Það sem er líklegt til árangurs í litlu vatni Karl Lúðvíksson skrifar 23. ágúst 2017 10:12 Laxinn leggst niður í djúpa hylji þegar árnar verða vatnslitlar. Vatnsleysi herjar nú á laxveiðiárnar á vestur og norðvesturlandi með tökuleysi og áskorunum í að fá laxinn til að taka. Það er þó hægt að beita nokkrum ráðum til að gera sem best úr þessum aðstæðum og auka líkurnar á að setja í lax. Þegar sólin skín bjart yfir daginn verður laxinn mjög styggur og leggst gjarnan í djúpa hylji, indur skuggann við steina og eins leitar hann oftar en ekki í hraðara vatn þegar árnar verða vatnslitlar. Það skiptir því sköpum að lesa vatnið og veiða veiðistaðina oft ofar en vani er þar sem rennsli er meira en á hefðbundnum tökustað en þetta er auðvitað mismunandi eftir veiðistöðum. Við viljum gefa ykkur þrjú góð ráð til að auka líkurnar á að setja í lax í næstu veiðiferð. 1. Lengdu tauminn. Notaðu granna tauma, 10-12 punda er alveg feykinóg í flestum ám og lengdu tauminn. Það hefur verið þumalputtaregla að hafa tauminn um stangarlengd en í litlu vatni á björtum degi er oft gott að lengja hann um hálfa stangarlengd til viðbótar. 2. Um fluguval er það helst að nota annað hvort litlar flugur eða litlar túpur t.d. 1/4" kóna á löngum taum til að koma flugunni aðeins niður í vatnið. Ekki hefur það reynst gjöfult að "hitcha" en stutt hratt stripp virkar oft vel. 3. Veiddu andstreymis. Já þetta nefnilega virkar í laxi. Þeir sem eru vanir að veiða silung eiga að skipta um gír og nota silungaflugur, helst þyngdar og veiða eins og þegar kastað er andstreymis fyrir silung í straumvatni. Lengd taumsins ræðst af dýpt veiðistaðir. Djúpur staður = langur taumur. Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði
Vatnsleysi herjar nú á laxveiðiárnar á vestur og norðvesturlandi með tökuleysi og áskorunum í að fá laxinn til að taka. Það er þó hægt að beita nokkrum ráðum til að gera sem best úr þessum aðstæðum og auka líkurnar á að setja í lax. Þegar sólin skín bjart yfir daginn verður laxinn mjög styggur og leggst gjarnan í djúpa hylji, indur skuggann við steina og eins leitar hann oftar en ekki í hraðara vatn þegar árnar verða vatnslitlar. Það skiptir því sköpum að lesa vatnið og veiða veiðistaðina oft ofar en vani er þar sem rennsli er meira en á hefðbundnum tökustað en þetta er auðvitað mismunandi eftir veiðistöðum. Við viljum gefa ykkur þrjú góð ráð til að auka líkurnar á að setja í lax í næstu veiðiferð. 1. Lengdu tauminn. Notaðu granna tauma, 10-12 punda er alveg feykinóg í flestum ám og lengdu tauminn. Það hefur verið þumalputtaregla að hafa tauminn um stangarlengd en í litlu vatni á björtum degi er oft gott að lengja hann um hálfa stangarlengd til viðbótar. 2. Um fluguval er það helst að nota annað hvort litlar flugur eða litlar túpur t.d. 1/4" kóna á löngum taum til að koma flugunni aðeins niður í vatnið. Ekki hefur það reynst gjöfult að "hitcha" en stutt hratt stripp virkar oft vel. 3. Veiddu andstreymis. Já þetta nefnilega virkar í laxi. Þeir sem eru vanir að veiða silung eiga að skipta um gír og nota silungaflugur, helst þyngdar og veiða eins og þegar kastað er andstreymis fyrir silung í straumvatni. Lengd taumsins ræðst af dýpt veiðistaðir. Djúpur staður = langur taumur.
Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði