Sex mánaða nálgunarbann vegna ítrekaðra hótana gegn konu og barni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2017 10:48 Konan og barnið voru talin stafa raunveruleg hætta af manninum. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni og brottvísun af heimili gagnvart konu og barni. Í greinargerð barnaverndarnefndar sem fylgir úrskurði héraðsdóms er upphaf málsins takið til ársins 2014. Þá sótti maðurinn barnið á leikskóla í leyfisleysi, ók með það út fyrir höfuðborgarsvæðið og samkvæmt nafnlausri tilkynningu til yfirvalda, hótaði hann að svipta sig og barnið lífi. Þar kemur einnig fram að maðurinn hafi ítrekað sótt barnið á leikskólann þar sem hann hafi haft uppi ógnandi hegðun og gróft málfar í garð starfsmanna. Þurfti starfsfólk leikskólans að setja sér sérstaka viðbragðsáætlun til þess að bregðast við þessu athæfi mannsins. Konunni var útvegaður neyðarhnappur en maðurinn sendi henni ógnandi sms-skilaboð í febrúar og ágúst á þessu ári. Skilaboðin og hótanirnar sem fólst í þeim voru kærðar til lögreglu.Skilaboðin sem kærð voru til lögreglu„„Styttist í að ég losna við gipsið og þá verður það bara ofbeldi gegn ofbeldi“ (sent 23. febrúar). „Laungu komin tími á að þú upplifir að tapa barninu þínu!!!!!“ (sent 8. ágúst). “..þú hefur ennþá 2 daga til að leyfa mér að hitta [...] annars áttu eftir að grenja eins og stúngin grís í marga mánuði og ár“ (sent 9. ágúst)“ .Þá kemur einnig fram í úrskurði héraðsdóms að maðurinn sæti nú þegar nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni vegna hótana og ofbeldis og að tvær ákærur hafi verið gefnar út á hendur honum vegna ofbeldisbrota í hennar garð. Er það mat barnaverndarnefndar að konunni og barninu stafi raunveruleg hætta af manninum og að hann muni halda áfram ofsóknum sínum í þeirra garð. Var manninum því gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði, þannig að lagt verði bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar og barnsins, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilin, mælt frá miðju. Jafnframt var lagt bann við því að maðurinn veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni og brottvísun af heimili gagnvart konu og barni. Í greinargerð barnaverndarnefndar sem fylgir úrskurði héraðsdóms er upphaf málsins takið til ársins 2014. Þá sótti maðurinn barnið á leikskóla í leyfisleysi, ók með það út fyrir höfuðborgarsvæðið og samkvæmt nafnlausri tilkynningu til yfirvalda, hótaði hann að svipta sig og barnið lífi. Þar kemur einnig fram að maðurinn hafi ítrekað sótt barnið á leikskólann þar sem hann hafi haft uppi ógnandi hegðun og gróft málfar í garð starfsmanna. Þurfti starfsfólk leikskólans að setja sér sérstaka viðbragðsáætlun til þess að bregðast við þessu athæfi mannsins. Konunni var útvegaður neyðarhnappur en maðurinn sendi henni ógnandi sms-skilaboð í febrúar og ágúst á þessu ári. Skilaboðin og hótanirnar sem fólst í þeim voru kærðar til lögreglu.Skilaboðin sem kærð voru til lögreglu„„Styttist í að ég losna við gipsið og þá verður það bara ofbeldi gegn ofbeldi“ (sent 23. febrúar). „Laungu komin tími á að þú upplifir að tapa barninu þínu!!!!!“ (sent 8. ágúst). “..þú hefur ennþá 2 daga til að leyfa mér að hitta [...] annars áttu eftir að grenja eins og stúngin grís í marga mánuði og ár“ (sent 9. ágúst)“ .Þá kemur einnig fram í úrskurði héraðsdóms að maðurinn sæti nú þegar nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni vegna hótana og ofbeldis og að tvær ákærur hafi verið gefnar út á hendur honum vegna ofbeldisbrota í hennar garð. Er það mat barnaverndarnefndar að konunni og barninu stafi raunveruleg hætta af manninum og að hann muni halda áfram ofsóknum sínum í þeirra garð. Var manninum því gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði, þannig að lagt verði bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar og barnsins, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilin, mælt frá miðju. Jafnframt var lagt bann við því að maðurinn veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira