Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar 31. ágúst 2017 13:00 Birkir á æfingunni í morgun. Vísir/ÓskarÓ Birkir Bjarnason er vongóður um að íslenska liðið leggi það finnska að velli í undankeppni HM 2018 en liðin mætast í Helsinki á laugardag. Íslenska liðið æfði í morgun og leikmenn ræddu við fjölmiðla um leikinn mikilvæga. Ísland er í frábærri stöðu í undankeppninni en strákarnir eru jafnir Króatíu á toppi riðilsins eftir sigur á Króötum í byrjun júní. Fyrir ári síðan vann Ísland svo ævintýralegan 3-2 sigur á Finnlandi á heimavelli eftir að hafa verið 2-1 undir þegar lítið var eftir af leiknum. „Leikurinn gegn Króatíu var frábær og vonandi höldum við áfram á þessari braut,“ sagði Birkir í samtali við Vísi í morgun. Hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt að komast aftur niður á jörðiuna eftir þann góða sigur. „Við höfum áður spilað á móti góðum liðum og unnið þau. Þá þurftum við að koma okkur snöggt niður á jörðina aftur og ég held að það verði ekkert öðruvísi núna.“ Hann segir að Finnland sé með hörkulið og að engir leikir séu léttir í þessum sterka riðli Íslands. „Við verðum að vera einbeittir hverja einustu mínútu í öllum leikjum. Við sáum að við vorum í basli með Finna síðast og þó svo að það hafi verið mjög sætt að vinna þá í lokin vil ég frekar vinna leiki fyrr,“ sagði Birkir.Terry í leik með Aston Villa.Vísir/GettyFerill Terry talar sínu máli Birkir kom til Aston Villa í upphafi ársins og missti af síðustu vikum síðasta tímabis vegna meiðsla. Hann hefur einu sinni verið byrjuanrliðsmaður með Aston Villa á nýju tímabili og vonast til að fá fleiri tækifæri. „Mér líður vel hjá Aston Villa. Þetta hefur ekki farið nógu vel af stað, hvorki hjá liðinu eða mér persónulega en þetta hefur gengið betur hjá mér persónulega í síðustu leikjum og ég vona að ég fái tækifæri að sýna hvað ég get,“ sagði Birkir. John Terry kom til félagsins frá Chelsea í sumar og Birkir ber honum söguna vel. „Hann er frábær. Mjög fínn. Góður leiðtogi og góður á æfingum sem og í klefanum. Hann er líka búinn að vera frábær inni á vellinum líka,“ segir Birkir. „Það vita allir hvað hann getur enda talar ferillinn hans sínu máli. Hann er enn frábær leikmaður.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Arnar Björnsson tók við Birki fyrir Stöð 2 í morgun. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Birkir Bjarnason er vongóður um að íslenska liðið leggi það finnska að velli í undankeppni HM 2018 en liðin mætast í Helsinki á laugardag. Íslenska liðið æfði í morgun og leikmenn ræddu við fjölmiðla um leikinn mikilvæga. Ísland er í frábærri stöðu í undankeppninni en strákarnir eru jafnir Króatíu á toppi riðilsins eftir sigur á Króötum í byrjun júní. Fyrir ári síðan vann Ísland svo ævintýralegan 3-2 sigur á Finnlandi á heimavelli eftir að hafa verið 2-1 undir þegar lítið var eftir af leiknum. „Leikurinn gegn Króatíu var frábær og vonandi höldum við áfram á þessari braut,“ sagði Birkir í samtali við Vísi í morgun. Hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt að komast aftur niður á jörðiuna eftir þann góða sigur. „Við höfum áður spilað á móti góðum liðum og unnið þau. Þá þurftum við að koma okkur snöggt niður á jörðina aftur og ég held að það verði ekkert öðruvísi núna.“ Hann segir að Finnland sé með hörkulið og að engir leikir séu léttir í þessum sterka riðli Íslands. „Við verðum að vera einbeittir hverja einustu mínútu í öllum leikjum. Við sáum að við vorum í basli með Finna síðast og þó svo að það hafi verið mjög sætt að vinna þá í lokin vil ég frekar vinna leiki fyrr,“ sagði Birkir.Terry í leik með Aston Villa.Vísir/GettyFerill Terry talar sínu máli Birkir kom til Aston Villa í upphafi ársins og missti af síðustu vikum síðasta tímabis vegna meiðsla. Hann hefur einu sinni verið byrjuanrliðsmaður með Aston Villa á nýju tímabili og vonast til að fá fleiri tækifæri. „Mér líður vel hjá Aston Villa. Þetta hefur ekki farið nógu vel af stað, hvorki hjá liðinu eða mér persónulega en þetta hefur gengið betur hjá mér persónulega í síðustu leikjum og ég vona að ég fái tækifæri að sýna hvað ég get,“ sagði Birkir. John Terry kom til félagsins frá Chelsea í sumar og Birkir ber honum söguna vel. „Hann er frábær. Mjög fínn. Góður leiðtogi og góður á æfingum sem og í klefanum. Hann er líka búinn að vera frábær inni á vellinum líka,“ segir Birkir. „Það vita allir hvað hann getur enda talar ferillinn hans sínu máli. Hann er enn frábær leikmaður.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Arnar Björnsson tók við Birki fyrir Stöð 2 í morgun.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira