Gefa grænt ljós á gámabyggðir í Kaupmannahöfn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2017 13:27 Svona líta gámaíbúðir CPH Villlage út. Mynd/CPH Village Borgarstjóri tækni- og umhverfismála í Kaupmannahöfn hefur gefið grænt ljós á að reistar verði gámabyggðir svo leysa megi húsnæðisvanda stúdenta og ungs fólks í borginni. Það skilyrði er sett að gámabyggðirnar verði tímabundnar og reistar á svæði þar sem engar áætlanir eru uppi um að þróa frekari byggð. Þá er einnig sett skilyrði fyrir því að hægt verði að flytja gámana á brott þegar landsvæðið sem nýtt verður undir þá verður skipulagt undir byggð. „Fyrstu umsókninni hefur verið skilað inn. Ef allt er eins og það á að vera munum við samþykkja hana og þá verður hægt að byggja. Þetta mun taka þrjár til fjórar vikur ef umsóknin uppfyllir öll skilyrði,“ segir Morten Kabell, borgarstjóri umhverfis- og tæknimála í samtali við Politiken.Grænu svæðin tákna þau svæði þar sem reiknað er með að heimilt verði að reisa gámabyggðir.Vill reisa tvö þúsund íbúðir fyrir 2020 Kallað hefur verið eftir því að Kabell gefi grænt ljós á slíkar framkvæmdir en ný skipulagslög heimila að reistar séu tímabundin íbúðarhúsnæði á svæðum þar sem ekki er fyrirhugað að þróa byggð.Frederick Noltenius Busk, stofnandi CPH Village, er einn þeirra sem hyggst reisa gámaíbúðir á þeim svæðum sem það er heimilt. Hann segist geta byggt tvö þúsund slíkar íbúðir fyrir árslok 2020. Horft er hýru auga til Refshale-eyju þar sem áður var mikið iðnaðarsvæði. Er reiknað með að 15-20 íbúar geti flutt inn fyrir 1. nóvember og snemma á næsta ári verði allt að 175 gámaíbúðir komnar í notkun. Busk reiknar með að hámarksleiga verði um fjögur þúsund danskar krónur á mánuði, um 70 þúsund íslenskrar krónur. Eldhús verður í hverri íbúð en baðherbergi verður deilt með nágrönnunum. Húsnæðisvandi ungra stúdenta í Kaupmannahöfn er töluverður. Talið er að leigan á opnum leigumarkaði þar hafi hækkað um 51 prósent á árunum 2010 til 2016. Er vonast til þess að gámabyggðirnar geti slegið á þann vanda. Húsnæðismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Borgarstjóri tækni- og umhverfismála í Kaupmannahöfn hefur gefið grænt ljós á að reistar verði gámabyggðir svo leysa megi húsnæðisvanda stúdenta og ungs fólks í borginni. Það skilyrði er sett að gámabyggðirnar verði tímabundnar og reistar á svæði þar sem engar áætlanir eru uppi um að þróa frekari byggð. Þá er einnig sett skilyrði fyrir því að hægt verði að flytja gámana á brott þegar landsvæðið sem nýtt verður undir þá verður skipulagt undir byggð. „Fyrstu umsókninni hefur verið skilað inn. Ef allt er eins og það á að vera munum við samþykkja hana og þá verður hægt að byggja. Þetta mun taka þrjár til fjórar vikur ef umsóknin uppfyllir öll skilyrði,“ segir Morten Kabell, borgarstjóri umhverfis- og tæknimála í samtali við Politiken.Grænu svæðin tákna þau svæði þar sem reiknað er með að heimilt verði að reisa gámabyggðir.Vill reisa tvö þúsund íbúðir fyrir 2020 Kallað hefur verið eftir því að Kabell gefi grænt ljós á slíkar framkvæmdir en ný skipulagslög heimila að reistar séu tímabundin íbúðarhúsnæði á svæðum þar sem ekki er fyrirhugað að þróa byggð.Frederick Noltenius Busk, stofnandi CPH Village, er einn þeirra sem hyggst reisa gámaíbúðir á þeim svæðum sem það er heimilt. Hann segist geta byggt tvö þúsund slíkar íbúðir fyrir árslok 2020. Horft er hýru auga til Refshale-eyju þar sem áður var mikið iðnaðarsvæði. Er reiknað með að 15-20 íbúar geti flutt inn fyrir 1. nóvember og snemma á næsta ári verði allt að 175 gámaíbúðir komnar í notkun. Busk reiknar með að hámarksleiga verði um fjögur þúsund danskar krónur á mánuði, um 70 þúsund íslenskrar krónur. Eldhús verður í hverri íbúð en baðherbergi verður deilt með nágrönnunum. Húsnæðisvandi ungra stúdenta í Kaupmannahöfn er töluverður. Talið er að leigan á opnum leigumarkaði þar hafi hækkað um 51 prósent á árunum 2010 til 2016. Er vonast til þess að gámabyggðirnar geti slegið á þann vanda.
Húsnæðismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira