Tæknibilun á Menningarnótt: "Það er leiðinlegt að ætla að bjóða upp á gott partý þegar eitthvað misheppnast“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 21:00 Óli Palli segir að það sé ekki komið á hreint hvað olli tæknibiluninni. Vísir/Stefán Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli eins og hann er kallaður, segir að verið sé að skoða hvað hafi gerst á tónleikum Rásar 2 í gær. Hann segir að vandamálið hafi verið tvennum toga; rafmagnið hafi slegið út og síðan hafi Friðrik Dór átt í erfiðleikum með tæknibúnaðinn sinn, svo kallað innra eyra, sem var á hans vegum. Erfitt sé að segja hvað nákvæmlega hafi orsakað vandamálið. „Ég er ekki enn þá með það á hreinu hvort að þetta rafmagnsleysi hafi haft áhrif á Friðrik. Það var verið að tala um að það hefði verið vont hljóð á Friðrik. Þetta var ekki merkilegra en það, að hann blessaður heyrði ekki nógu vel í hljómsveitinni sem varð þess valdandi að hann gat ekki sýnt sína bestu hlið,“ segir Óli Palli í samtali við Vísi.Þykir þetta leiðinlegt Óli segir þau hafi lengi verið að undirbúa tónleikana og því sé leiðinlegt þegar að svona nokkuð gerist. „Við á útvarpinu erum náttúrulega að hugsa um þessa tónleika. Þetta er á bak við eyrað allt árið um kring. Við erum að reyna að hugsa hverja væri sniðugt að fá til að koma og og Friðrik var einna efstur á þeim lista í ár,“ segir Óli Palli. Hann segir að tækniörðugleikarnir hafi ekki byrjað fyrr en rétt fyrir tónleikanna. „Reykjavíkurdætur þurftu að byrja og bíða svo í korter þangað til að þær gátu byrjað aftur en okkur þykir þetta náttúrulega bara voðalega leiðinlegt. Það er leiðinlegt að ætla að bjóða upp á gott partý þegar eitthvað misheppnast,“ segir Óli Palli og nefnir að þau hafi líka fengið góð viðbrögð við þessu hvað varðar prógramm en þetta hafi vissulega sett strik í reikninginn.Frosti Logason og Máni Pétursson, útvarpsmenn á X-inu 977VisirFriðrik róaði umboðsmanninn Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson, umboðsmaður Friðrik Dórs , segir í færslu á Facebook að Friðrik hafa komið og róað sig eftir tónleika Rásar 2 í gærkvöldi. Máni segir Friðrik vera stórkostlegan tónlistarmann og algjör gæðablóð, það hafi sýnt sig í framkomu hans eftir erfiða tónleika. „Það er kannski lýsandi fyrir hann að vera að eyða tíma sínum í gær að róa umboðsmanninn sinn sem vildi í gærkveldi fara með hafnaboltakylfu að heimsækja eitthvað lið. Þá vildi hann bara taka þetta á kassann. Hann var eiginlega meira að finna til með tækniliðinu en sjálfum sér og í staðinn fyrir að kenna einhverjum um í viðtali í gær. Fór hann bara að verja fólkið sem vann við tónleikana. Það er svo lýsandi fyrir þennan dreng,“ segir í færslu Mána. Máni segir að Friðrik Dór láti ekkert á við þetta á sig fá þar sem hann sjá alltaf björtu hliðarnar á málunum. „Það er alltaf hægt að sjá ljósa hluti útúr öllu saman hversu skelfilegir þeir voru. Það góða sem ég sé útur þessu gærkveldi er að þetta kom fyrir Friðrik Dór en ekki einhvern annan. Hann er aldrei að fara láta svona kjaftæði brjóta sig og allir sem þekkja Frikka vita að hann er aldrei betri en þegar honum finnst hann þurfa eitthvað að sanna. Hann er jú maðurinn sem byrjaði að gera r&b tónlist vinsæla á Íslandi. Það þurfti ákveðið hugrekki í það.“ Menningarnótt Tengdar fréttir Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. 19. ágúst 2017 22:12 Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. 20. ágúst 2017 17:03 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira
Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli eins og hann er kallaður, segir að verið sé að skoða hvað hafi gerst á tónleikum Rásar 2 í gær. Hann segir að vandamálið hafi verið tvennum toga; rafmagnið hafi slegið út og síðan hafi Friðrik Dór átt í erfiðleikum með tæknibúnaðinn sinn, svo kallað innra eyra, sem var á hans vegum. Erfitt sé að segja hvað nákvæmlega hafi orsakað vandamálið. „Ég er ekki enn þá með það á hreinu hvort að þetta rafmagnsleysi hafi haft áhrif á Friðrik. Það var verið að tala um að það hefði verið vont hljóð á Friðrik. Þetta var ekki merkilegra en það, að hann blessaður heyrði ekki nógu vel í hljómsveitinni sem varð þess valdandi að hann gat ekki sýnt sína bestu hlið,“ segir Óli Palli í samtali við Vísi.Þykir þetta leiðinlegt Óli segir þau hafi lengi verið að undirbúa tónleikana og því sé leiðinlegt þegar að svona nokkuð gerist. „Við á útvarpinu erum náttúrulega að hugsa um þessa tónleika. Þetta er á bak við eyrað allt árið um kring. Við erum að reyna að hugsa hverja væri sniðugt að fá til að koma og og Friðrik var einna efstur á þeim lista í ár,“ segir Óli Palli. Hann segir að tækniörðugleikarnir hafi ekki byrjað fyrr en rétt fyrir tónleikanna. „Reykjavíkurdætur þurftu að byrja og bíða svo í korter þangað til að þær gátu byrjað aftur en okkur þykir þetta náttúrulega bara voðalega leiðinlegt. Það er leiðinlegt að ætla að bjóða upp á gott partý þegar eitthvað misheppnast,“ segir Óli Palli og nefnir að þau hafi líka fengið góð viðbrögð við þessu hvað varðar prógramm en þetta hafi vissulega sett strik í reikninginn.Frosti Logason og Máni Pétursson, útvarpsmenn á X-inu 977VisirFriðrik róaði umboðsmanninn Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson, umboðsmaður Friðrik Dórs , segir í færslu á Facebook að Friðrik hafa komið og róað sig eftir tónleika Rásar 2 í gærkvöldi. Máni segir Friðrik vera stórkostlegan tónlistarmann og algjör gæðablóð, það hafi sýnt sig í framkomu hans eftir erfiða tónleika. „Það er kannski lýsandi fyrir hann að vera að eyða tíma sínum í gær að róa umboðsmanninn sinn sem vildi í gærkveldi fara með hafnaboltakylfu að heimsækja eitthvað lið. Þá vildi hann bara taka þetta á kassann. Hann var eiginlega meira að finna til með tækniliðinu en sjálfum sér og í staðinn fyrir að kenna einhverjum um í viðtali í gær. Fór hann bara að verja fólkið sem vann við tónleikana. Það er svo lýsandi fyrir þennan dreng,“ segir í færslu Mána. Máni segir að Friðrik Dór láti ekkert á við þetta á sig fá þar sem hann sjá alltaf björtu hliðarnar á málunum. „Það er alltaf hægt að sjá ljósa hluti útúr öllu saman hversu skelfilegir þeir voru. Það góða sem ég sé útur þessu gærkveldi er að þetta kom fyrir Friðrik Dór en ekki einhvern annan. Hann er aldrei að fara láta svona kjaftæði brjóta sig og allir sem þekkja Frikka vita að hann er aldrei betri en þegar honum finnst hann þurfa eitthvað að sanna. Hann er jú maðurinn sem byrjaði að gera r&b tónlist vinsæla á Íslandi. Það þurfti ákveðið hugrekki í það.“
Menningarnótt Tengdar fréttir Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. 19. ágúst 2017 22:12 Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. 20. ágúst 2017 17:03 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira
Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. 19. ágúst 2017 22:12
Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. 20. ágúst 2017 17:03