Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. september 2017 20:00 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Vísir/Eyþór Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. Fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag áherslur og skipulag ríkisins í kjaraviðræðum við stéttarfélög starfsmanna ríkisins. Þann 31. ágúst renna út ákvarðanir gerðadóms er snerta ríkið og 17 stéttafélög BHM. Viðræður við félögin eru þegar hafnar og gengur hvert þeirra sérstaklega til samninga við ríkið. „Það þýðir að hvert félag getur lagt áherslu á sínar starfskröfur; sem snúa þá kannski að menntun, starfstilhögun og starfsumhverfi og það er einmitt það sem við viljum leggja mesta áherslu á núna og við munum mæta því af lipurð," segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Forrystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa undanfarið talað um að nýlegir úrskurðir kjararáðs um tugprósentahækkanir hafi stefnt komandi kjaraviðræðum í uppnám. Forsendur fyrir hóflegum launahækkunum séu brostnar. Fjármálaráðherra segir ekki hægt að breyta því liðna en bendir á að lögum um kjararáð hafi verið breytt og að færri stéttir heyri nú undir ráðið. „Ég get alveg sagt það að ég hef ekki verið ánægður með það þegar kjararáð er að úrskurða til dæmis langt aftur í tímann. Af hverju í ósköpunum úrskurðuðu þeir ekki hraðar og oftar en þeir hafa gert. En ég stjórna því ekki. En við erum búin að mynda þarna nýja umgjörð og slys af þessu tagi eiga ekki að endurtaka sig," segir Benedikt. Hann segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. „Ég held að það sé öllum alveg ljóst að það sem skiptir máli er ekki hversu margar krónur koma í umslagið. Heldur hversu mikið er hægt að kaupa fyrir krónurnar sem koma í umslagið," segir Benedikt. Vildi hann ekki gefa upp hvers konar hækkanir væru líklegar þar sem endurskoðun á starfsumhverfinu verður stór hluti viðræðanna. „Við erum ekki bara að tala um prósenturnar heldur líka starfsumhverfið og starfshættina almennt. Þannig ég ætla ekki að fara nefna neina ákveðna tölu hérna núna," segir Benedikt. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. Fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag áherslur og skipulag ríkisins í kjaraviðræðum við stéttarfélög starfsmanna ríkisins. Þann 31. ágúst renna út ákvarðanir gerðadóms er snerta ríkið og 17 stéttafélög BHM. Viðræður við félögin eru þegar hafnar og gengur hvert þeirra sérstaklega til samninga við ríkið. „Það þýðir að hvert félag getur lagt áherslu á sínar starfskröfur; sem snúa þá kannski að menntun, starfstilhögun og starfsumhverfi og það er einmitt það sem við viljum leggja mesta áherslu á núna og við munum mæta því af lipurð," segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Forrystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa undanfarið talað um að nýlegir úrskurðir kjararáðs um tugprósentahækkanir hafi stefnt komandi kjaraviðræðum í uppnám. Forsendur fyrir hóflegum launahækkunum séu brostnar. Fjármálaráðherra segir ekki hægt að breyta því liðna en bendir á að lögum um kjararáð hafi verið breytt og að færri stéttir heyri nú undir ráðið. „Ég get alveg sagt það að ég hef ekki verið ánægður með það þegar kjararáð er að úrskurða til dæmis langt aftur í tímann. Af hverju í ósköpunum úrskurðuðu þeir ekki hraðar og oftar en þeir hafa gert. En ég stjórna því ekki. En við erum búin að mynda þarna nýja umgjörð og slys af þessu tagi eiga ekki að endurtaka sig," segir Benedikt. Hann segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. „Ég held að það sé öllum alveg ljóst að það sem skiptir máli er ekki hversu margar krónur koma í umslagið. Heldur hversu mikið er hægt að kaupa fyrir krónurnar sem koma í umslagið," segir Benedikt. Vildi hann ekki gefa upp hvers konar hækkanir væru líklegar þar sem endurskoðun á starfsumhverfinu verður stór hluti viðræðanna. „Við erum ekki bara að tala um prósenturnar heldur líka starfsumhverfið og starfshættina almennt. Þannig ég ætla ekki að fara nefna neina ákveðna tölu hérna núna," segir Benedikt.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira