250 nýir styrktarforeldrar og vefsíða ABC barnahjálpar hrundi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. september 2017 14:40 Kara Rut Hanssen byrjaði að styrkja Amis Agaba mánaðarlega árið 2009 og gerði honum kleift að klára grunnskólann, fara reglulega til læknis og kaupa sér að borða. ABC barnahjálp hefur fengið aukinn stuðning eftir umfjöllun Ísland í dag um heimsókn Amis Agaba til Íslands. „Vefurinn náði ekki að vinna úr öllum skráningunum og traffíkinni á síðunni okkar,“ segir Sigurlín Sigurjónsdóttir starfsmaður ABC barnahjálp á Íslandi. Nokkur hundruð heimsóttu síðuna strax eftir umfjöllun í Ísland í dag á mánudag. Þar var sýnt frá hjartnæmri stund þegar Amis Agaba hitti Köru Rut Hanssen en hún hefur stutt við hann í gegnum ABC barnahjálp undarfarin níu ár.Snortinn yfir viðbrögðunum „Í kringum 250 börn hafa fengið skráningu og það eru enn að bætast stuðningsaðilar í hópinn. Þetta er mjög ánægjulegt,“ segir Sigurlín. Allt frá því að Kara byrjaði að styrkja Amis mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, þrátt fyrir að það sé aðeins fjögurra ára aldursmunur á þeim. Amis er nú 23 ára og á skólastyrk í háskóla í Malmö og segist hann eiga henni allt að þakka. Saga Amis hreyfði við áhorfendum enda einstaklega fallegt að sjá hann fá draum sinn uppfylltan og hitta loksins Köru. Margir tóku ákvörðun um að gerast styrktarsforeldrar í kjölfarið og segir Sigurlín að þessi ótrúlegu viðbrögð hafi komið á óvart en fyrir voru í kringum 4000 styrktarforeldrar á skrá hjá ABC barnahjálp. „Við áttum von á viðbrögðum en ekki svona miklum.“Hér má sjá innslag Ísland í dagÞað var ABC barnahjálp sem kom Amis í samband við Köru og heimsótti hann skrifstofuna aftur áður en hann fór heim til Svíþjóðar. „Hann kom hérna og var mjög snortinn yfir þessum viðbrögðum og yfir því að fá að hitta stuðningsaðilann sinn. Við bara vonum að það verði meira um þetta með tímanum að stuðningsaðilar fái fréttir af því barni sem það hefur verið að styrkja.“Þakklát fyrir stuðninginn Sigurlín segir að ABC barnahjálp sé með margar sögur af því hvernig börnunum gengur í lífinu. Amis er fyrstur til þess að koma til Íslands til þess að hitta styrktarforeldri. Sigurlín segir þó mörg dæmi um að styrktarforeldrar fari og heimsæki barnið sem þau eru að styrkja. Styrktarforeldrar greiða mánaðarlega en svo eru líka einhverjir sem velja að styrkja frekar neyðarsjóðinn um einhverja tiltekna upphæð. Neyðarsjóðurinn er nýttur í uppbyggingu og fleiri verkefni á þeim svæðum sem ABC barnahjálp starfar á.Margir Íslendingar hafa gerst styrktarforeldrar eftir að hafa horft á innslag Ísland í dag Sigurlín hvetur stuðningsaðila til þess að hafa samband rafrænt eða í gegnum síma ef þeir vilja vita meira, til dæmis um barnið sem það hefur verið að styrkja í gegnum árin. „Við erum þakklát þeim sem skráðu sig og horfðu á þáttinn og þeim sem eru stuðningsaðilar í dag og hafa verið til margra ára.Við erum afskaplega þakklát fyrir þessa stuðningsaðila og velunnara okkar.“ Tengdar fréttir Amis hitti loks „mömmu“ sína á Íslandi Allt frá því að Kara Rut Hanssen byrjaði að styrkja Amis Agaba mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, enda segist hann eiga henni allt að þakka. 5. september 2017 06:06 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
ABC barnahjálp hefur fengið aukinn stuðning eftir umfjöllun Ísland í dag um heimsókn Amis Agaba til Íslands. „Vefurinn náði ekki að vinna úr öllum skráningunum og traffíkinni á síðunni okkar,“ segir Sigurlín Sigurjónsdóttir starfsmaður ABC barnahjálp á Íslandi. Nokkur hundruð heimsóttu síðuna strax eftir umfjöllun í Ísland í dag á mánudag. Þar var sýnt frá hjartnæmri stund þegar Amis Agaba hitti Köru Rut Hanssen en hún hefur stutt við hann í gegnum ABC barnahjálp undarfarin níu ár.Snortinn yfir viðbrögðunum „Í kringum 250 börn hafa fengið skráningu og það eru enn að bætast stuðningsaðilar í hópinn. Þetta er mjög ánægjulegt,“ segir Sigurlín. Allt frá því að Kara byrjaði að styrkja Amis mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, þrátt fyrir að það sé aðeins fjögurra ára aldursmunur á þeim. Amis er nú 23 ára og á skólastyrk í háskóla í Malmö og segist hann eiga henni allt að þakka. Saga Amis hreyfði við áhorfendum enda einstaklega fallegt að sjá hann fá draum sinn uppfylltan og hitta loksins Köru. Margir tóku ákvörðun um að gerast styrktarsforeldrar í kjölfarið og segir Sigurlín að þessi ótrúlegu viðbrögð hafi komið á óvart en fyrir voru í kringum 4000 styrktarforeldrar á skrá hjá ABC barnahjálp. „Við áttum von á viðbrögðum en ekki svona miklum.“Hér má sjá innslag Ísland í dagÞað var ABC barnahjálp sem kom Amis í samband við Köru og heimsótti hann skrifstofuna aftur áður en hann fór heim til Svíþjóðar. „Hann kom hérna og var mjög snortinn yfir þessum viðbrögðum og yfir því að fá að hitta stuðningsaðilann sinn. Við bara vonum að það verði meira um þetta með tímanum að stuðningsaðilar fái fréttir af því barni sem það hefur verið að styrkja.“Þakklát fyrir stuðninginn Sigurlín segir að ABC barnahjálp sé með margar sögur af því hvernig börnunum gengur í lífinu. Amis er fyrstur til þess að koma til Íslands til þess að hitta styrktarforeldri. Sigurlín segir þó mörg dæmi um að styrktarforeldrar fari og heimsæki barnið sem þau eru að styrkja. Styrktarforeldrar greiða mánaðarlega en svo eru líka einhverjir sem velja að styrkja frekar neyðarsjóðinn um einhverja tiltekna upphæð. Neyðarsjóðurinn er nýttur í uppbyggingu og fleiri verkefni á þeim svæðum sem ABC barnahjálp starfar á.Margir Íslendingar hafa gerst styrktarforeldrar eftir að hafa horft á innslag Ísland í dag Sigurlín hvetur stuðningsaðila til þess að hafa samband rafrænt eða í gegnum síma ef þeir vilja vita meira, til dæmis um barnið sem það hefur verið að styrkja í gegnum árin. „Við erum þakklát þeim sem skráðu sig og horfðu á þáttinn og þeim sem eru stuðningsaðilar í dag og hafa verið til margra ára.Við erum afskaplega þakklát fyrir þessa stuðningsaðila og velunnara okkar.“
Tengdar fréttir Amis hitti loks „mömmu“ sína á Íslandi Allt frá því að Kara Rut Hanssen byrjaði að styrkja Amis Agaba mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, enda segist hann eiga henni allt að þakka. 5. september 2017 06:06 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Amis hitti loks „mömmu“ sína á Íslandi Allt frá því að Kara Rut Hanssen byrjaði að styrkja Amis Agaba mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, enda segist hann eiga henni allt að þakka. 5. september 2017 06:06