,” segir hann og bætir við: “Ég hef aldrei heyrt neinn segja neitt slæmt um bankann sinn eða bílalánið sitt, það er ekki til hérna.” Kristín Harpa og Svenni eru meðal þeirra Íslendinga sem rætt er við í þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?” Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja Íslendinga sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Sjötti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld kl. 19:45. Lokaþátturinn verður eftir viku en þá skyggnumst við inn í líf fimm manna fjölskyldu sem flutti til Kanarí. Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson. Hvar er best að búa? Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
„Við erum hamingjusamari hér en á Íslandi, allavega ég,” segir Sveinbjörn Árnason en hann flutti ásamt eiginkonu sinni Kristínu Hörpu Katrínardóttur og syni þeirra til Halifax í Kanada árið 2010. Þau stóðu þá á tímamótum, Kristínu langaði í nám og þau ákváðu að flytja úr landi. Fjölskyldan er heimsótt í þáttaröðinni Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þau hafa nú búið í Halifax í sjö ár, hafa komið sér vel fyrir og eru ekki á leiðinni heim aftur. Þegar þau voru heimsótt í byrjun árs höfðu þau þegar sótt um ríkisborgararétt og biðu eftir honum. Þau búa í 270 fermetra húsi á 3 hæðum sem þau tóku á kaupleigu og hyggjast kaupa húsið þegar þau eru orðin kanadískir ríkisborgarar en fyrr geta þau ekki tekið húsnæðislán. “Við vorum neydd til að lifa hér án þess að geta farið og fengið yfirdrátt eða lán. Sem hefur kennt okkur að eiga fyrir hlutunum,” segir Sveinbjörn. En fasteignaverð og lánskjör eru umtalsvert önnur í Halifax en í höfuðborg Íslands. Húsið sem þau búa í er metið á um 450 þúsund kanadíska dollara, sem jafngilti við vinnslu þáttarins um 33 milljónum kr. ísl. Það er hins vegar til marks um óstöðugleika krónunnar að í dag jafngildir sú upphæð tæplega 38 millj. kr. Þau reiknuðu með að geta borgað út 20% af andvirði hússins og hyggjast taka um 26 millj. kr. að láni. Af þeim væru þau að borga u.þ.b. 110.000 kr. íslenskar á mánuði. “Og þú sérð höfuðstólinn lækka í hverjum mánuði,” segir hann og bætir við: “Ég hef aldrei heyrt neinn segja neitt slæmt um bankann sinn eða bílalánið sitt, það er ekki til hérna.” Kristín Harpa og Svenni eru meðal þeirra Íslendinga sem rætt er við í þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?” Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja Íslendinga sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Sjötti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í kvöld kl. 19:45. Lokaþátturinn verður eftir viku en þá skyggnumst við inn í líf fimm manna fjölskyldu sem flutti til Kanarí. Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson.
Hvar er best að búa? Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira