Silkiklæddir kúrekar hjá Calvin Klein Ritstjórn skrifar 8. september 2017 09:30 Glamour/Getty Sýning Calvin Klein á tískuvikunni í New York var í gærkvöldi, þar sem Raf Simons, listrænn stjórnandi tískuhússins, stjórnaði för. Þemað var Ameríka, og var innblásturinn fenginn frá kúrekum, Andy Warhol, klappstýrum og hryllingsmyndum. Að horfa á sýninguna var eins og að vera staddur á listasýningu, þar sem verk Andy Warhol voru prentuð á ýmsar flíkur, frá bolum og upp í kjóla. Simons hélt áfram að vinna með plast eins og hann gerði fyrir vetrarlínu sína, en plastklæddir kjólar tóku nú við af kápunum. Hönnuðir í dag eru farnir að sameina karla-og kvenfatalínur sínar, og var oft ekki mikill munur á flíkunum. Kúrekaskyrtur og buxur voru úr glansandi fallegu silki í þetta skiptið, og er augljóst að sett hefur verið nýtt trend hér með. Þessar skyrtur eru komnar á óskalistann. Vísunin í klappstýrur kom fram í miklu og síðu kögri á kjólum og virðist eins og hönnuðir ætla að færa sig úr fjaðraþema vetursins og yfir í kögrið fyrir sumarið. Mest lesið Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Látum vaða í upphá stígvél Glamour Nicole Kidman tilnefnd til Emmy verðlauna Glamour Er útvítt loksins komið til að vera? Glamour Cara Delevingne gengin til liðs við Puma Glamour Kendall Jenner fyrir Calvin Klein Glamour Klæddist breskri hönnun Glamour Fjöldi hönnuða flytja tískusýningar sínar frá New York til LA Glamour Vorstemning í glæsilegu boði Sensai Glamour
Sýning Calvin Klein á tískuvikunni í New York var í gærkvöldi, þar sem Raf Simons, listrænn stjórnandi tískuhússins, stjórnaði för. Þemað var Ameríka, og var innblásturinn fenginn frá kúrekum, Andy Warhol, klappstýrum og hryllingsmyndum. Að horfa á sýninguna var eins og að vera staddur á listasýningu, þar sem verk Andy Warhol voru prentuð á ýmsar flíkur, frá bolum og upp í kjóla. Simons hélt áfram að vinna með plast eins og hann gerði fyrir vetrarlínu sína, en plastklæddir kjólar tóku nú við af kápunum. Hönnuðir í dag eru farnir að sameina karla-og kvenfatalínur sínar, og var oft ekki mikill munur á flíkunum. Kúrekaskyrtur og buxur voru úr glansandi fallegu silki í þetta skiptið, og er augljóst að sett hefur verið nýtt trend hér með. Þessar skyrtur eru komnar á óskalistann. Vísunin í klappstýrur kom fram í miklu og síðu kögri á kjólum og virðist eins og hönnuðir ætla að færa sig úr fjaðraþema vetursins og yfir í kögrið fyrir sumarið.
Mest lesið Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Golden Globe 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Látum vaða í upphá stígvél Glamour Nicole Kidman tilnefnd til Emmy verðlauna Glamour Er útvítt loksins komið til að vera? Glamour Cara Delevingne gengin til liðs við Puma Glamour Kendall Jenner fyrir Calvin Klein Glamour Klæddist breskri hönnun Glamour Fjöldi hönnuða flytja tískusýningar sínar frá New York til LA Glamour Vorstemning í glæsilegu boði Sensai Glamour