Erlent

Irma á gagnvirku korti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Irma er enn fimmta stigs fellibylur.
Irma er enn fimmta stigs fellibylur. Skjáskot
Fellibylurinn Irma heldur áfram að valda gríðarlegri eyðileggingu í Karíbahafinu en bylurinn gengur nú norðan af Dóminíkanska Lýðveldinu.

Greint var frá því í gær, við mikinn fögnuð eyjaskeggja, að auga stormsins myndi ekki ganga yfir eyjuna eins og áður hafi verið talið. Engu að síður hefur eyðilegging verið mikil á nærliggjandi eyjum sem einnig hafa sloppið við augað. Fleiri en 600.000 manns eru án rafmagns á Púertó Ríko og nærri 50.000 án drykkjarvatns eftir að Irma gekk meðfram norðurströnd landsins gær.

Sjá einnig: Irma heldur ótrauð áfram

Sama hætta verður á ferðum á norðurstönd Hispanjólu í dag og svo á Turks- og Caicoeyjum og suðaustanverðum Bahamaeyjum á föstudag.

Samfelldur vindurinn í Irmu hefur mælst um 82 m/s, að því er segir í frétt BBC. Hún er öflugasti fellibylur sem myndast hefur í Atlantshafi frá því að athuganir hófust og næstöflugasti fellibylur sem gengið hefur á land á jörðinni frá því að slíkar mælingar byrjuðu.

Á gagnvirka kortinu hér fyrir neðan má fylgjast með Irmu en rétt er að taka fram að kortið byggir á spám nokkurra daga fram í tímann.


Tengdar fréttir

Irma heldur ótrauð áfram yfir Karíbahaf

Fellibylurinn öflugi heldur áfram að valda usla á eyjum í Karíbahafi og auknar líkur eru á að hann stefni á meginland Bandaríkjanna á næstu dögum.

Irma veldur tjóni í Karíbahafi

Betur fór en á horfðist þegar Irma gekk yfir Antígva og Barbúda í gær. Minnst tveir létust og aðrir tveir eru alvarlega slasaðir á St. Bart og St. Martin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×