Nordea-bankinn flytur höfuðstöðvarnar frá Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2017 15:28 Casper von Koskull, bankastjóri Nordea-bankans. Vísir/AFP Stjórn Nordea-bankans, eins stærsta banka Norðurlanda, ákvað í dag að flytja höfuðstöðvar sínar frá Stokkhólmi og til Finnlands. Virði hlutabréfa bankans hafa hækkað eftir að tilkynnt var um ákvörðunina nú síðdegis. Í tilkynningu frá bankanum segir að starfsemi bankans á öllum Norðurlöndunum verði annars óbreytt og að takmarkaður fjöldi starfa, beintengd höfuðstöðvunum, muni flytjast til Finnlands. Viðskiptavinir munu ekki taka eftir nokkrum breytingum og bankinn muni áfram greiða skatta í öllum markaðslöndum sínum á Norðurlöndum. Umræða um flutning höfuðstöðvanna hófst fyrir um hálfu ári þegar sænska ríkisstjórnin kynnti tillögur um hærri skattgreiðslur banka í landinu. Stjórn bankans hótaði þá að flytja höfuðstöðvarnar og segir í frétt SVT að stjórnvöld hafi í kjölfarið mildað tillögur sínar. Það virðist þó ekki hafa skilað árangri ef marka má ákvörðun stjórnar bankans. Viðskiptavinir bankans telja um 10 milljónir á Norðurlöndum. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórn Nordea-bankans, eins stærsta banka Norðurlanda, ákvað í dag að flytja höfuðstöðvar sínar frá Stokkhólmi og til Finnlands. Virði hlutabréfa bankans hafa hækkað eftir að tilkynnt var um ákvörðunina nú síðdegis. Í tilkynningu frá bankanum segir að starfsemi bankans á öllum Norðurlöndunum verði annars óbreytt og að takmarkaður fjöldi starfa, beintengd höfuðstöðvunum, muni flytjast til Finnlands. Viðskiptavinir munu ekki taka eftir nokkrum breytingum og bankinn muni áfram greiða skatta í öllum markaðslöndum sínum á Norðurlöndum. Umræða um flutning höfuðstöðvanna hófst fyrir um hálfu ári þegar sænska ríkisstjórnin kynnti tillögur um hærri skattgreiðslur banka í landinu. Stjórn bankans hótaði þá að flytja höfuðstöðvarnar og segir í frétt SVT að stjórnvöld hafi í kjölfarið mildað tillögur sínar. Það virðist þó ekki hafa skilað árangri ef marka má ákvörðun stjórnar bankans. Viðskiptavinir bankans telja um 10 milljónir á Norðurlöndum.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira