Full ástæða til að taka myglusvepp alvarlega þrátt fyrir að orsakatengslin liggi ekki fyrir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. september 2017 20:15 Michael Clausen ofnæmislæknir. Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar efast um skaðsemi myglusvepps og kallar eftir frekari rannsóknum. Myglusveppur hefur verið talsvert í umræðunni síðustu misserin, en nýjasta dæmið er hús Orkuveitunnar sem talið er vera gjörónýtt af völdum rakaskemmda. Líkur eru á að rífa þurfi húsið en tjónið er talið nema tæpum tveimur milljörðum króna. Kári Stefánsson ritaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann segir að hvergi hafi verið sýnt fram á að það með vísindalegum aðferðum að myglusveppur í húsum vegi að heilsu manna, og bætir við að hann hafi gert ítarlega leit að slíkum rannsóknum í læknisfræðibókmenntum. Ekki væri úr vegi að byrja á að rannsaka málið áður en hús séu dæmd ónýt og rifin. Michael Clausen ofnæmislæknir segir það ekki rétt að engar rannsóknir hafi verið gerðar á skaðsemi myglusveppsins – hins vegar hafi ekki tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli raka og myglu. „Rannsóknir hafa sýnt það að það eru tengsl á milli þess að búa eða vinna í húsnæði sem er með rakaskemmdum og þar af leiðandi mygla. Til dæmis öndunarfæraeinkenni eins og astma og nefeinkenni og þvíumlíkt. En það er ekki hægt að sýna fram á orsakatengsl þar á milli. En það eru tengsl engu að síður,“ segir Michael. Hann segir rakaskemmdir geta leyst ýmis efni úr læðingi og að það þurfi að skoða nánar. Full ástæða sé til þess að huga vel að þessum málum. „Það eru önnur efni sem kunna að losna þegar um er að ræða rakaskemmdir. Það liggur ekkert algjörlega á hreinu hver bófinn er í þessu drama, en það er heilsuspillandi að búa í slíku húsnæði.“Er fólk mögulega of mikið að velta þessu fyrir sér? „Ég held að ef manni líður illa og er lasinn að þá eðlilega að velta því fyrir sér hvað það getur verið. Það er náttúrulega okkar hlutverk, sem erum að vinna með fólk sem er veikt, að reyna að finna einhverjar skýringar á því. Þannig að ég held að það sé ekki rangt að gera það. En svo er eflaust hægt að fara of mikið út í öfgar.“ Tengdar fréttir Ekki víst að mygla sé skaðleg "Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 5. september 2017 06:00 Vill að Kári aðstoði við rannsóknir á heilsuspillandi áhrifum myglu Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur segir engan vafa vera um að vera í rakaskemmdu húsnæði hafi heilsuspillandi áhrif. 5. september 2017 11:26 Kólumkilli eða sveppasúpa Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. 5. september 2017 07:00 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar efast um skaðsemi myglusvepps og kallar eftir frekari rannsóknum. Myglusveppur hefur verið talsvert í umræðunni síðustu misserin, en nýjasta dæmið er hús Orkuveitunnar sem talið er vera gjörónýtt af völdum rakaskemmda. Líkur eru á að rífa þurfi húsið en tjónið er talið nema tæpum tveimur milljörðum króna. Kári Stefánsson ritaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann segir að hvergi hafi verið sýnt fram á að það með vísindalegum aðferðum að myglusveppur í húsum vegi að heilsu manna, og bætir við að hann hafi gert ítarlega leit að slíkum rannsóknum í læknisfræðibókmenntum. Ekki væri úr vegi að byrja á að rannsaka málið áður en hús séu dæmd ónýt og rifin. Michael Clausen ofnæmislæknir segir það ekki rétt að engar rannsóknir hafi verið gerðar á skaðsemi myglusveppsins – hins vegar hafi ekki tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli raka og myglu. „Rannsóknir hafa sýnt það að það eru tengsl á milli þess að búa eða vinna í húsnæði sem er með rakaskemmdum og þar af leiðandi mygla. Til dæmis öndunarfæraeinkenni eins og astma og nefeinkenni og þvíumlíkt. En það er ekki hægt að sýna fram á orsakatengsl þar á milli. En það eru tengsl engu að síður,“ segir Michael. Hann segir rakaskemmdir geta leyst ýmis efni úr læðingi og að það þurfi að skoða nánar. Full ástæða sé til þess að huga vel að þessum málum. „Það eru önnur efni sem kunna að losna þegar um er að ræða rakaskemmdir. Það liggur ekkert algjörlega á hreinu hver bófinn er í þessu drama, en það er heilsuspillandi að búa í slíku húsnæði.“Er fólk mögulega of mikið að velta þessu fyrir sér? „Ég held að ef manni líður illa og er lasinn að þá eðlilega að velta því fyrir sér hvað það getur verið. Það er náttúrulega okkar hlutverk, sem erum að vinna með fólk sem er veikt, að reyna að finna einhverjar skýringar á því. Þannig að ég held að það sé ekki rangt að gera það. En svo er eflaust hægt að fara of mikið út í öfgar.“
Tengdar fréttir Ekki víst að mygla sé skaðleg "Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 5. september 2017 06:00 Vill að Kári aðstoði við rannsóknir á heilsuspillandi áhrifum myglu Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur segir engan vafa vera um að vera í rakaskemmdu húsnæði hafi heilsuspillandi áhrif. 5. september 2017 11:26 Kólumkilli eða sveppasúpa Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. 5. september 2017 07:00 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Ekki víst að mygla sé skaðleg "Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 5. september 2017 06:00
Vill að Kári aðstoði við rannsóknir á heilsuspillandi áhrifum myglu Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur segir engan vafa vera um að vera í rakaskemmdu húsnæði hafi heilsuspillandi áhrif. 5. september 2017 11:26
Kólumkilli eða sveppasúpa Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. 5. september 2017 07:00