Staðfestir að Abouyaaqoub hafi ekið bílnum Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2017 11:24 Lögreglustjórinn Josep Lluís Trapero segir að af þeim tólf mönnum sem grunaðir eru um aðild að árásinni sé einungis einn, Abouyaaqoub, sem sé enn leitað. Vísir/getty Lögregla á Spáni hefur staðfest að hinn 22 ára Younes Abouyaaqoub hafi verið sá sem ók hvíta sendiferðabílnum á gangandi vegfarendur á Römblunni í Barcelona á fimmtudag þar sem þrettán létu lífið. Abouyaaqoub er nú leitað alls staðar í Evrópu. Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að ekki sé talið útilokað að Abouyaaqoub hafi flúið yfir landamærin til Frakklands. Spænskir fjölmiðlar hafa birt nýjar myndir úr öryggismyndavélum þar sem sjá má Abouyaaqoub flýja fótgangandi af vettvangi. Sést hann fara, klæddur sólgleraugum, í gegnum markaðinn La Boqueria frá Römblunni, ásamt öðrum sem eru að flýja frá vettvangi.Lögregla í Katalóníu hefur birt nýjar myndir af hinum 22 ára Younes Abouyaaqoub.Mossos d'EsuadraLögregla rannsakar nú hvort að Abouyaaqoub hafi stungið spænskan mann og stolið bíl hans um níutíu mínútum eftir árásina á Römblunni. Um tveimur tímum eftir árásina fannst hinn 34 ára Pau Pérez frá bænum Vila Franca látinn. Hann er því talinn vera sá fimmtándi sem lét lífið í hryðjuverkaárásinni. Alls fórust þrettán manns þegar bílnum var ekið niður Römbluna og þá fórst ein kona í árás í bænum Cambrils nokkrum tímum síðar. Lögreglustjórinn Josep Lluís Trapero sagði frá því í gær að af þeim tólf mönnum sem grunaðir eru um aðild að árásinni sé einungis einn, Abouyaaqoub, sem sé enn leitað. Fimm þeirra létu lífið í Cambrils, fjórir eru í haldi lögreglu og enn eigi eftir að bera kennsl á líkamsleifar tveggja manna sem fórust eftir að springing varð í húsi í bænum Alcanar, suður af Barcelona á miðvikudagskvöldið. Telur lögregla að húsið hafi verið notað sem sprengjuverksmiðja fyrir enn skæðari árás. Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. 20. ágúst 2017 17:57 Tólf manna hryðjuverkasella ætlaði sér að gera bílsprengjuárásir á Barcelona Tólf hryðjuverkamenn ætluðu að gera fleiri árásir á Barcelona. Younes Abouyaaqoub er grunaður um að hafa ráðist á Römbluna og myrt þrettán. Krítarkort hans var notað til þess að leigja sendiferðabílinn sem var notaður í árásinni. 21. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Lögregla á Spáni hefur staðfest að hinn 22 ára Younes Abouyaaqoub hafi verið sá sem ók hvíta sendiferðabílnum á gangandi vegfarendur á Römblunni í Barcelona á fimmtudag þar sem þrettán létu lífið. Abouyaaqoub er nú leitað alls staðar í Evrópu. Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að ekki sé talið útilokað að Abouyaaqoub hafi flúið yfir landamærin til Frakklands. Spænskir fjölmiðlar hafa birt nýjar myndir úr öryggismyndavélum þar sem sjá má Abouyaaqoub flýja fótgangandi af vettvangi. Sést hann fara, klæddur sólgleraugum, í gegnum markaðinn La Boqueria frá Römblunni, ásamt öðrum sem eru að flýja frá vettvangi.Lögregla í Katalóníu hefur birt nýjar myndir af hinum 22 ára Younes Abouyaaqoub.Mossos d'EsuadraLögregla rannsakar nú hvort að Abouyaaqoub hafi stungið spænskan mann og stolið bíl hans um níutíu mínútum eftir árásina á Römblunni. Um tveimur tímum eftir árásina fannst hinn 34 ára Pau Pérez frá bænum Vila Franca látinn. Hann er því talinn vera sá fimmtándi sem lét lífið í hryðjuverkaárásinni. Alls fórust þrettán manns þegar bílnum var ekið niður Römbluna og þá fórst ein kona í árás í bænum Cambrils nokkrum tímum síðar. Lögreglustjórinn Josep Lluís Trapero sagði frá því í gær að af þeim tólf mönnum sem grunaðir eru um aðild að árásinni sé einungis einn, Abouyaaqoub, sem sé enn leitað. Fimm þeirra létu lífið í Cambrils, fjórir eru í haldi lögreglu og enn eigi eftir að bera kennsl á líkamsleifar tveggja manna sem fórust eftir að springing varð í húsi í bænum Alcanar, suður af Barcelona á miðvikudagskvöldið. Telur lögregla að húsið hafi verið notað sem sprengjuverksmiðja fyrir enn skæðari árás.
Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. 20. ágúst 2017 17:57 Tólf manna hryðjuverkasella ætlaði sér að gera bílsprengjuárásir á Barcelona Tólf hryðjuverkamenn ætluðu að gera fleiri árásir á Barcelona. Younes Abouyaaqoub er grunaður um að hafa ráðist á Römbluna og myrt þrettán. Krítarkort hans var notað til þess að leigja sendiferðabílinn sem var notaður í árásinni. 21. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. 20. ágúst 2017 17:57
Tólf manna hryðjuverkasella ætlaði sér að gera bílsprengjuárásir á Barcelona Tólf hryðjuverkamenn ætluðu að gera fleiri árásir á Barcelona. Younes Abouyaaqoub er grunaður um að hafa ráðist á Römbluna og myrt þrettán. Krítarkort hans var notað til þess að leigja sendiferðabílinn sem var notaður í árásinni. 21. ágúst 2017 06:00