Annar þátturinn hefur verið birtur og má sjá hann þar fyrir neðan. Í honum hittir Conor dómara bardagans og tekur eina sína bestu æfingu í undirbúningnum, að sögn þjálfarans John Kavanagh.
Conor fær einnig að sjá svefnklefa sem er sérstaklega hannaður fyrir bardagakappa og á að hjálpa þeim í undirbúningnum.
Floyd Mayweather lítur við í einni þeirri verslun sem hefur verið opnuð í tilefni af bardaganum og hittir aðdáendur sína. Þá fer hann á hjólaskauta og sýnir lipra takta þar.
Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.