Sumarið verður enn betra með bikartitli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2017 06:00 Fyrirliðarnir Katrín Ásbjörnsdóttir og Sóley Guðmundsdóttir með Borgunarbikarinn. vísir/eyþór Þór/KA stendur með pálmann í höndunum í Pepsi-deild kvenna. Norðankonur eru með fimm stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir og fáir sem reikna með því að þær misstígi sig úr þessu. Fyrir vikið er enn meira í húfi fyrir liðin sem eru í úrslitaleik Borgunarbikarsins, Stjörnuna og ÍBV, en hann fer fram á morgun. Bæði lið töpuðu deildarleikjum sínum í upphafi vikunnar og möguleikar liðanna á Íslandsmeistaratitlinum voru þá um leið endanlega úr sögunni. Fyrirliðar liðanna eru þó sammála um að þrátt fyrir að titillinn sé úr sögunni hafi sumarið verið ágætt og verði enn betra með bikarmeistaratitli um helgina. „Þrátt fyrir allt var sumarið ekki vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Við spiluðum vel í deildinni þó svo að úrslitin hafi ef til vill ekki alltaf sýnt það og þá stóðum við okkur vel úti í Króatíu. Sú ferð gerði okkur gott – að vinna þrjá leiki og fá sjálfstraust aftur,“ sagði hún og átti þar við keppni í riðli Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, var sömuleiðis ánægð með sumarið. „Við vorum á svakalegum skriði fyrir EM-pásuna, sem var mjög skemmtilegt,“ segir hún en ÍBV gerði þrjú jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum eftir að hlé var gert á deildinni. „Það er helst sárt að sjá á eftir þeim stigum. Við hefðum gjarnan viljað fá þrjú stig í þeim leikjum.“Úr deildarleik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ.vísir/andri marinóHafa gætur á Cloe Katrín reiknar með jöfnum leik, enda gerðu þessi lið jafntefli í bæði skiptin þegar þau mættust í deildinni í sumar. „Þetta verður svipaður leikur og áður í sumar, reikna ég með. Við vitum að við verðum meira með boltann, enda erum við þannig lið. En þær eru góðar fram á við og nota sínar skyndisóknir vel,“ sagði Katrín. Cloe Lacasse er, rétt eins og Katrín sjálf, einn besti sóknarmaður deildarinnar. Báðar hafa skorað þrettán mörk í sumar. „Við hugsum auðvitað fyrst og fremst um ÍBV í heild en við verðum með góðar gætur á henni. Hún má ekki komast á ferðina því þá opnast vörnin okkar og þá getur allt gerst,“ segir Katrín. „Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkar leik og nýta okkur þessa viku til að undirbúa okkur og koma klárar til leiks,“ sagði fyrirliði Garðbæinga.Þjálfarar og fyrirliðar Stjörnunnar og ÍBV.vísir/eyþórGetum unnið öll lið Sóley tekur í svipaðan streng og segir að Eyjakonur séu ekki mikið að hugsa um lið Stjörnunnar í aðdraganda þessa leiks. „Við einbeitum okkur að okkar leik. Ef okkur tekst að spila vel þá ætti það að fara vel fyrir okkur,“ segir hún. Stjarnan sló Þór/KA úr leik í bikarnum en ÍBV er eina liðið sem hefur unnið norðankonur í deildinni. „Sá leikur staðfesti það sem við vissum, að við getum unnið öll lið. Það var mjög gott að hleypa Þór/KA ekki í gegnum mótið án þess að tapa og gaman að vinna þann leik. Sigurinn gefur ekkert í bikarúrslitum en gaf okkur sjálfstraust og fínan meðbyr.“Ógleymanleg stund Báðar segja að það væri dýrmæt stund fyrir þær að lyfta bikarnum góða á morgun, fyrir framan stuðningsmenn sína. „Ég hef tvisvar farið í bikarúrslit og í bæði skiptin lent í öðru sæti,“ segir Katrín. „Einu sinni með Þór/KA og einu sinni með KR. Þetta er þriðja skiptið mitt – og ég held að þetta sé þriðja skiptið hennar Gummu [Guðmundu Brynju Óladóttur] og við ætlum okkur að lyfta bikarnum í þetta skiptið.“ Það færist líka bros á Sóleyju við tilhugsunina um að lyfta bikarnum. „Það væri bara fáránlega góð tilfinning. Ég get eiginlega ekki hugsað það til enda – það yrði stund sem ég myndi aldrei gleyma.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Þór/KA stendur með pálmann í höndunum í Pepsi-deild kvenna. Norðankonur eru með fimm stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir og fáir sem reikna með því að þær misstígi sig úr þessu. Fyrir vikið er enn meira í húfi fyrir liðin sem eru í úrslitaleik Borgunarbikarsins, Stjörnuna og ÍBV, en hann fer fram á morgun. Bæði lið töpuðu deildarleikjum sínum í upphafi vikunnar og möguleikar liðanna á Íslandsmeistaratitlinum voru þá um leið endanlega úr sögunni. Fyrirliðar liðanna eru þó sammála um að þrátt fyrir að titillinn sé úr sögunni hafi sumarið verið ágætt og verði enn betra með bikarmeistaratitli um helgina. „Þrátt fyrir allt var sumarið ekki vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Við spiluðum vel í deildinni þó svo að úrslitin hafi ef til vill ekki alltaf sýnt það og þá stóðum við okkur vel úti í Króatíu. Sú ferð gerði okkur gott – að vinna þrjá leiki og fá sjálfstraust aftur,“ sagði hún og átti þar við keppni í riðli Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, var sömuleiðis ánægð með sumarið. „Við vorum á svakalegum skriði fyrir EM-pásuna, sem var mjög skemmtilegt,“ segir hún en ÍBV gerði þrjú jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum eftir að hlé var gert á deildinni. „Það er helst sárt að sjá á eftir þeim stigum. Við hefðum gjarnan viljað fá þrjú stig í þeim leikjum.“Úr deildarleik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ.vísir/andri marinóHafa gætur á Cloe Katrín reiknar með jöfnum leik, enda gerðu þessi lið jafntefli í bæði skiptin þegar þau mættust í deildinni í sumar. „Þetta verður svipaður leikur og áður í sumar, reikna ég með. Við vitum að við verðum meira með boltann, enda erum við þannig lið. En þær eru góðar fram á við og nota sínar skyndisóknir vel,“ sagði Katrín. Cloe Lacasse er, rétt eins og Katrín sjálf, einn besti sóknarmaður deildarinnar. Báðar hafa skorað þrettán mörk í sumar. „Við hugsum auðvitað fyrst og fremst um ÍBV í heild en við verðum með góðar gætur á henni. Hún má ekki komast á ferðina því þá opnast vörnin okkar og þá getur allt gerst,“ segir Katrín. „Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkar leik og nýta okkur þessa viku til að undirbúa okkur og koma klárar til leiks,“ sagði fyrirliði Garðbæinga.Þjálfarar og fyrirliðar Stjörnunnar og ÍBV.vísir/eyþórGetum unnið öll lið Sóley tekur í svipaðan streng og segir að Eyjakonur séu ekki mikið að hugsa um lið Stjörnunnar í aðdraganda þessa leiks. „Við einbeitum okkur að okkar leik. Ef okkur tekst að spila vel þá ætti það að fara vel fyrir okkur,“ segir hún. Stjarnan sló Þór/KA úr leik í bikarnum en ÍBV er eina liðið sem hefur unnið norðankonur í deildinni. „Sá leikur staðfesti það sem við vissum, að við getum unnið öll lið. Það var mjög gott að hleypa Þór/KA ekki í gegnum mótið án þess að tapa og gaman að vinna þann leik. Sigurinn gefur ekkert í bikarúrslitum en gaf okkur sjálfstraust og fínan meðbyr.“Ógleymanleg stund Báðar segja að það væri dýrmæt stund fyrir þær að lyfta bikarnum góða á morgun, fyrir framan stuðningsmenn sína. „Ég hef tvisvar farið í bikarúrslit og í bæði skiptin lent í öðru sæti,“ segir Katrín. „Einu sinni með Þór/KA og einu sinni með KR. Þetta er þriðja skiptið mitt – og ég held að þetta sé þriðja skiptið hennar Gummu [Guðmundu Brynju Óladóttur] og við ætlum okkur að lyfta bikarnum í þetta skiptið.“ Það færist líka bros á Sóleyju við tilhugsunina um að lyfta bikarnum. „Það væri bara fáránlega góð tilfinning. Ég get eiginlega ekki hugsað það til enda – það yrði stund sem ég myndi aldrei gleyma.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn