Erlent

Bandaríkin vilja stöðva olíusölu til Norður-Kóreu

Kjartan Kjartansson skrifar
Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, vill að kosið verði um olíusölubannið strax eftir helgi.
Nikki Haley, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, vill að kosið verði um olíusölubannið strax eftir helgi. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Washington-borg vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki að banna sölu á olíu til Norður-Kóreu vegna kjarnavopnatilrauna stjórnvalda í Pjongjang.

Reuters-fréttastofan greinir frá því að auk olíubannsins vilji Bandaríkjamenn að hertar refsiaðgerðir feli í sér bann við útflutningi á vefnaðarvörum frá Norður-Kóreu og að bannað verði að ráða norður-kóreska verkamenn erlendis.

Þá verði eignir Kim Jong-un, leiðtoga landsins, frystar og hann settur í ferðabann.

Nikki Haley, sendirherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, er sögð vilja að öryggisráðið kjósi um tillögu þessa efnis á mánudag.

Óvíst er hins vegar hvort að Rússar eða Kínverjar, sem báðir hafa neitunarvald í ráðinu, styðji tillöguna. Vassilí Nebenzia, sendiherra Rússa, segir mögulega aðeins ótímabært að leggja slíka tillögu fram strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×