Erlent

Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump segir Bandaríkin standa saman á þessari stundu.
Donald Trump segir Bandaríkin standa saman á þessari stundu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fellibylurinn Irma sé af þeirri stærðargráðu að hann kunni að valda „sögulegri eyðileggingu“ þegar hann gengur yfir Bandaríkin.

Þetta segir Trump í ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Íbúar á Flórída og í nágrannaríkjunum búa sig nú undir komu Irmu, en búist er við að hann nái strönd Flórída á sunnudag.

Forsetinn segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins þannig að komast megi hjá manntjóni. Hann beinir þeim orðum til íbúa á svæðum sem verða á vegi Irmu að sýna varkárni og fara að ráðleggingum yfirvalda.

„Ekkert er mikilvægara en öryggi borgara okkar,“ segir forsetinn.

Sjá má ávarp forsetans að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×