Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2017 10:30 Allir virðast á eitt sammála um að Primera Air komi skilaboðum seint og illa til skila. Vísir Flugfélagið Primera Air hefur átt örðugan sólarhing og segja fjölmargir Íslendingar farir sínar ekki sléttar við félagið eftir ítrekaðar seinkanir á flugi og lélega upplýsingagjöf. Hafa margir hverjir þurft að dvelja á flugvöllum, jafnt í Keflavík sem og á Spáni svo klukkustundum skiptir, í von og óvon um hvenær flugið þeirra fer í loftið. Vísi hafa borist fjölmargar ábendingar nú í morgun um langþreytta ferðalanga sem ýmist eru nýkomnir heim eftir langt ferðalag eða dúsa jafnvel enn á flugvöllum löngu eftir að til stóð að fara af stað. Erna Karen Stefánsdóttir er ein þeirra. Hún birti Facebook-færslu í morgun þar sem hún greinir frá því að hún og fjölskylda hennar, sem og fjöldamargir aðrir farþegar, hafi nú beðið í næstum 18 klukkustundir á flugvellinum í Tenerife. Erna Karen birti myndi af sofandi fólki í flugstöðinni á Tenerife í morgun.Erna Karen StefánsdóttirÞau hafi vakað í sólarhring, fólk sé orðið „ansi pirrað“ enda litlar sem engar fréttir borist frá forráðamönnum Primera Air og ekki bæti mikill kuldi í flugstöðinni úr skák. Fluginu hafi sífellt verið seinkað, yfirleitt um klukkustund í einu og enginn veit raunverulega hvenær flugið fer af stað. 21 klukkustunda ferðalag og rangt brottfararhliðAndrea Björnsdóttir hefur svipaða sögu að segja. Hún lenti á Keflavík í gærkvöldi eftir 21 klukkustundaringulreið í boði Primera Air. Flug Andreu átti að fara frá flugvellinum í Alicante klukkan 01:45, aðfaranótt laugardags. Þegar á flugvöllinn var komið var Andreu, sem ferðaðist með ömmu sinni, tjáð að vélinni yrði seinkað til hálf 3. Þegar klukkan sló 02:30 var farþegum tjáð að fluginu hafi verið aflýst. Upphófst þá mikið „kaos“ að sögn Andreu þar sem fólki var gert að sækja töskurnarnar sínar og flykkjast að upplýsingaborði flugvallarins þar sem því yrði úthlutað gisting yfir nóttina. Allt hafi það þó tekist að lokum og voru Andrea og amma hennar komin á hótelherbergi um klukkan 5 um morguninn. Þeim var gert að bíða eftir sms-skilaboðum eða símtali þar sem þeim yrði tjáð hvenær næsta vél færi. Andrea segir í samtali við Vísi að hún hafi ekkert náð að festa svefn um nóttina enda óttaðist hún að myndi missa af skilaboðunum. Hún hringdi því morguninn eftir í neyðarnúmer Úrval Útsýnar og spurðist fyrir um afdrif flugsins en fékk fá svör. Það hafi verið algjöra heppni sem hún frétti frá öðrum farþegum vélarinnar að einhver hreyfing væri komin á málið og að byrjað yrði að innrita um hádegi.Ferðalag Andreu og ömmu hennar varð umtalsvert lengra en gert var ráð fyrir.Andrea BjörnsdóttirÞað féll í skaut eins starfsmanns flugvallarins að innrita alla 200 farþega vélarinnar og segir Andrea að það hafi skiljanlega tekið ár og daga. Eftir innritunina var ringulreiðin þó ekki alveg úr sögunni því farþegarnir hafi upphaflega verið sendir í rangt hlið og fengið leiðréttingu með engum fyrirvara. Andrea og amma hennar þurftu því að hlaupa um flugstöðina til að ná að réttu hliði - til þess eins að hlaupa inn í þvögu af fólki sem beið eftir því að rúta flytti það að vélinni. Þær lentu loks í Keflavík klukkan 19 í gær, rúmri 21 klukkustund frá því að ferðalag þeirra hófst. Andrea segir þó að það „mest pirrandi“ við allt þetta umstang hafi verið að Primera Air hafi ekki getað gefið farþegum neinar upplýsingar fyrirfram. Þau hafi verið skilin eftir í von og óvon í nánast sólarhring.Seinkanir í morgunHilmar Kristensson, sem nú bíður eftir því að geta tekið af stað frá Keflavík, er í sambærilegri stöðu. Flug Primera Air til Malaga átti að fara klukkan 06:15 í morgun en nú er ljóst að svo verður ekki. Hilmar segist í morgun hafa fengið fjöldamörg skilaboð um seinkanir. Fyrst var því seinkað til 8, því næst til 11 og ekki leið á löngu fyrr en því hafði verið frestað til klukkan 14. Hann útilokar ekki að því kunni að seinka enn frekar. Þá seinkar einnig vél Primera Air sem fljúga átti frá Malaga til Íslands og Hilmar segir vinkonu sína nýkomna til landsins úr flugi Primera sem seinkað hafði um 12 tíma. „Það er svo skelfilegt að þau geti ekki látið mann vita,“ segir Hilmar.Rætt verður við forstjóra Heimsferða í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þrjátíu tíma seinkun Primera Air vekur reiði strandaglópa Fjöldi manns er nú fastur á Arlanda flugvellinum í Svíþjóð eftir að flug Primera Air til Alicante frestaðist um þrjátíu tíma. Þá situr fólk einnig fast á flugvellinum í Alicante. 17. júlí 2017 16:34 Sex tíma seinkun á áætlunarferð Primera Air: Hættu tvisvar við brottför vegna bilunar Áætluð brottför var klukkan 06:25 en farþegaþotan fór ekki frá Keflavíkurflugvelli fyrr en klukkan 12:25 í dag. 2. maí 2017 13:21 Fá bætur frá Primera Air ári eftir sólarhringsferðina frá Tenerife "Það gerist ekkert sjálfkrafa. Ég hef a.m.k. ekki trú á því miðað við forsöguna,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson um innheimtu skaðabótanna frá flugfélaginu. 25. ágúst 2016 12:52 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Flugfélagið Primera Air hefur átt örðugan sólarhing og segja fjölmargir Íslendingar farir sínar ekki sléttar við félagið eftir ítrekaðar seinkanir á flugi og lélega upplýsingagjöf. Hafa margir hverjir þurft að dvelja á flugvöllum, jafnt í Keflavík sem og á Spáni svo klukkustundum skiptir, í von og óvon um hvenær flugið þeirra fer í loftið. Vísi hafa borist fjölmargar ábendingar nú í morgun um langþreytta ferðalanga sem ýmist eru nýkomnir heim eftir langt ferðalag eða dúsa jafnvel enn á flugvöllum löngu eftir að til stóð að fara af stað. Erna Karen Stefánsdóttir er ein þeirra. Hún birti Facebook-færslu í morgun þar sem hún greinir frá því að hún og fjölskylda hennar, sem og fjöldamargir aðrir farþegar, hafi nú beðið í næstum 18 klukkustundir á flugvellinum í Tenerife. Erna Karen birti myndi af sofandi fólki í flugstöðinni á Tenerife í morgun.Erna Karen StefánsdóttirÞau hafi vakað í sólarhring, fólk sé orðið „ansi pirrað“ enda litlar sem engar fréttir borist frá forráðamönnum Primera Air og ekki bæti mikill kuldi í flugstöðinni úr skák. Fluginu hafi sífellt verið seinkað, yfirleitt um klukkustund í einu og enginn veit raunverulega hvenær flugið fer af stað. 21 klukkustunda ferðalag og rangt brottfararhliðAndrea Björnsdóttir hefur svipaða sögu að segja. Hún lenti á Keflavík í gærkvöldi eftir 21 klukkustundaringulreið í boði Primera Air. Flug Andreu átti að fara frá flugvellinum í Alicante klukkan 01:45, aðfaranótt laugardags. Þegar á flugvöllinn var komið var Andreu, sem ferðaðist með ömmu sinni, tjáð að vélinni yrði seinkað til hálf 3. Þegar klukkan sló 02:30 var farþegum tjáð að fluginu hafi verið aflýst. Upphófst þá mikið „kaos“ að sögn Andreu þar sem fólki var gert að sækja töskurnarnar sínar og flykkjast að upplýsingaborði flugvallarins þar sem því yrði úthlutað gisting yfir nóttina. Allt hafi það þó tekist að lokum og voru Andrea og amma hennar komin á hótelherbergi um klukkan 5 um morguninn. Þeim var gert að bíða eftir sms-skilaboðum eða símtali þar sem þeim yrði tjáð hvenær næsta vél færi. Andrea segir í samtali við Vísi að hún hafi ekkert náð að festa svefn um nóttina enda óttaðist hún að myndi missa af skilaboðunum. Hún hringdi því morguninn eftir í neyðarnúmer Úrval Útsýnar og spurðist fyrir um afdrif flugsins en fékk fá svör. Það hafi verið algjöra heppni sem hún frétti frá öðrum farþegum vélarinnar að einhver hreyfing væri komin á málið og að byrjað yrði að innrita um hádegi.Ferðalag Andreu og ömmu hennar varð umtalsvert lengra en gert var ráð fyrir.Andrea BjörnsdóttirÞað féll í skaut eins starfsmanns flugvallarins að innrita alla 200 farþega vélarinnar og segir Andrea að það hafi skiljanlega tekið ár og daga. Eftir innritunina var ringulreiðin þó ekki alveg úr sögunni því farþegarnir hafi upphaflega verið sendir í rangt hlið og fengið leiðréttingu með engum fyrirvara. Andrea og amma hennar þurftu því að hlaupa um flugstöðina til að ná að réttu hliði - til þess eins að hlaupa inn í þvögu af fólki sem beið eftir því að rúta flytti það að vélinni. Þær lentu loks í Keflavík klukkan 19 í gær, rúmri 21 klukkustund frá því að ferðalag þeirra hófst. Andrea segir þó að það „mest pirrandi“ við allt þetta umstang hafi verið að Primera Air hafi ekki getað gefið farþegum neinar upplýsingar fyrirfram. Þau hafi verið skilin eftir í von og óvon í nánast sólarhring.Seinkanir í morgunHilmar Kristensson, sem nú bíður eftir því að geta tekið af stað frá Keflavík, er í sambærilegri stöðu. Flug Primera Air til Malaga átti að fara klukkan 06:15 í morgun en nú er ljóst að svo verður ekki. Hilmar segist í morgun hafa fengið fjöldamörg skilaboð um seinkanir. Fyrst var því seinkað til 8, því næst til 11 og ekki leið á löngu fyrr en því hafði verið frestað til klukkan 14. Hann útilokar ekki að því kunni að seinka enn frekar. Þá seinkar einnig vél Primera Air sem fljúga átti frá Malaga til Íslands og Hilmar segir vinkonu sína nýkomna til landsins úr flugi Primera sem seinkað hafði um 12 tíma. „Það er svo skelfilegt að þau geti ekki látið mann vita,“ segir Hilmar.Rætt verður við forstjóra Heimsferða í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þrjátíu tíma seinkun Primera Air vekur reiði strandaglópa Fjöldi manns er nú fastur á Arlanda flugvellinum í Svíþjóð eftir að flug Primera Air til Alicante frestaðist um þrjátíu tíma. Þá situr fólk einnig fast á flugvellinum í Alicante. 17. júlí 2017 16:34 Sex tíma seinkun á áætlunarferð Primera Air: Hættu tvisvar við brottför vegna bilunar Áætluð brottför var klukkan 06:25 en farþegaþotan fór ekki frá Keflavíkurflugvelli fyrr en klukkan 12:25 í dag. 2. maí 2017 13:21 Fá bætur frá Primera Air ári eftir sólarhringsferðina frá Tenerife "Það gerist ekkert sjálfkrafa. Ég hef a.m.k. ekki trú á því miðað við forsöguna,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson um innheimtu skaðabótanna frá flugfélaginu. 25. ágúst 2016 12:52 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Þrjátíu tíma seinkun Primera Air vekur reiði strandaglópa Fjöldi manns er nú fastur á Arlanda flugvellinum í Svíþjóð eftir að flug Primera Air til Alicante frestaðist um þrjátíu tíma. Þá situr fólk einnig fast á flugvellinum í Alicante. 17. júlí 2017 16:34
Sex tíma seinkun á áætlunarferð Primera Air: Hættu tvisvar við brottför vegna bilunar Áætluð brottför var klukkan 06:25 en farþegaþotan fór ekki frá Keflavíkurflugvelli fyrr en klukkan 12:25 í dag. 2. maí 2017 13:21
Fá bætur frá Primera Air ári eftir sólarhringsferðina frá Tenerife "Það gerist ekkert sjálfkrafa. Ég hef a.m.k. ekki trú á því miðað við forsöguna,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson um innheimtu skaðabótanna frá flugfélaginu. 25. ágúst 2016 12:52