25 Evrópuríki höfnuðu eigin gjaldmiðli; Þýskaland líka Ole Anton Bieltvedt skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Fyrir nokkru tjáði fjármálaráðherra sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helst evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni – og, ekki síst, til að tryggja lága vexti. Flestum er ljóst, að akkúrat vextir eru helsta leiðin í hverju þjóðfélagi til að færa fjármuni milli þeirra, sem skulda, oft unga fólksins, og þeirra, sem eiga; fjármagnseigenda. Vextir hér á Íslandi hafa síðustu misseri – á tíma lágmarksverðbólgu – verið svo háir, að við arðráni liggur, þar sem gífurlegir fjármunir hafa verið færðir frá skuldurum yfir á fjármagnseigendur, án þess að fjármagnseigendur hafi í raun lagt neitt af mörkum. Í þessu kerfi, sem einkum Seðlabanki ber ábyrgð á, felst hróplegur ójöfnuður og ranglæti. Einkum út af því, að allir aðrir seðlabankar og stjórnvöld sáu – eftir banka- og fjármálakreppuna – að svona hávaxtastefna stæðist hvorki í framkvæmd né siðferðislega. Ekki lái ég því fjármálaráðherra, sem að sjálfsögðu vill landsmönnum aðeins vel, að hann skuli tjá sig hreint og opinskátt um það, að evran verði að koma, ef við eigum að tryggja hag okkar og kjör, stöðugleika og öryggi, á sem bestan hátt. Sjálfur bjó ég í Þýskalandi í 27 ár, lengst af með evru, og þekki ég því af eigin raun þann gífurlega kost – stöðugleika, öryggi og lága vexti – sem evran tryggir. Þjóðverjar áttu fyrir sitt ofursterka þýska mark, en höfnuðu því í þágu evru. Sumir virðast halda, að krónan sé hluti af okkar þjóðerni og sjálfstæði, og, að við verðum því að halda henni. Þetta er mikil firra. Gjaldmiðill er aðeins verkfæri til að miðla verðmætum og fjármunum milli manna. Nafnið er aukaatriði, enda krónur í mörgum löndum, en gæði og traustleiki verkfærisins aðalatriði. Við höfum verið að athafna okkur með hálfónýtu verkfæri allt of lengi, en afleiðingar hafa verið darraðardans og sveiflur, upp og niður, og svo loks algjört skipbrot og hrun 2008. Þetta er búið að standa í 70 ár, og enn hafa sumir ekki fengið nóg. Svo má illu venjast, að gott þyki. Daginn eftir að fjármálaráðherra gekk fram á völl og tjáði sig skýrt og skorinort um hagsmuni Íslendiga og besta mögulega gjaldmiðlastefnu fyrir þjóðina, stígur varaformaður Framsóknarflokksins fram og segir m.a. þetta: „Það er fáheyrt að fjármálaráðherra þjóðríkja tali gegn eigin gjaldmiðli.“ Virðist varaformaðurinn hér hafa ruglast eilítið í ríminu. Hvorki fleiri né færri en 25 þjóðríki hafa hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp evruna. Nú á varaformaðurinn langan feril að baki erlendis, var auk þess um skeið utanríkisráðherra landsins og því væntanlega í nokkru sambandi við útlönd, en gjaldmiðlamál Evrópu virðast hafa farið nokkuð fram hjá honum. Getur slíkt hent hið besta fólk. Skulu þjóðríkin 25, sem höfnuðu eigin gjaldmiðli, því listuð upp, varformanni og öðrum ágætum lesendum til fróðleiks: Andorra, Austurríki, Belgía, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Írland, Kósóvó, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Portúgal, San Marínó, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Vatíkanið, Þýskaland. Það hefur verið í tísku hér að tala illa um Evrópu, ESB og evruna. Þetta er einhver mesta fíflatíska, sem ég þekki. Við erum Evrópa og Evrópa er við. Sama grunnmenning, að miklu leyti sama fólk og sama blóð, sömu sjónarmið til frelsis, sjálfstæðis þjóðanna og mannréttinda, sömu hagsmunir – líka efnahagslega; 80-90% af okkar útflutningi fara til Evrópu. Auk þess er ESB ríkjasamband, sem byggir á mesta lýðræði sögunnar. Sérhvert aðildarríkjanna hefur neitunarvald og getur fellt tillögur um ný áform, reglur eða lög. Ef við værum fullir aðilar, færi ekkert í gegn án þess að við samþykktum líka. Væri ekki líka flott, ef við gætum beitt gjaldmiðli okkar alls staðar? Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru tjáði fjármálaráðherra sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helst evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni – og, ekki síst, til að tryggja lága vexti. Flestum er ljóst, að akkúrat vextir eru helsta leiðin í hverju þjóðfélagi til að færa fjármuni milli þeirra, sem skulda, oft unga fólksins, og þeirra, sem eiga; fjármagnseigenda. Vextir hér á Íslandi hafa síðustu misseri – á tíma lágmarksverðbólgu – verið svo háir, að við arðráni liggur, þar sem gífurlegir fjármunir hafa verið færðir frá skuldurum yfir á fjármagnseigendur, án þess að fjármagnseigendur hafi í raun lagt neitt af mörkum. Í þessu kerfi, sem einkum Seðlabanki ber ábyrgð á, felst hróplegur ójöfnuður og ranglæti. Einkum út af því, að allir aðrir seðlabankar og stjórnvöld sáu – eftir banka- og fjármálakreppuna – að svona hávaxtastefna stæðist hvorki í framkvæmd né siðferðislega. Ekki lái ég því fjármálaráðherra, sem að sjálfsögðu vill landsmönnum aðeins vel, að hann skuli tjá sig hreint og opinskátt um það, að evran verði að koma, ef við eigum að tryggja hag okkar og kjör, stöðugleika og öryggi, á sem bestan hátt. Sjálfur bjó ég í Þýskalandi í 27 ár, lengst af með evru, og þekki ég því af eigin raun þann gífurlega kost – stöðugleika, öryggi og lága vexti – sem evran tryggir. Þjóðverjar áttu fyrir sitt ofursterka þýska mark, en höfnuðu því í þágu evru. Sumir virðast halda, að krónan sé hluti af okkar þjóðerni og sjálfstæði, og, að við verðum því að halda henni. Þetta er mikil firra. Gjaldmiðill er aðeins verkfæri til að miðla verðmætum og fjármunum milli manna. Nafnið er aukaatriði, enda krónur í mörgum löndum, en gæði og traustleiki verkfærisins aðalatriði. Við höfum verið að athafna okkur með hálfónýtu verkfæri allt of lengi, en afleiðingar hafa verið darraðardans og sveiflur, upp og niður, og svo loks algjört skipbrot og hrun 2008. Þetta er búið að standa í 70 ár, og enn hafa sumir ekki fengið nóg. Svo má illu venjast, að gott þyki. Daginn eftir að fjármálaráðherra gekk fram á völl og tjáði sig skýrt og skorinort um hagsmuni Íslendiga og besta mögulega gjaldmiðlastefnu fyrir þjóðina, stígur varaformaður Framsóknarflokksins fram og segir m.a. þetta: „Það er fáheyrt að fjármálaráðherra þjóðríkja tali gegn eigin gjaldmiðli.“ Virðist varaformaðurinn hér hafa ruglast eilítið í ríminu. Hvorki fleiri né færri en 25 þjóðríki hafa hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp evruna. Nú á varaformaðurinn langan feril að baki erlendis, var auk þess um skeið utanríkisráðherra landsins og því væntanlega í nokkru sambandi við útlönd, en gjaldmiðlamál Evrópu virðast hafa farið nokkuð fram hjá honum. Getur slíkt hent hið besta fólk. Skulu þjóðríkin 25, sem höfnuðu eigin gjaldmiðli, því listuð upp, varformanni og öðrum ágætum lesendum til fróðleiks: Andorra, Austurríki, Belgía, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Írland, Kósóvó, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Portúgal, San Marínó, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Vatíkanið, Þýskaland. Það hefur verið í tísku hér að tala illa um Evrópu, ESB og evruna. Þetta er einhver mesta fíflatíska, sem ég þekki. Við erum Evrópa og Evrópa er við. Sama grunnmenning, að miklu leyti sama fólk og sama blóð, sömu sjónarmið til frelsis, sjálfstæðis þjóðanna og mannréttinda, sömu hagsmunir – líka efnahagslega; 80-90% af okkar útflutningi fara til Evrópu. Auk þess er ESB ríkjasamband, sem byggir á mesta lýðræði sögunnar. Sérhvert aðildarríkjanna hefur neitunarvald og getur fellt tillögur um ný áform, reglur eða lög. Ef við værum fullir aðilar, færi ekkert í gegn án þess að við samþykktum líka. Væri ekki líka flott, ef við gætum beitt gjaldmiðli okkar alls staðar? Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun