Íslandsmeistarar Fram í Olís-deild kvenna mæta bikarmeisturum Stjörnunnar í kvöld í Meistarakeppni HSÍ en leikurinn fer fram í Framhúsinu í Safamýri og hefst klukkan 19.30.
Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en útsending frá leiknum hefst klukkan 19.20.
Fram og Stjarnan skiptu á milli sín titlunum á síðustu leiktíð en þau báru af í deildinni í fyrra og mæta mjög sterk til leiks í ár.
Fram varð deildarbikarmeistari og lagði Stjörnuna, 3-1, í lokaúrslitum Íslandsmótsins en Stjarnan vann Fram í bikarúrslitunum og varð deildarmeistari á síðustu leiktíð með betri árangri í innbyrðis viðureignum gegn Safmýrarstúlkum.
Stjörnuliðið missti Helenu Rut Örvarsdóttur eftir síðustu leiktíð og markvörðinn Hafdísi Renötudóttur en í staðinn fengu Garðbæingar ofurskyttuna Ramune Pekarskyte frá Haukum og Dröfn Haraldsdóttur í markið frá Val. Þá er einnig mætt landsliðskonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir frá Gróttu.
Framliðið var öflugt á félagaskiptamarkaðnum í sumar og bætti við sig tveimur bestu handboltakonum Íslands í dag; leikstjórnandanum Karen Knútsdóttur og hægri hornamanninum Þórey Rósu Stefánsdóttur. Það verður spennandi að sjá þessar landsliðskonur í vetur en allt byrjar þetta í kvöld.
Bestu lið landsins berjast um fyrsta bikarinn í beinni á Stöð 2 Sport
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

