Þar keyrir Conor meðal annars um á Rollsinum sínum og hlustar á nýja lagið sem var samið um hann á dögunum. Hann hlær einnig að Donald Trump.
Svo skellir hann sér í laser tag með alvöru Glock-byssum. Ekki var mikil taktík í leiknum hjá Conor og félögum.
Floyd Mayweather hefur augljóslega ekki miklar áhyggjur af því að ná vigt því hann henti í sig Burger King í bardagavikunni. Hann hló svo að Conor.
„Ég er svo hræddur við Conor McGregor,“ segir Mayweather kaldhæðnislega. „Ég vil bara þakka Dana White fyrir að færa mér Conor.“
Þáttinn má sjá hér að neðan.
Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.