Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2017 17:57 Mest var mengunin í vatni í Bandaríkjunum þar sem 94 prósent sýnana voru menguð. Vísir/Getty Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. Sýnatökur munu hefjast á næstu mánuðum, segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. „Við höfum þegar brugðist við. Okkar vísindamenn hafa sett sig í samband við þá sem gerðu rannsóknina úti og við höfum áhuga á að láta skoða vatnið okkar. Við viljum vita hvort það sé að finna plast í vatninu okkar. Þau tóku jákvætt í erindið okkar og við erum með málið í farvegi,“ segir Ólöf. Um er að ræða rannsókn sem greint var frá á vef Guardian í vikunni, en þar kom fram að plastagnir hafi fundist í 83 prósent þeirra sýna sem tekin voru. Mest var mengunin í vatni í Bandaríkjunum þar sem 94,4 prósent sýnanna voru menguð. Líbanon og Indland komu þar á eftir. Ástandið var skárra í Evrópu. Í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi fannst plastið í um 72 prósent tilfella. Ólöf segist binda vonir við að fá niðurstöður rannsókna hér á landi hið fyrsta. „Við viljum vita hvað er í vatninu okkar sem við teljum svo hreint og fínt. Við munum líklega senda þeim sýni víða úr kerfinu; úr krönum hjá fólki í hinum og þessum hverfum eftir aldri vatnsveitunnar, kerfinu okkar sjálfu og úr vatnsbólunum,“ segir hún. Ekki sé tímabært að lýsa yfir áhyggjum vegna plastagnanna. „Auðvitað er það alltaf áhyggjuefni þegar svona finnst í neysluvatni, en við erum bara forvitin og viljum vita meira áður en við förum að vera mjög áhyggjufull.“ Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. Sýnatökur munu hefjast á næstu mánuðum, segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. „Við höfum þegar brugðist við. Okkar vísindamenn hafa sett sig í samband við þá sem gerðu rannsóknina úti og við höfum áhuga á að láta skoða vatnið okkar. Við viljum vita hvort það sé að finna plast í vatninu okkar. Þau tóku jákvætt í erindið okkar og við erum með málið í farvegi,“ segir Ólöf. Um er að ræða rannsókn sem greint var frá á vef Guardian í vikunni, en þar kom fram að plastagnir hafi fundist í 83 prósent þeirra sýna sem tekin voru. Mest var mengunin í vatni í Bandaríkjunum þar sem 94,4 prósent sýnanna voru menguð. Líbanon og Indland komu þar á eftir. Ástandið var skárra í Evrópu. Í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi fannst plastið í um 72 prósent tilfella. Ólöf segist binda vonir við að fá niðurstöður rannsókna hér á landi hið fyrsta. „Við viljum vita hvað er í vatninu okkar sem við teljum svo hreint og fínt. Við munum líklega senda þeim sýni víða úr kerfinu; úr krönum hjá fólki í hinum og þessum hverfum eftir aldri vatnsveitunnar, kerfinu okkar sjálfu og úr vatnsbólunum,“ segir hún. Ekki sé tímabært að lýsa yfir áhyggjum vegna plastagnanna. „Auðvitað er það alltaf áhyggjuefni þegar svona finnst í neysluvatni, en við erum bara forvitin og viljum vita meira áður en við förum að vera mjög áhyggjufull.“
Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22